Svandís mun ekki áfrýja dóminum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun ekki áfrýja dómi héraðdóms.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun ekki áfrýja dómi héraðdóms. mbl.is/Eggert

Heilbrigðisráðuneytið mun ekki áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ölmu Gunnarsdóttur. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Vikulokin hjá Helga Seljan í morgun.

Íslenska ríkið tapaði í vikunni máli fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur sem sér­fræðilækn­ir­inn Alma Gunn­ars­dótt­ir höfðaði vegna ákvörðunar Sjúkra­trygg­inga Íslands um að synja henni um aðild að ramma­samn­ingi. Var ákvörðun Sjúkra­trygg­inga felld úr gildi og rík­inu gert að greiða Önnu 1,8 millj­ón­ir í máls­kostnað.

Sagðist Svandís, eins og forverar hennar í embætti, þurfa að horfa til þess að fjárheimildir Alþingis séu uppurnar og að reisa verði skorður við því að áfram fari út úr ríkissjóði fé sem er umfram ákvörðun Alþingis. „Það eru til dómar þar sem það þykir nægileg ráðstöfun að vísa bara til fjárlaga,“ sagði Svandís.

„Ég hef farið yfir niðurstöðu dómsins með ríkislögmanni og eins og alltaf er, þá eru ákveðin sjónarmið sem mæla með áfrýjun og ákveðin sjónarmið sem mæla á móti áfrýjun,“ bætir hún við.

Í miðjum klíðum að ákveða hvað taki við

Hennar niðurstaða í máli Ölmu sé þó að áfrýja ekki. „Það er mikilvægt fyrir alla hlutaðeigendur að að fá niðurstöðu í málinu og við erum í miðjum klíðum að ákveða hvað á að taka við.“ Kveðst Svandís ekki telja það málinu til framdráttar að standa í frekari málaferlum. Dómurinn er vel ígrundaður og niðurstaðan er leiðbeining.

„Hann undirstrikar mikilvægi þess að þetta fyrirkomulag verði endurskoðað. Ekki bara samningurinn eins og hann er, heldur líka framkvæmd hans og þá í samræmi við ábendingar sem við höfum frá ríkisendurskoðun um að ríkið, sem greiðir þjónustuna, hafi frumkvæði að því og skoðun á því hvaða heilbrigðisþjónusta er keypt, í hvaða magni og af hverjum.“

Spurð hvort núverandi samningur sé dæmi um lélega stjórnsýslu og pólitík, að gerður hafi verið opinn samningur sem farið sé að stíga inn í eftir á, segir Svandís: „Það virðist hafa verið þannig frá byrjun að allir, nema einn, sem sóttu um hafi komist inn í samninginn hindrunarlaust.“ Síðan hafi verið tekin einhliða ákvörðun um að loka án þess að það sé skoðað hjá hverjum og einum.

Ríkisins að ákveða hvaða þjónusta sé keypt

Segist Svandís hafa óskað eftir greinargerð um ferlið og afgreiðslu málsins í ráðuneytinu. „Mér finnst mikilvægt að það liggi fyrir hvaða lögfræðileg ráðgjöf og faglegar forsendur lágu til grundvallar þessum ákvörðunum.“ Ekki detti neinum í hug að það sé sama pólitíska leiðarljósið sem hafi dirfið áfram alla þrjá ráðherrana, hana, Óttar Proppé og Kristján Þór Júlíusson.

Það er jafnframt skylda þess ráðherra sem núna situr að fara yfir stjórnsýslu í þessum málum og kanna það hvernig við lærum af því.“

Helgi nefndi að allir ráðherrarnir hafi gert athugasemdir við þá níu milljarðar sem fara í utanspítalaþjónustu á hverju ári. „Það liggur í orðum ásökun um að þarna sé verið að fara illa með fé og misnota,“ sagði Helgi. Að læknar séu að taka til sín meira en þeir þurfi.

