Svandís mun ekki áfrýja dóminum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun ekki áfrýja dómi héraðdóms.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun ekki áfrýja dómi héraðdóms. mbl.is/Eggert

Heilbrigðisráðuneytið mun ekki áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ölmu Gunnarsdóttur. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Vikulokin hjá Helga Seljan í morgun.

Íslenska ríkið tapaði í vikunni máli fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur sem sér­fræðilækn­ir­inn Alma Gunn­ars­dótt­ir höfðaði vegna ákvörðunar Sjúkra­trygg­inga Íslands um að synja henni um aðild að ramma­samn­ingi. Var ákvörðun Sjúkra­trygg­inga felld úr gildi og rík­inu gert að greiða Önnu 1,8 millj­ón­ir í máls­kostnað.

Sagðist Svandís, eins og forverar hennar í embætti, þurfa að horfa til þess að fjárheimildir Alþingis séu uppurnar og að reisa verði skorður við því að áfram fari út úr ríkissjóði fé sem er umfram ákvörðun Alþingis. „Það eru til dómar þar sem það þykir nægileg ráðstöfun að vísa bara til fjárlaga,“ sagði Svandís.

„Ég hef farið yfir niðurstöðu dómsins með ríkislögmanni og eins og alltaf er, þá eru ákveðin sjónarmið sem mæla með áfrýjun og ákveðin sjónarmið sem mæla á móti áfrýjun,“ bætir hún við.

Í miðjum klíðum að ákveða hvað taki við

Hennar niðurstaða í máli Ölmu sé þó að áfrýja ekki. „Það er mikilvægt fyrir alla hlutaðeigendur að að fá niðurstöðu í málinu og við erum í miðjum klíðum að ákveða hvað á að taka við.“ Kveðst Svandís ekki telja það málinu til framdráttar að standa í frekari málaferlum. Dómurinn er vel ígrundaður og niðurstaðan er leiðbeining.

„Hann undirstrikar mikilvægi þess að þetta fyrirkomulag verði endurskoðað. Ekki bara samningurinn eins og hann er, heldur líka framkvæmd hans og þá í samræmi við ábendingar sem við höfum frá ríkisendurskoðun um að ríkið, sem greiðir þjónustuna, hafi frumkvæði að því og skoðun á því hvaða heilbrigðisþjónusta er keypt, í hvaða magni og af hverjum.“

Spurð hvort núverandi samningur sé dæmi um lélega stjórnsýslu og pólitík, að gerður hafi verið opinn samningur sem farið sé að stíga inn í eftir á, segir Svandís: „Það virðist hafa verið þannig frá byrjun að allir, nema einn, sem sóttu um hafi komist inn í samninginn hindrunarlaust.“ Síðan hafi verið tekin einhliða ákvörðun um að loka án þess að það sé skoðað hjá hverjum og einum.

Ríkisins að ákveða hvaða þjónusta sé keypt

Segist Svandís hafa óskað eftir greinargerð um ferlið og afgreiðslu málsins í ráðuneytinu. „Mér finnst mikilvægt að það liggi fyrir hvaða lögfræðileg ráðgjöf og faglegar forsendur lágu til grundvallar þessum ákvörðunum.“ Ekki detti neinum í hug að það sé sama pólitíska leiðarljósið sem hafi dirfið áfram alla þrjá ráðherrana, hana, Óttar Proppé og Kristján Þór Júlíusson.

Það er jafnframt skylda þess ráðherra sem núna situr að fara yfir stjórnsýslu í þessum málum og kanna það hvernig við lærum af því.“

Helgi nefndi að allir ráðherrarnir hafi gert athugasemdir við þá níu milljarðar sem fara í utanspítalaþjónustu á hverju ári. „Það liggur í orðum ásökun um að þarna sé verið að fara illa með fé og misnota,“ sagði Helgi. Að læknar séu að taka til sín meira en þeir þurfi.

