Traust til heilbrigðisyfirvalda beðið hnekki

Héraðsdómur felldi úr gildi synjun Sjúkratrygginga Íslands. Heilbrigðisráðherra mun ekki ...
Héraðsdómur felldi úr gildi synjun Sjúkratrygginga Íslands. Heilbrigðisráðherra mun ekki áfrýja dómnum. mbl.is/Hjörtur

Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur, fagnar því að dómi Héraðsdóm Reykjavíkur í máli Ölmu Gunnarsdóttur verði ekki áfrýjað en telur engu að síður hættu á því að samningaviðræður verði í hnút þegar rammasamningur rennur út um áramótin.

Traust til heilbrigðisyfirvalda hefur beðið hnekki og sérfræðilæknar munu ekki vinna áfram eftir samningnum mánuð í senn eftir áramót. 

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í þættinum Vikulokin á RÚV í morgun að ráðuneytið myndi ekki áfrýja dómi héraðsdóms þar sem ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja Ölmu Gunnarsdóttur um aðild að rammasamningnum var felld úr gildi.

„Það er fagnaðarefni ef ráðuneytið vill núna frekar eyða tíma í að vinna að framþróun heilbrigðiskerfisins í góðri sátt við þá sem vinna í kerfinu, sjúklingasamtök og þjóðina alla frekar en að kljást í dómsölum,“ segir Þórarinn í samtali við mbl.is.

Traust til heilbrigðisyfirvalda takmarkað

Hann fer þó ekki fram úr sjálfum sér í fögnuðinum enda telur hann ólíklegt að samningar náist áður en núgildandi samningur rennur út um áramótin.

„Þetta eru flóknar samningaviðræður sem geta tekið 6-8 mánuði. Þetta eru 24 sérgreinar og hundruð gjaldskrárliða sem þarf að fara yfir. Það þarf að tala um gæðamál og efndir. Hvernig yrði tryggt að það verði farið eftir næsta samningi og þrír mánuðir er of skammur tími til þess,“ segir hann og tekur fram að traust sérfræðilækna á heilbrigðisyfirvöldum hafi beðið nokkurn hnekki síðastliðin þrjú ár vegna ítrekaðra samnings- og lögbrota.

Hann segir því hætt við því að samningaviðræðum verði ekki lokið um áramótin og jafnvel hættu á því að allt verði í hnút þá og því verði sérfræðilæknar að halda áfram að undirbúa sig og sjúklinga undir það að starfa utan samnings, eins og þeir hafa gert frá því í júlí.

Munu ekki vinna mánuð í senn

Heimilt er að framlengja samninginn um mánuð í senn á meðan verið er að semja um nýjar lausnir. Þórarinn segir að sérfræðilæknar geti alls ekki tekið þátt í því fyrirkomulagi.

„Það er mjög mikil samstaða í læknahópnum að vinna ekki áfram mánuð í senn á þessum útrunna og þverbrotna samningi og það eru nú þegar 96% sérfræðilæknar búnir að veita læknafélaginu umboð til þess að semja fyrir sig,“ segir hann.

„Það er engin framtíð í því. Það er ekki hægt að reka læknastofu með með áætlun einn mánuð fram í tímann. Við þurfum að geta gefið sjúklingum tíma eftir þrjá mánuði, sex mánuði eða ár. Það er útilokað að reka læknastofu eftir samningi sem gildir einn mánuð í senn,“ bætir hann við.

Þórarinn segir að læknafélagið hafi tilkynnt Sjúkratryggingum Íslands um þessa afstöðu í sumar og á fundi með ráðherra í júlí hafi félagið sagt að ekki væri sjálfgefið að vinna áfram eftir samningnum eftir áramót. Því ætti afstaðan ekki að koma ráðherra á óvart.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Funda með ráðherra á mánudag

Læknafélagið mun funda með heilbrigðisráðherra á mánudag og vonast Þórarinn til þess að þar verði lagðar línur um framhaldið í góðu samráði við sérfræðilækna. Varðandi hvað gerist ef samningar takist ekki og að þjónusta verði ekki niðurgreidd eftir áramót segir Þórarinn:

„Þá geta sjúklingar þurft að greiða reikning læknisins að fullu og kanna svo rétt sinn til að frá endurgreiðslu frá heilbrigðisyfirvöldum sem bera ábyrgð á sjúkratryggingum landsmanna. Það verða 10 þúsund sjúklingar á viku sem mæta þá í sjúkratryggingastofnun og óska eftir endurgreiðslu. Samningurinn er umfangsmikill, þetta eru um 500 þúsund komur á ári. Það er eins og ýmsir aðilar innan kerfisins geri sér ekki grein fyrir hvað það umgang er gríðarlegt.“

Á þriðjudag mun Læknafélag Reykjavíkur svo halda fund með þeim 330 læknum sem eru á samningi í dag og fara yfir stöðuna. Þórarinn reiknar með að félagið muni eftir þann fund tilkynna að það hafi umboð frá öllum þessum læknum til að semja fyrir þeirra hönd.

mbl.is

Innlent »

Fyrstu íbúðir fyrir fólk undir tekjumörkum

17:33 Byggingarverktakinn Mikael ehf. afhenti Íbúðafélagi Hornafjarðar fyrstu leiguíbúðirnar sem byggðar eru samkvæmt nýjum lögum um almennar íbúðir, en þau miða að því að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum. Meira »

„Þessi hópur á verðskuldað sólskin“

17:28 Fram kom í máli Guðrúnar Ögmundsdóttur, tengiliðs vistheimila, og Halldórs Þormars Halldórssonar, umsjónarmanns sanngirnisbóta hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, á blaðamannfundi í dómsmálaráðuneytinu að þau hafi mætt verkefninu að auðmýkt og virðingu fyrir fólkinu sem sótti um bæturnar. Meira »