„Það hafa margir gagnrýnt núverandi fyrirkomulag,“ sagði Svandís og nefndi sem dæmi skýrslu McKinsey og skýrslu ríkisendurskoðunar. Ekki hafi verið nægilega skýrt hingað til hvaða þjónustu og í hvaða magni ríkið sé að kaupa af læknum. „Það er eðlilegt að kaupandi þjónustunnar ákveði hvaða þjónusta er keypt, frekar en seljandinn hafi um það sjálfdæmi.“

Spurð hvort merki séu um að læknar séu að hagnast óeðlilega á núverandi kerfi sagði Svandís vera skort samfellu. „Á aðra höndina þá sitjum við uppi með biðlista og vísbendingar um oflækningar á hina.“ Heilbrigðskerfi sem taki töluvert fjármagn úr ríkissjóði verði að veita heildstæð þjónustu og fjármagn almennings megi ekki fara í oflækningar.

mbl.is

Innlent »

Eyða nær fimmfalt meira í Reykjavík en á Hvammstanga

08:18 Töluverður munur er á útgjöldum ferðamanna eftir því hvaða staði á landinu þeir heimsækja.  Meira »

Stór skjálfti í Bárðarbungu

08:00 Jarðskjálfti sem mældist 3,6 stig varð núna rétt fyrir klukkan sjö í morgun í Bárðarbunguöskjunni.  Meira »

Sala á gulum vestum hefur tekið kipp

07:37 Sala á gulum vestum í verslun Húsasmiðjunnar í Kjalarvogi hefur tekið kipp, segir Finnur Guðmundsson, framkvæmdastjóri fagsölusviðs Húsasmiðjunnar. Meira »

Fer langleiðina í 50 metra á sekúndu

06:56 Spáð er miklu hvassviðri í dag og undir kvöld verður kominn austanstormur eða -rok allra syðst á landinu og gætu hviður farið langleiðina upp undir 50 m/s á þeim slóðum. Annars staðar verður þetta meira 15-23 og hviður að 35-40 m/s samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Nýtt netaverkstæði rís í Neskaupstað

06:00 Framkvæmdir standa yfir við nýtt netaverkstæði Fjarðanets í Neskaupstað. Er áætlað að það verði tilbúið í mars á næsta ári. Nýja verkstæðið verður mun stærra en það gamla og mun tilkoma þess leiða til algjörrar byltingar í starfsemi og þjónustumöguleikum Fjarðanets á Austurlandi. Þetta segir Jón Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri Fjarðanets. Meira »

Vara við grunsamlegum mannaferðum

05:59 Lögreglan á Norðurlandi eystra varar fólk við grunsamlegum mannaferðum í þéttbýli sem dreifbýli en tilkynnt var um tvö innbrot á Akureyri um helgina og nokkuð um tilkynningar vegna grunsamlegra mannaferða við sveitarbæ í umdæminu. Meira »

Ferðaþjónusta í nýtt útboð

05:30 Á fundi bæjarráðs Kópavogs í síðustu viku var lagt fram erindi frá sviðsstjóra velferðarsviðs þar sem óskað var eftir heimild bæjarráðs til að mega leysa Efstahól ehf. undan samningi um ferðaþjónustu fatlaðra ásamt erindi Efstahóls vegna málsins. Meira »

Styðja við fjölmiðla

05:30 Samning frumvarps um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er langt komin og er stefnt að því að kynna frumvarpsdrögin í Samráðsgáttinni í janúar, að sögn Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Meira »

Ríkið mun ekki bæta miklu við

05:30 „Á næstu árum mun fólki á eftirlaunum fjölga meira en fólki á vinnumarkaði. Kostnaður ríkissjóðs vegna aldurstengdra sjúkdóma og þjónustu við aldraða mun að öllum líkindum aukast. Þeir sem hætta að vinna geta því ekki búist við að hið opinbera bæti miklu við eftirlaunin.“ Meira »

Heklugosin hafi fyrirvara

05:30 Fjölgun nákvæmra mælitækja við Heklu á að gera jarðvísindamönnum kleift að sjá óróleika í eldstöðinni fyrir með lengri fyrirvara en áður hefur verið mögulegt. Meira »

Alþingi setur áfram lögin

05:30 „Af minni hálfu stendur ekki til að styðja mál sem felur í sér framsal, hvorki á auðlindum né á meiri háttar ákvarðanatöku um lagaumgjörð fyrir okkur. Hins vegar er því haldið fram að málið mögulega standist ekki stjórnarskrá. Þetta eru atriði sem við viljum fara vandlega yfir. Meira »

Bára í skýrslutöku í héraðsdómi

05:30 Bára Halldórsdóttir, sem sagst hefur standa á bak við upptöku af ósæmilegu framferði þingmanna á barnum Klaustri, hefur verið boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan korter yfir þrjú. Meira »

Viðbrögðin jafn vitlaus og ummælin

Í gær, 22:18 Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir lítinn hóp vinstri manna virðast telja sig dómara um hvað sé siðferðilega rétt og virðist þar taka undir með pistli sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birtir á vef sínum í dag. Meira »

„Allt að því vitlaust veður“ á morgun

Í gær, 21:52 „Það hvessir jafnt og þétt eftir því sem líður á morgundaginn. Eftir kl. 17–18 þá verður þetta orðið helvíti slæmt undir Eyjafjöllunum og allra syðst á landinu en þetta gengur nokkuð hratt yfir þannig að um tíu annað kvöld er strax farið að draga stórlega úr þessu allra syðst,“ segir veðurfræðingur. Meira »

Snjóleysi hefur áhrif á sölu jólatrjáa

Í gær, 20:30 Sala á jólatrjám gengur nokkuð vel þrátt fyrir að landsmenn séu margir hverjir ekki enn komnir í jólaskap sökum snjóleysis og almennra leiðinda þegar kemur að veðri. Normannsþinur og íslensk fura í stærðinni 1,5 – 2 metrar eru vinsælustu tegundirnar. Forseti Íslands keypti sér danskt jólatré. Meira »

Gefa geitur, skólastofur og smokka

Í gær, 19:45 Um árabil hefur verið hægt að styrkja góð málefni um hátíðirnar með gjafabréfum. Sífellt bætist í flóruna og verkefnin sem hægt er að styrkja eru mörg. Salan er mikilvæg fjáröflun fyrir samtök og stofnanir á borð við Hjálparstarf kirkjunnar, UNICEF á Íslandi og UNWomen. Meira »

Hálkan lúmsk á Norðurlandi

Í gær, 18:50 „Þetta er ekki að fólk sé illa búið eða glæfraakstur sem veldur. Þetta er aðallega hversu lúmsk hálkan er,“ segir Hilmar Hilmarsson, lögreglumaður á Norðurlandi vestra, í samtali við mbl.is. Fimm umferðaróhöpp hafa átt sér stað í umdæminu um helgina og er aðallega um bílveltur að ræða. Engin alvarleg slys hafa orðið á fólki. Meira »

Eiga rétt á að velja hvar þeir búa

Í gær, 18:30 Það er klárt brot á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að þvinga einstakling til búsetu einhvers staðar, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. RÚV greindi í gær frá karlmanni með alvarlegan geðsjúkdóm sem var komið fyrir á sveitabæ á Austurlandi því ekki voru önnur úrræði í boði. Meira »

„Milljón væri stórsigur“

Í gær, 18:00 Söfnun sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir Frú Ragnheiði sem fer fram með vikulöngum róðri í verslun Under Armour í Kringlunni gengur gríðarlega vel og upphaflega markmiðinu hefur þegar verið náð. Talið er að ríflega sex hundruð þúsund krónur hafi safnast nú þegar og mórallinn er góður. Meira »
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Timap. s. ...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - - ENSKA f. fullorðna - DANSKA- NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRINGTERM / VO...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...