„Það hafa margir gagnrýnt núverandi fyrirkomulag,“ sagði Svandís og nefndi sem dæmi skýrslu McKinsey og skýrslu ríkisendurskoðunar. Ekki hafi verið nægilega skýrt hingað til hvaða þjónustu og í hvaða magni ríkið sé að kaupa af læknum. „Það er eðlilegt að kaupandi þjónustunnar ákveði hvaða þjónusta er keypt, frekar en seljandinn hafi um það sjálfdæmi.“

Spurð hvort merki séu um að læknar séu að hagnast óeðlilega á núverandi kerfi sagði Svandís vera skort samfellu. „Á aðra höndina þá sitjum við uppi með biðlista og vísbendingar um oflækningar á hina.“ Heilbrigðskerfi sem taki töluvert fjármagn úr ríkissjóði verði að veita heildstæð þjónustu og fjármagn almennings megi ekki fara í oflækningar.

mbl.is

Innlent »

Birkir Blær hlaut barnabókaverðlaunin

17:01 Birkir Blær Ingólfsson hlaut í dag Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bók sína Stormsker. Í umsögn dómnefndar um verðlaunahandritið segir: „Stormsker – Fólkið sem fangaði vindinn er spennandi frásögn af hugrökkum krökkum í heimi sem er bæði óþægilega kunnuglegur og furðulega framandi.“ Meira »

Tillagan okkar eða tillagan ykkar?

16:46 Tvær keimlíkar tillögur voru á dagskrá borgarstjórnar í dag, um að bæta stöðu barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfi borgarinnar. Olli það nokkru argaþrasi á meðal borgarfulltrúa. Sjálfstæðismenn sögðu að meirihlutinn vildi eigna sér málið. Meira »

Fjórum milljörðum dýrari leið

16:29 Hin svokallaða R-leið um Reykjanes og utanverðan Þorskafjörð er töluvert dýrari en Þ-H-leiðin sem Vegagerðin mælir með. Þetta er niðurstaða skýrslu Vegagerðarinnar. Meira »

Tilkynnt um mun færri kynferðisbrot

16:15 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust sjö tilkynningar um kynferðisbrot í september og hafa þær ekki verið færri á einum mánuði síðan í febrúar 2014. Tilkynningarnar voru einnig 70% færri en meðaltalið síðustu 12 mánuði. Meira »

Aldrei verið sótt um leyfi fyrir stækkun

15:55 Ekki er til staðar byggingarleyfi og enn hefur ekki verið sótt um slíkt leyfi fyrir byggingaframkvæmdum vegna stækkunar City Park Hótel við Ármúla 5 í Reykjavík. Þrátt fyrir það hefur vinna staðið yfir við stækkunina um tíma, en verið er að bæta við 27 herbergjum. Fyrir voru herbergin 57. Meira »

Hjúkrunarfræðingar ávísi getnaðarvörnum

15:47 Ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum verður heimilað að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum, verði frumvarp til breytinga á lyfjalögum og lögum um landlækni og lýðheilsu að lögum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarpið fram á Alþingi og kynnti hún efni þess á ríkisstjórnarfundi á dag. Meira »

Skútuþjófurinn yfirheyrður í gær

15:44 Rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum á skútuþjófnaði á Ísafirði aðfaranótt sunnudags miðar vel samkvæmt Hlyni Hafberg Snorrasyni, yfirlögregluþjóni. Maður var handtekinn um borð í skútunni á Rifi á Snæfellsnesi á sunnudag og úrskurðaður í farbann í gær. Meira »

Óforsvaranlegt að samþykkja frumvarpið

15:41 Nýtt frumvarp um veiðigjöld ýtir enn frekar undir tvöfalda verðmyndun í sjávarútvegi, mismunar fyrirtækjum og hefur neikvæð áhrif á samkeppni í greininni. Þetta segir í umsögn Félags atvinnurekenda og Samtaka fiskframleiðenda og -útflytjenda um frumvarpið. Meira »

Spyr um þýðingarstefnu ráðuneytanna

15:30 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur sent öllum ráðuneytunum níu fyrirspurn þess efnis hvort íslensk lög og reglugerðir á vegum ráðuneytanna og undirstofnana þeirra hafi verið þýdd á önnur tungumál. Meira »

