Traust til heilbrigðisyfirvalda beðið hnekki

Héraðsdómur felldi úr gildi synjun Sjúkratrygginga Íslands. Heilbrigðisráðherra mun ekki ...
Héraðsdómur felldi úr gildi synjun Sjúkratrygginga Íslands. Heilbrigðisráðherra mun ekki áfrýja dómnum. mbl.is/Hjörtur

Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur, fagnar því að dómi Héraðsdóm Reykjavíkur í máli Ölmu Gunnarsdóttur verði ekki áfrýjað en telur engu að síður hættu á því að samningaviðræður verði í hnút þegar rammasamningur rennur út um áramótin.

Traust til heilbrigðisyfirvalda hefur beðið hnekki og sérfræðilæknar munu ekki vinna áfram eftir samningnum mánuð í senn eftir áramót. 

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í þættinum Vikulokin á RÚV í morgun að ráðuneytið myndi ekki áfrýja dómi héraðsdóms þar sem ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja Ölmu Gunnarsdóttur um aðild að rammasamningnum var felld úr gildi.

„Það er fagnaðarefni ef ráðuneytið vill núna frekar eyða tíma í að vinna að framþróun heilbrigðiskerfisins í góðri sátt við þá sem vinna í kerfinu, sjúklingasamtök og þjóðina alla frekar en að kljást í dómsölum,“ segir Þórarinn í samtali við mbl.is.

Traust til heilbrigðisyfirvalda takmarkað

Hann fer þó ekki fram úr sjálfum sér í fögnuðinum enda telur hann ólíklegt að samningar náist áður en núgildandi samningur rennur út um áramótin.

„Þetta eru flóknar samningaviðræður sem geta tekið 6-8 mánuði. Þetta eru 24 sérgreinar og hundruð gjaldskrárliða sem þarf að fara yfir. Það þarf að tala um gæðamál og efndir. Hvernig yrði tryggt að það verði farið eftir næsta samningi og þrír mánuðir er of skammur tími til þess,“ segir hann og tekur fram að traust sérfræðilækna á heilbrigðisyfirvöldum hafi beðið nokkurn hnekki síðastliðin þrjú ár vegna ítrekaðra samnings- og lögbrota.

Hann segir því hætt við því að samningaviðræðum verði ekki lokið um áramótin og jafnvel hættu á því að allt verði í hnút þá og því verði sérfræðilæknar að halda áfram að undirbúa sig og sjúklinga undir það að starfa utan samnings, eins og þeir hafa gert frá því í júlí.

Munu ekki vinna mánuð í senn

Heimilt er að framlengja samninginn um mánuð í senn á meðan verið er að semja um nýjar lausnir. Þórarinn segir að sérfræðilæknar geti alls ekki tekið þátt í því fyrirkomulagi.

„Það er mjög mikil samstaða í læknahópnum að vinna ekki áfram mánuð í senn á þessum útrunna og þverbrotna samningi og það eru nú þegar 96% sérfræðilæknar búnir að veita læknafélaginu umboð til þess að semja fyrir sig,“ segir hann.

„Það er engin framtíð í því. Það er ekki hægt að reka læknastofu með með áætlun einn mánuð fram í tímann. Við þurfum að geta gefið sjúklingum tíma eftir þrjá mánuði, sex mánuði eða ár. Það er útilokað að reka læknastofu eftir samningi sem gildir einn mánuð í senn,“ bætir hann við.

Þórarinn segir að læknafélagið hafi tilkynnt Sjúkratryggingum Íslands um þessa afstöðu í sumar og á fundi með ráðherra í júlí hafi félagið sagt að ekki væri sjálfgefið að vinna áfram eftir samningnum eftir áramót. Því ætti afstaðan ekki að koma ráðherra á óvart.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Funda með ráðherra á mánudag

Læknafélagið mun funda með heilbrigðisráðherra á mánudag og vonast Þórarinn til þess að þar verði lagðar línur um framhaldið í góðu samráði við sérfræðilækna. Varðandi hvað gerist ef samningar takist ekki og að þjónusta verði ekki niðurgreidd eftir áramót segir Þórarinn:

„Þá geta sjúklingar þurft að greiða reikning læknisins að fullu og kanna svo rétt sinn til að frá endurgreiðslu frá heilbrigðisyfirvöldum sem bera ábyrgð á sjúkratryggingum landsmanna. Það verða 10 þúsund sjúklingar á viku sem mæta þá í sjúkratryggingastofnun og óska eftir endurgreiðslu. Samningurinn er umfangsmikill, þetta eru um 500 þúsund komur á ári. Það er eins og ýmsir aðilar innan kerfisins geri sér ekki grein fyrir hvað það umgang er gríðarlegt.“

Á þriðjudag mun Læknafélag Reykjavíkur svo halda fund með þeim 330 læknum sem eru á samningi í dag og fara yfir stöðuna. Þórarinn reiknar með að félagið muni eftir þann fund tilkynna að það hafi umboð frá öllum þessum læknum til að semja fyrir þeirra hönd.

mbl.is

Innlent »

Búllan skýtur rótum í Noregi

21:00 Hamborgarabúllan við Torggötu er steinsnar frá Dómkirkjunni í Ósló. Innan um plaköt af poppgoðum má þar finna ýmislegt sem minnir á Ísland. „Grundvallaratriði er að gera borgarana eins og Tommi hefur kennt okkur. Við höfum sett sálina aftur í reksturinn,“ segir veitingamaðurinn Christopher Todd. Meira »

