Svandís mun ekki áfrýja dóminum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun ekki áfrýja dómi héraðdóms.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun ekki áfrýja dómi héraðdóms. mbl.is/Eggert

Heilbrigðisráðuneytið mun ekki áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ölmu Gunnarsdóttur. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Vikulokin hjá Helga Seljan í morgun.

Íslenska ríkið tapaði í vikunni máli fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur sem sér­fræðilækn­ir­inn Alma Gunn­ars­dótt­ir höfðaði vegna ákvörðunar Sjúkra­trygg­inga Íslands um að synja henni um aðild að ramma­samn­ingi. Var ákvörðun Sjúkra­trygg­inga felld úr gildi og rík­inu gert að greiða Önnu 1,8 millj­ón­ir í máls­kostnað.

Sagðist Svandís, eins og forverar hennar í embætti, þurfa að horfa til þess að fjárheimildir Alþingis séu uppurnar og að reisa verði skorður við því að áfram fari út úr ríkissjóði fé sem er umfram ákvörðun Alþingis. „Það eru til dómar þar sem það þykir nægileg ráðstöfun að vísa bara til fjárlaga,“ sagði Svandís.

„Ég hef farið yfir niðurstöðu dómsins með ríkislögmanni og eins og alltaf er, þá eru ákveðin sjónarmið sem mæla með áfrýjun og ákveðin sjónarmið sem mæla á móti áfrýjun,“ bætir hún við.

Í miðjum klíðum að ákveða hvað taki við

Hennar niðurstaða í máli Ölmu sé þó að áfrýja ekki. „Það er mikilvægt fyrir alla hlutaðeigendur að að fá niðurstöðu í málinu og við erum í miðjum klíðum að ákveða hvað á að taka við.“ Kveðst Svandís ekki telja það málinu til framdráttar að standa í frekari málaferlum. Dómurinn er vel ígrundaður og niðurstaðan er leiðbeining.

„Hann undirstrikar mikilvægi þess að þetta fyrirkomulag verði endurskoðað. Ekki bara samningurinn eins og hann er, heldur líka framkvæmd hans og þá í samræmi við ábendingar sem við höfum frá ríkisendurskoðun um að ríkið, sem greiðir þjónustuna, hafi frumkvæði að því og skoðun á því hvaða heilbrigðisþjónusta er keypt, í hvaða magni og af hverjum.“

Spurð hvort núverandi samningur sé dæmi um lélega stjórnsýslu og pólitík, að gerður hafi verið opinn samningur sem farið sé að stíga inn í eftir á, segir Svandís: „Það virðist hafa verið þannig frá byrjun að allir, nema einn, sem sóttu um hafi komist inn í samninginn hindrunarlaust.“ Síðan hafi verið tekin einhliða ákvörðun um að loka án þess að það sé skoðað hjá hverjum og einum.

Ríkisins að ákveða hvaða þjónusta sé keypt

Segist Svandís hafa óskað eftir greinargerð um ferlið og afgreiðslu málsins í ráðuneytinu. „Mér finnst mikilvægt að það liggi fyrir hvaða lögfræðileg ráðgjöf og faglegar forsendur lágu til grundvallar þessum ákvörðunum.“ Ekki detti neinum í hug að það sé sama pólitíska leiðarljósið sem hafi dirfið áfram alla þrjá ráðherrana, hana, Óttar Proppé og Kristján Þór Júlíusson.

Það er jafnframt skylda þess ráðherra sem núna situr að fara yfir stjórnsýslu í þessum málum og kanna það hvernig við lærum af því.“

Helgi nefndi að allir ráðherrarnir hafi gert athugasemdir við þá níu milljarðar sem fara í utanspítalaþjónustu á hverju ári. „Það liggur í orðum ásökun um að þarna sé verið að fara illa með fé og misnota,“ sagði Helgi. Að læknar séu að taka til sín meira en þeir þurfi.

„Það hafa margir gagnrýnt núverandi fyrirkomulag,“ sagði Svandís og nefndi sem dæmi skýrslu McKinsey og skýrslu ríkisendurskoðunar. Ekki hafi verið nægilega skýrt hingað til hvaða þjónustu og í hvaða magni ríkið sé að kaupa af læknum. „Það er eðlilegt að kaupandi þjónustunnar ákveði hvaða þjónusta er keypt, frekar en seljandinn hafi um það sjálfdæmi.“

Spurð hvort merki séu um að læknar séu að hagnast óeðlilega á núverandi kerfi sagði Svandís vera skort samfellu. „Á aðra höndina þá sitjum við uppi með biðlista og vísbendingar um oflækningar á hina.“ Heilbrigðskerfi sem taki töluvert fjármagn úr ríkissjóði verði að veita heildstæð þjónustu og fjármagn almennings megi ekki fara í oflækningar.

mbl.is

Innlent »

Búið að loka upp í turninn

20:17 Næsta mánuðinn verður ekki hægt að komast upp í Hallgrímskirkjuturn þar sem verið er að skipta um lyftu í turninum. Allt að þúsund manns fara upp í turninn á degi hverjum á þessum árstíma og þeir sem ætluðu upp í dag þurftu því frá að hverfa. Meira »

Fjárhagsleg áhrif „óveruleg“

20:16 Orkuveita Reykjavíkur hefur ítrekað óskað eftir leiðbeiningum frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá ráðuneytinu um hvað leggja skuli til grundvallar við álagningu vatnsgjalds frá því að úrskurður féll í síðasta mánuði þar sem álagning OR á vatnsgjaldi ársins 2016 var úrskurðuð ólögmæt. Meira »