Netþrjótar náðu til 2.500 Íslendinga

15:13 Öryggisbrestur sem varð hjá Facebook í síðasta mánuði hafði áhrif á tæplega 2.500 notendur samfélagsmiðilsins á Íslandi. Persónuvernd tekur þátt í rannsókninni ásamt persónuverndarstofnunum annarra EES-ríkja. Meira »

Mál gegn hjónum þingfest í næstu viku

15:08 Mál gegn hjónum sem grunuð eru um gróf kynferðisbrot gegn dótt­ur sinni og stjúp­dótt­ur verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudaginn í næstu viku. Verður þinghald lokað eins og vaninn er í kynferðisbrotamálum. Meira »

„Hættum að plástra kerfið“

14:24 „Það er þyngra en tárum tekur að fylgjast með manneskjum sem vilja fá hjálp og vilja hætta að neyta eiturlyfja en rekast á veggi í kerfinu aftur og aftur og aftur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, á Alþingi í dag. Meira »

Segja innri endurskoðun störfum hlaðna

13:46 Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að fela eigi utanaðkomandi aðila að gera heildarúttekt á bragganum við Nauthólsveg og að falla skuli frá því að láta innri endurskoðun Reykjavíkurborgar annast úttektina, þar sem hún sé önnum kafin við úttekt á Orkuveitunni. Meira »

Telur að lögbannskröfu verði hafnað

13:43 „Ég tel ljóst að henni verði hafnað,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður tekna.is, við fyrirspurn mbl.is vegna lögbannskröfu á hendur vefsíðunni tekjur.is. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sagði að ákvörðun um lögbann yrði ekki tekin í dag. Meira »

Óboðinn gestur hreiðraði um sig í sófa

13:32 Óboðinn ölvaður gestur heimsótti heimili í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gærkvöld og hreiðraði um sig í sófa í stofunni. Húsráðandi var á efri hæð að horfa á sjónvarp þegar hann heyrði umgang á neðri hæðinni. Meira »

Léleg fjármálastjórn aðeins hluti vandans

13:23 Léleg fjármálastjórn Félagsbústaða er aðeins eitt merkið um vondan rekstur og þörf er á róttækum aðgerðum eigi að byggja upp traust milli leigjenda félagslegt húsnæðis í Reykjavík og borgarinnar og stofnana hennar. Meira »

Kröfurnar rúmir 16 milljarðar

13:21 Kröfur í þrotabú danska hluta flugrekstrar Primera Air nema 16,4 milljörðum íslenskra króna, samkvæmt frétt danska miðilsins Jyske Vestkysten. Kröfuhafar eru þegar orðnir um 500 talsins. Meira »

Ekki tækt að fara eftir tillögu Gildis

13:14 Stjórn HB Granda segir það ekki tækt að fara eftir tillögu Gildis lífeyrissjóðs, þess efnis að hluthafafundur félagsins tilnefni þrjá fulltrúa ótengda Útgerðarfélagi Reykjavíkur, til að annast verklýsingu og samningsgerð við Kviku banka um athugun bankans á kaupum HB Granda á útgerðinni Ögurvík. Meira »

„Var fyrst og fremst nörd“

12:55 Athafnarmaðurinn Paul Allen var flókin persóna sem hafði mörg áhugamál, allt frá gítarleik yfir í tækniþróun og rannsóknir á hafsbotni og fornminjum. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur og vinur Allen ræddi við mbl.is um rannsóknarferðir þeirra víða um heim og hvernig mann Allen hafði að geyma. Meira »
Einstök íbúð fyrir 60 ára og eldri
Nýstandsett 101 fm 3 herbergja íbúð á 1. hæð, að Grandavegi 47 til leigu. Húsvö...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri 659 5648 Allar byggingarframkvæmdir sem krefjast byggingale...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
DEK og Deutz rafstöðvar 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir. Vinnu rafstöðva...