Gylfi ekki ákærður fyrir hatursorðræðu

20:08 Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur fellt niður mál á hendur tónlistarmanninum Gylfa Ægissyni. Samtökin 78 kærðu Gylfa og nokkra aðra fyrir hatursorðræðu árið 2015. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV sem segir fram koma í bréfi lögreglustjóra að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar. Meira »

Uppselt varð á Tvíhöfða á 65 mínútum

18:21 Á 65 mínútum varð uppselt á sýningu Tvíhöfða sem fer fram í kvöld í Ísafjarðarbíói, segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, í samtali við mbl.is. „Það verður bara ein sýning, því miður, því síminn stoppar ekki,“ segir hann. Meira »

Þekkingarleysi á skyldum lögreglu

17:45 Staðir þar sem fíklar geta nálgast hreinar sprautunálar og aðra þjónustu eru ekki undir sérstöku eftirliti lögreglu, en eru þó „enginn griðastaður“ hvað eftirlit laga og reglna varðar. Nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, sem er til umsagnar hjá Alþingi fékk harða umsögn lögreglu. Meira »

Blaðamenn búa víða við ótta

17:27 Ísland er í fjórtánda sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heim, samkvæmt nýjum matskvarða Blaðamanna án landamæra, The World Press Freedom Index. Ísland fer niður um eitt sæti á milli ára. Meira »

Í gæsluvarðhald með falskt vegabréf

17:00 Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn á þriðjudag er hann notaði falsað skilríki í banka. Kom þá í ljós að maðurinn var eftirlýstur og með endurkomubann og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. apríl. Meira »

Aftur lokað að Dettifossi

16:36 Aftur er búið að loka fyrir umferð að Dettifossi og nú vegna asahláku á svæðinu. Greint var frá því í morgun að búið væri að opna fyrir umferð um Detti­foss­veg frá Þjóðvegi 1 og norður að foss­in­um, en lokað hafði verið frá því á mánudag. Meira »

Óánægja með viðtöl Bandaríkjamanna

14:05 Flugfarþegi lýsti í dag óánægju sinni með framgöngu manna í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Mennirnir tveir spurðu fólk spurninga um það hvert það hygðist ferðast. Meira »

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

12:49 Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Meira »

Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn

12:19 Lítill bátur með utanborðsmótora sem ber nafnið Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn í gær. Unnið er að því að ná honum upp úr höfninni. Meira »

Göngunum lokað vegna mengunar

11:50 Loka þurfti fyrir umferð um Hvalfjarðargöng fyrr í morgun sökum þess að mengun í göngunum fór upp fyrir leyfileg mörk. Búið er að opna göngin aftur, en samkvæmt starfsmanni Vegagerðarinnar sem mbl.is ræddi við má búast við því að þetta gerist af og til um helgina. Meira »

Búið að opna að Dettifossi

10:50 Búið er að opna fyrir umferð um Dettifossveg frá Þjóðvegi 1 og norður að fossinum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðstæður á gönguleiðum við fossinn eru þó sagðar „vægast sagt fjölbreyttar“. Meira »

Tímaferðalag Ævars á svið

10:00 Ævar Þór Benediktsson hefur samið við Þjoðleikhúsið um að ný gerð af Þínu eigin leikriti verði frumsýnd á næsta leikári í leikstjórn Stefáns Halls Stefánssonar. Nýja leikritið verður byggt á bók Ævars Þitt eigið ævintýri – Tímaferðalag. Meira »

Skíðafærið á skírdag

09:24 Þrátt fyrir að skíðasnjó sé því miður ekki lengur að finna á suðvesturhorni landsins og búið sé að loka Bláfjöllum og Skálafelli endanlega þennan veturinn, er enn eitthvað af skíðasnjó í brekkunum fyrir norðan, austan og vestan. mbl.is tók saman stöðuna. Meira »

Sprett úr skíðaspori á Ísafirði í aðdraganda páskanna

09:07 Gleðin skein úr hverju andliti á Ísafirði í gær þegar sprettskíðaganga Craftsport hófst, en gangan markaði upphaf hinnar árlegu skíðaviku á Ísafirði. Meira »

250 þúsund króna munur vegna aldurs

08:18 Um 250 þúsund króna munur getur verið á ábyrgðartryggingu ökutækis á milli tryggingarfélaga, miðað við tilboð sem ungur ökumaður fékk í ökutækjatryggingu frá tveimur tryggingarfélögum. Meira »

Ekki gerðar tímakröfur á flugmenn

08:13 Þegar Icelandair ræður flugmenn til starfa er ekki gerð grunnkrafa um tiltekinn fjölda flugtíma, heldur hafa þær kröfur með tímanum vikið fyrir öðruvísi kröfum. Meira »

Færri fara á fjöll um páska en áður

07:57 Páskarnir eru tími sem fólk nýtir gjarnan í ferðalög um landið. En hvert liggur straumur Íslendinga í páskafríinu?  Meira »

Eldur kviknaði á hjúkrunarheimili

07:51 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var sent af stað um kl. 7 í morgun vegna tilkynningar um eld í matsal á hjúkrunarheimili í Boðaþingi í Kópavogi. Eldurinn reyndist minniháttar. Meira »
VolkswagenPolo 2006 til sölu
Vetrar og sumardekk, 4 dyra, ekinn 179 þ.km. Gott viðhald og smurbók. Verð 240 þ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...