Trúir því að bíó geti breytt heiminum

Hrönn Marínósdóttir, stofnandi og stjórnandi RIFF, finnst hún vera lukkunnar ...
Hrönn Marínósdóttir, stofnandi og stjórnandi RIFF, finnst hún vera lukkunnar pamfíll að starf við sitt mesta áhugamál. mbl.is/Eggert

Í veglegum kynningarbæklingi, sem hefur að geyma upplýsingar, viðtöl, fróðleik og dagskrá RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík 2018, segir á einum stað: „Við hjá RIFF trúum því að bíó geti breytt heiminum“. Ekki þarf lengi að ganga að því gruflandi að klásúlan eru runnin undan rifjum Hrannar Marinósdóttur, stofnanda og stjórnanda hátíðarinnar. Enda er hún sanntrúuð.

„Kvikmyndin er gríðarlega sterkur miðill og getur haft heilmikil áhrif á fólk, oft einnig forvarnargildi eins og mynd Baldvins Z, Lof mér að falla, er gott dæmi um. Mér finnst mjög mikilvægt að fá tækifæri til að setjast inn í bíósal í 90 mínútur og kynna mér umfjöllunarefnið frá ýmsum hliðum,“ segir Hrönn og er frekar að vísa í heimildarmyndir en leiknar myndir hvað þetta varðar.

„Margar leiknar bíómyndir taka einnig á alls konar samfélagsmálum og þær fá ríkulegt pláss á hátíðinni. Allar hafa þó skemmtanagildi, enda eftir marga af fremstu leikstjórum heims, sem vita hvernig á að búa til gott bíó. Mér finnst skipta miklu máli að velja myndir sem fjalla um okkar daglega líf eða veita innsýn í líf ýmissa þjóðfélagshópa þannig að við náum að skilja hvert annað og að þær hjálpi okkur að þróa og gera samfélagið betra,“ segir Hrönn. „Kannski svolítið væmið hjá mér, en ég get ekki orðað þetta öðruvísi,“ bætir hún svo við og brosir.

Búin að slíta barnsskónum

Úr nógu er að velja af hvoru tveggja leiknum myndum og heimildarmyndum sem og stuttmyndum. Um 70 myndir frá meira en 30 löndum verða sýndar á hátíðinni, sem fagnar 15 ára afmælinu í ár og laðar að um 20 þúsund innlenda og erlenda gesti ef að líkum lætur. „Unglingurinn er búinn að slíta barnsskónum og er alveg að verða fullorðinn,“ segir móðirin með stolti. Veislan stendur yfir í ellefu daga og hefst fimmtudaginn 27. september með ádeilu- og ævintýramyndinni Donbass, þeirri nýjustu úr smiðju Sergei Loznitsa. „Hann fékk leikstjóraverðlaun fyrir myndina í Cannes og Úkraína valdi hana sem framlag sitt til Óskarsverðlaunanna. Loznitsa er rísandi stórstjarna, sem hefur gert flottar myndir. Að mínu mati ættu allir að sjá þessa mynd,“ segir Hrönn og tekur fram að þrátt fyrir nöturlega lýsinguna sé myndin bráðskemmtileg.

Loznitsa verður meðal fimm heiðursgesta RIFF í ár, hinir eru Jonas Mekas frá Litháen, Laila Pakalnina frá Lettlandi, Shailene Woodley frá Bandaríkjunum og síðast en ekki síst danski leikarinn Mads Mikkelsen. Þau munu sitja fyrir svörum, kynna verk sín og taka þátt í íslenskum Bransadögum og Talent Lab-kvikmyndasmiðjunni, sem haldin eru samhliða.

Mads Mikkelsen spurður spjörunum úr?

„Ég hef fengið símtöl og fyrirspurnir um Mikkelsen frá konum sem ég vissi ekki að hefðu nokkurn áhuga á kvikmyndum, en vilja nú endilega tryggja sér miða á myndirnar með honum og taka þátt í spurt og svarað eftir sýningar.“

Hrönn horfir oft á margar myndir á dag og er búin að sjá flestar myndirnar á hátíðinni. Henni finnst hún lukkunnar pamfíll að starfa við sitt mesta áhugamál. „Við auglýsum eftir myndum og byrjum að safna um leið og RIFF lýkur á haustin og skipuleggjum þá hver horfir á hvað af þeim um eitt þúsund myndum sem yfirleitt berast,“ segir Hrönn.

Greinin í heild birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Búið að loka upp í turninn

20:17 Næsta mánuðinn verður ekki hægt að komast upp í Hallgrímskirkjuturn þar sem verið er að skipta um lyftu í turninum. Allt að þúsund manns fara upp í turninn á degi hverjum á þessum árstíma og þeir sem ætluðu upp í dag þurftu því frá að hverfa. Meira »

Fjárhagsleg áhrif úrskurðarins „óveruleg“

20:16 Orkuveita Reykjavíkur hefur ítrekað óskað eftir leiðbeiningum frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá ráðuneytinu um hvað leggja skuli til grundvallar við álagningu vatnsgjalds frá því að úrskurður féll í síðasta mánuði þar sem álagning OR á vatnsgjaldi ársins 2016 var úrskurðuð ólögmæt. Meira »