Geti sinnt störfum án ofbeldis og áreitni

16:56 Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna sendi frá sér yfirlýsingu nú fyrir stundu vegna atviks sem kom upp á HM karla í fótbolta í Rússlandi í sumar, en þá kvartaði Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, undan Hirti Hjartarsyni, þáverandi íþróttafréttamanni á Stöð 2, til öryggisnefndar KSÍ. Meira »

Þingmenn komnir í jólafrí

16:44 „Þingið hefur skilað góðu verki í þingstörfum síðustu vikur. 44 mál hafa hlotið afgreiðslu úr nefndum og eru orðin að lögum eða ályktunum Alþingis,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við lok síðasta þingfundar á þessu ári. Meira »

Segir Helgu hafa verið boðaða á alla fundi

16:44 Öllum nefndarmönnum í tilnefningarnefnd VÍS var gefinn kostur á að koma sínum athugasemdum og tillögum að við vinnslu lokaskýrslu nefndarinnar. Hins vegar eru engar heimildir fyrir því að nefndarmenn skili sératkvæði. Þetta segir Sandra Hlíf Ocares, formaður tilnefningarnefndar VÍS í tilkynningu. Meira »

Stuðningur við bækur á íslensku festur í lög

16:39 Frumvarp um stuðning við útgáfu bóka á íslensku var samþykkt á Alþingi í dag. Með því verður komið á fót stuðningskerfi sem heimilar endurgreiðslu 25% beins kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku. Meira »

Vika er langur tími í pólitík

16:20 Vika er liðin frá því að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, birti á Facebook-síðu sinni yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði áreitt konu kynferðislega síðasta sumar. Mbl.is rekur hér atburðarás málsins til þessa. Meira »

Dreymdi vinningstölurnar

16:19 Konu af Norðurlandi dreymdi vinningstölurnar í Víkingalottói og voru hún og eiginmaður hennar lukkuleg þegar þau komu með vinningsmiðann frá 28. nóvember á skrifstofu Íslenskrar getspár. Unnu þau rúmar þrjár milljónir í þriðja vinning. Meira »

Valgerður í stað Vilborgar í bankaráð

16:05 Valgerður Sveinsdóttir var kjörin varamaður í bankaráð Seðlabanka Íslands á Alþingi í dag. Hún kemur í stað Vilborgar G. Hansen sem sagði sig úr Miðflokknum og bankaráði í kjölfar ummæla þingmanna Miðflokksins á Klaustri 20. nóvember. Meira »

Langur biðtími eftir viðtali við sálfræðing

15:57 Biðtími eftir viðtali við sálfræðing hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru fimm til sjö mánuðir. Biðtíminn er mislangur eftir heilbrigðisstofnunum á landinu en stystur er biðtíminn hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða; fjórar vikur. Meira »

Tengdamóðirin áfram í haldi

15:27 Gæsluvarðhald yfir konu á áttræðisaldri, sem grunuð er um tilraun til manndráps með því að hafa stungið tengdason sinn með hnífi, hefur verið framlengt til 9. janúar. Meira »

Flestir taka ekki afstöðu til Brexit

15:18 Rúmlega þriðjungur landsmanna er andvígur útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR eða 36% en 18% eru henni hlynnt. Stærstur hluti landsmanna hefur hins vegar enga sérstaka skoðun á málinu eða 46%. Meira »

Velferðarstyrkur hækkar um 6%

15:08 Borgarstjórn hefur samþykkt að hækka grunnfjárhæð framfærslustyrks velferðarsviðs um 6% frá næstu áramótum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Segir ekkert nema tækifæri fram undan

14:59 „Við þurfum að móta okkur stefnu og gera áætlanir um hvernig við ætlum að mæta þeirri áskorun að vernda náttúru okkar en um leið að nýta hana landsmönnum til heilla,“ sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við umræðu um atvinnustefnu á opinberum ferðamannastöðum. Meira »

„Pakkaflóð á Alþingi“

14:57 „Á meðan þjóðin var upptekin við að greina dónatal á bar fór pakkaflóðið á Alþingi Íslendinga að mestu fyrir ofan garð og neðan en þar kennir ýmissa grasa,“ skrifar Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í föstudagspistli sínum. Meira »

Lögreglan í beinni frá 16 til 04

14:35 „Tilgangurinn með löggutístinu er að gefa fólki innsýn í störf lögreglu og fá tilfinningu fyrir því hvað við erum að gera, hvernig lögreglan virkar og hvað verkefni okkar eru margvísleg,“ segir Þórir Ingvarsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Formaður VR pantar gul vesti

14:27 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hvetur fólk til að mótmæla stjórnmálaástandinu á Íslandi. Ragnar birti mynd á Facebook í dag af gulu vesti með áletrunum og spyr hvort hann eigi að panta fleiri. Meira »

Óttuðust viðbrögð samfélagsins

13:55 Meðan á verkefni dómsmálaráðuneytisins um greiðslu sanngirnisbóta stóð á árunum 2010 til 2018 fékk tengiliður þess, Guðrún Ögmundsdóttir, um 3.500 símtöl og ríflega 1.500 tölvupósta sem þurfti að svara. Meira »

Hlýtt og blautt veður um helgina

13:23 Áfram verður hlýtt og blautt víðast hvar á landinu um helgina, samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Útlit er fyrir að kólna muni í veðri fyrir næstu helgi, helgina fyrir jól, og þá gæti snjóað. Meira »