Aðhafast ekki frekar á þessu stigi

19:18 Landsliðsnefnd LH hefur rætt mál knapans Guðmundar Björgvinssonar og harmar að mál sem þessi komi upp, en telur ekki tilefni til þess að aðhafast frekar á þessu stigi, þar sem málið hefur ekki verið endanlega til lykta leitt. Ekki er einsdæmi að eigendur hesta telji sig hlunnfarna í viðskiptum. Meira »

Leiðaráætlun nýs flugfélags tilbúin

17:51 Búið er að útbúa leiðaráætlun fyrir nýtt flugfélag sem Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels, er í forsvari fyrir. Hann segir vinnu í fullum gangi en ekki sé hægt að gefa upp tímasetningu á því hvenær rekstur geti hafist. Meira »

Álagning OR á vatnsgjaldi ólögmæt

17:41 Álagning Orkuveitu Reykjavíkur á vatnsgjaldi ársins 2016 var ólögmæt. Þetta kemur fram í nýlegum úrskurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna stjórnsýslukæru vegna álagningar OR á vatnsgjaldi ársins 2016. Í kjölfar úrskurðarins hefur ráðuneytið ákveðið að taka til skoðunar gjaldskrár allra sveitarfélaga, sem settar hafa verið á grundvelli laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004. Meira »

Embætti landlæknis flýr mygluna

17:14 Embætti landlæknis flytur starfsemi sína frá Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg á Rauðarárstíg 10. Um er að ræða tímabundið húsnæði fyrir starfsemina en mygla í húsnæði embættisins á Barónsstíg er ástæða flutninganna. Meira »

Fylgjast náið með veikindum hrossa

17:03 Matvælastofnun fylgist náið með veikindum hrossa þessa dagana en nokkuð er um veikindi í hrossum um þessar mundir, einkum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Vesturlandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni. Meira »

Tólf þúsund tonn á land og meira á leiðinni

16:50 Komin eru á land um tólf þúsund tonn af kolmunna í verksmiðjur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Veiðin hefur verið þokkaleg að undanförnu og vinnsla gengið mjög vel. Meira »

Eldur í lyftu í fjölbýlishúsi í Árbæ

16:27 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan fjögur vegna elds í fjölbýlishúsi í Vallarási í Árbæ. Eldurinn kom upp í lyftu í húsinu. Meira »

Engin þingveisla þetta vorið

15:54 Engin hefðbundin þingveisla verður haldin í vor hjá alþingismönnum eins og hefð hefur verið fyrir. Steingrímur J. Sigfússon þingforseti segir að ekki hafi tekist að finna dagsetningu sem hentaði. Meira »

Formaður hefði viljað betri þátttöku

15:17 14,9% félagsmanna í Verkalýðsfélagi Grindavíkur höfðu greitt atkvæði um nýjan kjarasamning kl. 11.30 í dag. Alls greiða um 800 atkvæði um samninginn og um helmingur þeirra er af erlendum uppruna. Meira »

Grunuð um sölu og dreifingu fíkniefna

15:11 Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á umtalsvert magn kannabisefnis og amfetamíns í húsleit sem gerð var í íbúðarhúsnæði að fenginni heimild síðastliðinn föstudag. Fíkniefnin fundust í neyslupakkningum víðsvegar um íbúðina. Meira »

Hálendisvegum lokað fyrir umferð

15:10 Ekki er útlit fyrir að hægt verði að opna fyrir umferð um Fjaðrárgljúfur og Skógaheiði fyrr en 1. júní. Þá hefur Vegagerðin lokað flestum hálendisvegum vegna aurbleytu. Þetta staðfestir Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, í samtali við mbl.is. Meira »

Telur Isavia ekki vinna í góðri trú

14:30 „Viðbrögð og viðmót Isavia og fulltrúa þess finnst okkur ekki bera vott um að þeir séu að vinna í góðri trú,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, við mbl.is eftir að fyrirtaka í máli félagsins gegn Isavia fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Meira »

Lýst eftir manni sem sá líklega árekstur

13:59 Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir manni, sem sá líklega minni háttar árekstur á bílaplaninu við Glerártorg á Akureyri 15. apríl síðastliðinn kl. 16:20. Áreksturinn átti sér stað við innganginn að Rúmfatalagernum. Meira »

Of snemmt að ræða breytingar á Isavia

13:56 Of snemmt er að tala um hvaða nýju áherslubreytingar stjórn Isavia muni boða á rekstri félagsins eftir brotthvarf Björns Óla Haukssonar úr starfi forstjóra í síðustu viku. Þá er augljóst að hin stóra þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar muni taka mið af breytingum á rekstrarumhverfi Isavia. Meira »

David Attenborough á Íslandi

13:13 Sir David Attenborough, náttúrulífssjónvarpsmaðurinn heimsþekkti, er staddur á Íslandi og vinnur að verkefni fyrir breska ríkisútvarpið BBC, með einhverri aðkomu íslenska framleiðslufyrirtækisins True North. Meira »

„Þátttakan er allt of léleg“

12:27 Innan við 10% félagsmanna í stéttarfélaginu Eflingu hafa kosið um nýjan kjarasamning. Hægt er að kjósa til kl. 16 í dag.   Meira »

Eldurinn við Sléttuveg líklega íkveikja

11:35 Talið er að eldurinn sem upp kom í dekkjum og rusli í bílakjallara við Sléttuveg 7 í Reykjavík á sunnudag hafi verið af mannavöldum. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »