Rifu bragga frá stríðsárunum án athugasemda

Niðurrifið er hluti af endurgerð Kársnessins. Við endurgerðina víkur meðal …
Niðurrifið er hluti af endurgerð Kársnessins. Við endurgerðina víkur meðal annars gamalt iðnaðarhúsnæði fyrir íbúðum. Meðal annars var græni bragginn rifinn. mbl.is/Baldur

Verktakar í Kópavogi hafa á undanförnum vikum rifið niður græna braggann á Kársnesi. Ágúst Friðgeirsson húsasmíðameistari segir braggann vera frá stríðsárunum. Bragginn hafi staðið á lóð þar sem byggðar verða 86 íbúðir.

Engar athugasemdir hafi borist vegna niðurrifsins. Bragginn var horfinn í gær. Ágúst segir áformað að gera ylströnd og brú yfir Fossvog nærri lóðinni þar sem bragginn stóð.

Niðurrifið í Kársnesi vekur athygli í ljósi þess að norðan megin við Fossvoginn hefur Reykjavíkurborg látið gera upp bragga frá stríðsárunum. Kostnaðurinn reyndist á fimmta hundrað milljónir kr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, segir stofnunina ekki hafa gert kröfu um endurbyggingu braggans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert