Trúir því að bíó geti breytt heiminum

Hrönn Marínósdóttir, stofnandi og stjórnandi RIFF, finnst hún vera lukkunnar ...
Hrönn Marínósdóttir, stofnandi og stjórnandi RIFF, finnst hún vera lukkunnar pamfíll að starf við sitt mesta áhugamál. mbl.is/Eggert

Í veglegum kynningarbæklingi, sem hefur að geyma upplýsingar, viðtöl, fróðleik og dagskrá RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík 2018, segir á einum stað: „Við hjá RIFF trúum því að bíó geti breytt heiminum“. Ekki þarf lengi að ganga að því gruflandi að klásúlan eru runnin undan rifjum Hrannar Marinósdóttur, stofnanda og stjórnanda hátíðarinnar. Enda er hún sanntrúuð.

„Kvikmyndin er gríðarlega sterkur miðill og getur haft heilmikil áhrif á fólk, oft einnig forvarnargildi eins og mynd Baldvins Z, Lof mér að falla, er gott dæmi um. Mér finnst mjög mikilvægt að fá tækifæri til að setjast inn í bíósal í 90 mínútur og kynna mér umfjöllunarefnið frá ýmsum hliðum,“ segir Hrönn og er frekar að vísa í heimildarmyndir en leiknar myndir hvað þetta varðar.

„Margar leiknar bíómyndir taka einnig á alls konar samfélagsmálum og þær fá ríkulegt pláss á hátíðinni. Allar hafa þó skemmtanagildi, enda eftir marga af fremstu leikstjórum heims, sem vita hvernig á að búa til gott bíó. Mér finnst skipta miklu máli að velja myndir sem fjalla um okkar daglega líf eða veita innsýn í líf ýmissa þjóðfélagshópa þannig að við náum að skilja hvert annað og að þær hjálpi okkur að þróa og gera samfélagið betra,“ segir Hrönn. „Kannski svolítið væmið hjá mér, en ég get ekki orðað þetta öðruvísi,“ bætir hún svo við og brosir.

Búin að slíta barnsskónum

Úr nógu er að velja af hvoru tveggja leiknum myndum og heimildarmyndum sem og stuttmyndum. Um 70 myndir frá meira en 30 löndum verða sýndar á hátíðinni, sem fagnar 15 ára afmælinu í ár og laðar að um 20 þúsund innlenda og erlenda gesti ef að líkum lætur. „Unglingurinn er búinn að slíta barnsskónum og er alveg að verða fullorðinn,“ segir móðirin með stolti. Veislan stendur yfir í ellefu daga og hefst fimmtudaginn 27. september með ádeilu- og ævintýramyndinni Donbass, þeirri nýjustu úr smiðju Sergei Loznitsa. „Hann fékk leikstjóraverðlaun fyrir myndina í Cannes og Úkraína valdi hana sem framlag sitt til Óskarsverðlaunanna. Loznitsa er rísandi stórstjarna, sem hefur gert flottar myndir. Að mínu mati ættu allir að sjá þessa mynd,“ segir Hrönn og tekur fram að þrátt fyrir nöturlega lýsinguna sé myndin bráðskemmtileg.

Loznitsa verður meðal fimm heiðursgesta RIFF í ár, hinir eru Jonas Mekas frá Litháen, Laila Pakalnina frá Lettlandi, Shailene Woodley frá Bandaríkjunum og síðast en ekki síst danski leikarinn Mads Mikkelsen. Þau munu sitja fyrir svörum, kynna verk sín og taka þátt í íslenskum Bransadögum og Talent Lab-kvikmyndasmiðjunni, sem haldin eru samhliða.

Mads Mikkelsen spurður spjörunum úr?

„Ég hef fengið símtöl og fyrirspurnir um Mikkelsen frá konum sem ég vissi ekki að hefðu nokkurn áhuga á kvikmyndum, en vilja nú endilega tryggja sér miða á myndirnar með honum og taka þátt í spurt og svarað eftir sýningar.“

Hrönn horfir oft á margar myndir á dag og er búin að sjá flestar myndirnar á hátíðinni. Henni finnst hún lukkunnar pamfíll að starfa við sitt mesta áhugamál. „Við auglýsum eftir myndum og byrjum að safna um leið og RIFF lýkur á haustin og skipuleggjum þá hver horfir á hvað af þeim um eitt þúsund myndum sem yfirleitt berast,“ segir Hrönn.

Greinin í heild birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Innlent »

Saka formann framkvæmdaráðs Pírata um trúnaðarbrest

12:51 Sindri Viborg, sem var kjörinn formaður framkvæmdaráðs Pírata á aðalfundi flokksins fyrir rúmum tveimur vikum, hefur sagt sig úr ráðinu sem og flokknum. Ásamt honum hafa þrír af tíu fulltrúum framkvæmdaráðsins sagt af sér. Eftir sitja sex fulltrúar ásamt áheyrnarfulltrúa. Meira »

„Mjög alvarleg orð frá Hæstarétti“

12:23 Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, segir mikilvægt að halda því til haga að Hæstiréttur hafi gert alvarlegar athugasemdir við embættisfærslur Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í málum tveggja lögreglumanna. Meira »

Voru að atast í fé eiganda síns

11:58 Tvö mál dýrbíta hafa komið inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi undanfarna daga, en mbl.is greindi frá því um helgina að hund­ur hafi gengið laus í Ölfusi fyr­ir um viku og drepið þar hóp fjár. Meira »

Unnur fulltrúi stjórnvalda í loftslagsmálum

11:56 Unni Brá Konráðsdóttur, aðstoðarmanni ríkisstjórnarinnar, verður falið að tryggja samhæfingu loftslagsmála fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Þetta var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að tillögu forsætisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra. Meira »

Tekist á um bótagreiðslu Wow air

11:51 Héraðsdómur Reykjavíkur tekur fyrir mál 71 farþega gegn flugfélaginu Wow air í hádeginu, en að sögn lögmanns farþeganna snýst málið um 400 evra greiðslu sem félagið neitaði að greiða fólkinu þrátt fyrir að 19 klukkustunda seinkun hafi orðið á flugi Wow air frá Varsjá til Íslands í apríl 2016. Meira »

Vill að fatlaðir megi aka á göngugötum

11:43 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, leggur til á fundi borgarstjórnar á eftir að handhöfum stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða verði heimilt að aka um göngugötur í miðborg Reykjavíkur og að leggja bílum sínum í bílastæði á göngugötum. Meira »

Meirihlutinn til útlanda í sumarfríinu

11:22 Tæplega 62% landsmanna ferðuðust til útlanda í sumarfríinu í ár, samkvæmt nýrri könnun Gallup. Er spurningin var fyrst lögð fram fyrir átta árum hafði aðeins þriðjungur Íslendinga ferðast til útlanda um sumarið. Meira »

Ákvörðun um lögbann ekki tekin í dag

10:59 Ákvörðun um hvort lögbann verði sett á vefsíðuna tekjur.is verður ekki tekin í dag. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir að fara þurfi yfir mikinn bunka af skjölum í málinu og að engin ákvörðun liggi fyrir. Meira »

Skemmdu dýptarmæli og hugsanlega vélina

10:34 Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning um að skemmdarverk hefðu verið unnin á báti sem stóð á landi í Vogum. Reyndist vera búið að skemma kompás, dýptarmæli og hugsanlega vél bátsins, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Meira »

Teknir með mikið magn fíkniefna

09:28 Tveir ökumenn, sem lögreglan tók úr umferð í gær og fyrradag vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna, reyndust vera með fíkniefni í fórum sínum. Annar þeirra var með á annan tug gramma af kannabisefnum í bílnum en hinn nokkru minna af sömu efnum. Meira »

Eitt á ekki að útiloka annað

09:01 Fjölskylduráðgjafi segir að það skipti miklu máli hvernig staðið sé að forvörnum og stuðningi við foreldra sem eiga börn í neyslu. Aukin sálfræðiþjónusta og fleiri úrræði á vegum hins opinbera sé af hinu góða en nauðsynlegt sé að þriðji geirinn komi áfram að geðheilbrigðis- og fíkniúrræðum. Meira »

Dómstóla að skera úr um brot á sæmdarrétti

08:38 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, telur ekki við hæfi að hún tjái sig efnislega um afdrif lágmyndar Sigurjóns Ólafssonar á húsinu við Síðumúla 20. Vísar ráðherra á höfundarréttarnefnd og telur að það sé dómstóla að skera úr um hvort sæmdarréttur hafi verið brotinn. Meira »

Gæslan auglýsir olíu til sölu

07:57 Landhelgisgæsla Íslands hefur á vef Ríkiskaupa auglýst til sölu olíu. Um er að ræða um 300.000 lítra af flugvélaeldsneyti (steinolíu) og er hún geymd í austur olíubirgðastöð Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Keflavíkurflugvelli. Meira »

Lægðirnar bíða í röðum

06:38 Umhleypingasamir dagar fram undan enda liggja lægðirnar í röðum eftir því að komast til okkar en þetta er ansi algeng staða á haustin að lægðagangur sé mikill, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Hauwa Liman var drepin í nótt

06:24 Vígamenn úr sveitum Boko Haram drápu Hauwa Liman sem starfaði fyrir Rauða krossinn í Nígeríu í nótt. Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins, fjallaði um mál starfssystur sinnar í erindi í Háskóla Íslands í gær. Hún var 24 ára gömul þegar hún var drepin. Meira »

Þriðjungur utan þjóðkirkju

05:51 Alls voru 65,6% landsmanna sem búsettir eru hér á landi skráðir í Þjóðkirkjuna 1. október síðastliðinn eða 233.062. Frá 1. desember 2017 hefur þeim fækkað um 2.029 manns eða 0,9%. Meira »

Samfylkingin missir fylgi

05:47 Samfylkingin tapar mestu fylgi allra borgarstjórnarflokkanna samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Meirihlutinn myndi halda velli ef kosið yrði að nýju en VG og Píratar bæta við sig fylgi. Meira »

800 milljóna framúrkeyrsla

05:30 Mikil framúrkeyrsla Félagsbústaða við viðhald á fjölbýlishúsinu Írabakka 2-16 er þriðja málið af því tagi sem upp kemur á stuttum tíma hjá Reykjavíkurborg. Hin eru mikill kostnaður við breytingar á biðstöð Strætó á Hlemmi í Mathöll og endurbætur á bragganum í Nauthólsvík. Meira »

Segir svæðið mettað

05:30 Reykjanesbær hefur hafnað beiðni Útlendingastofnunar um að veita fleiri hælisleitendum þjónustu og þar með að stækka núgildandi samning bæjarins við stofnunina. Meira »
Íbúð til leigu á Seltjarnarnesi
Íbúð í einbýlishúsi með sérinngangi. Óskum eftir snyrtilegum, reyklausum og tr...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Bókhaldsþjónusta
Langar þig að losna við bókhaldið? Tek að mér bókhald, reikningagerð, launabókha...
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Slakaðu á og láttu þer líða vel.Nudd er fyrir likamlega og andlega vellíðan. ...