Aðhafast ekki frekar á þessu stigi

19:18 Landsliðsnefnd LH hefur rætt mál knapans Guðmundar Björgvinssonar og harmar að mál sem þessi komi upp, en telur ekki tilefni til þess að aðhafast frekar á þessu stigi, þar sem málið hefur ekki verið endanlega til lykta leitt. Ekki er einsdæmi að eigendur hesta telji sig hlunnfarna í viðskiptum. Meira »

Leiðaráætlun nýs flugfélags tilbúin

17:51 Búið er að útbúa leiðaráætlun fyrir nýtt flugfélag sem Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels, er í forsvari fyrir. Hann segir vinnu í fullum gangi en ekki sé hægt að gefa upp tímasetningu á því hvenær rekstur geti hafist. Meira »

Álagning OR á vatnsgjaldi ólögmæt

17:41 Álagning Orkuveitu Reykjavíkur á vatnsgjaldi ársins 2016 var ólögmæt. Þetta kemur fram í nýlegum úrskurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna stjórnsýslukæru vegna álagningar OR á vatnsgjaldi ársins 2016. Í kjölfar úrskurðarins hefur ráðuneytið ákveðið að taka til skoðunar gjaldskrár allra sveitarfélaga, sem settar hafa verið á grundvelli laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004. Meira »

Embætti landlæknis flýr mygluna

17:14 Embætti landlæknis flytur starfsemi sína frá Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg á Rauðarárstíg 10. Um er að ræða tímabundið húsnæði fyrir starfsemina en mygla í húsnæði embættisins á Barónsstíg er ástæða flutninganna. Meira »

Fylgjast náið með veikindum hrossa

17:03 Matvælastofnun fylgist náið með veikindum hrossa þessa dagana en nokkuð er um veikindi í hrossum um þessar mundir, einkum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Vesturlandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni. Meira »

Tólf þúsund tonn á land og meira á leiðinni

16:50 Komin eru á land um tólf þúsund tonn af kolmunna í verksmiðjur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Veiðin hefur verið þokkaleg að undanförnu og vinnsla gengið mjög vel. Meira »

Eldur í lyftu í fjölbýlishúsi í Árbæ

16:27 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan fjögur vegna elds í fjölbýlishúsi í Vallarási í Árbæ. Eldurinn kom upp í lyftu í húsinu. Meira »

Engin þingveisla þetta vorið

15:54 Engin hefðbundin þingveisla verður haldin í vor hjá alþingismönnum eins og hefð hefur verið fyrir. Steingrímur J. Sigfússon þingforseti segir að ekki hafi tekist að finna dagsetningu sem hentaði. Meira »

Formaður hefði viljað betri þátttöku

15:17 14,9% félagsmanna í Verkalýðsfélagi Grindavíkur höfðu greitt atkvæði um nýjan kjarasamning kl. 11.30 í dag. Alls greiða um 800 atkvæði um samninginn og um helmingur þeirra er af erlendum uppruna. Meira »

Grunuð um sölu og dreifingu fíkniefna

15:11 Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á umtalsvert magn kannabisefnis og amfetamíns í húsleit sem gerð var í íbúðarhúsnæði að fenginni heimild síðastliðinn föstudag. Fíkniefnin fundust í neyslupakkningum víðsvegar um íbúðina. Meira »

Hálendisvegum lokað fyrir umferð

15:10 Ekki er útlit fyrir að hægt verði að opna fyrir umferð um Fjaðrárgljúfur og Skógaheiði fyrr en 1. júní. Þá hefur Vegagerðin lokað flestum hálendisvegum vegna aurbleytu. Þetta staðfestir Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, í samtali við mbl.is. Meira »

Telur Isavia ekki vinna í góðri trú

14:30 „Viðbrögð og viðmót Isavia og fulltrúa þess finnst okkur ekki bera vott um að þeir séu að vinna í góðri trú,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, við mbl.is eftir að fyrirtaka í máli félagsins gegn Isavia fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Meira »

Lýst eftir manni sem sá líklega árekstur

13:59 Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir manni, sem sá líklega minni háttar árekstur á bílaplaninu við Glerártorg á Akureyri 15. apríl síðastliðinn kl. 16:20. Áreksturinn átti sér stað við innganginn að Rúmfatalagernum. Meira »

Of snemmt að ræða breytingar á Isavia

13:56 Of snemmt er að tala um hvaða nýju áherslubreytingar stjórn Isavia muni boða á rekstri félagsins eftir brotthvarf Björns Óla Haukssonar úr starfi forstjóra í síðustu viku. Þá er augljóst að hin stóra þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar muni taka mið af breytingum á rekstrarumhverfi Isavia. Meira »

David Attenborough á Íslandi

13:13 Sir David Attenborough, náttúrulífssjónvarpsmaðurinn heimsþekkti, er staddur á Íslandi og vinnur að verkefni fyrir breska ríkisútvarpið BBC, með einhverri aðkomu íslenska framleiðslufyrirtækisins True North. Meira »

„Þátttakan er allt of léleg“

12:27 Innan við 10% félagsmanna í stéttarfélaginu Eflingu hafa kosið um nýjan kjarasamning. Hægt er að kjósa til kl. 16 í dag.   Meira »

Eldurinn við Sléttuveg líklega íkveikja

11:35 Talið er að eldurinn sem upp kom í dekkjum og rusli í bílakjallara við Sléttuveg 7 í Reykjavík á sunnudag hafi verið af mannavöldum. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
Klettar - Heilsárshús - 80fm + 49fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...