Trúir því að bíó geti breytt heiminum

Hrönn Marínósdóttir, stofnandi og stjórnandi RIFF, finnst hún vera lukkunnar ...
Hrönn Marínósdóttir, stofnandi og stjórnandi RIFF, finnst hún vera lukkunnar pamfíll að starf við sitt mesta áhugamál. mbl.is/Eggert

Í veglegum kynningarbæklingi, sem hefur að geyma upplýsingar, viðtöl, fróðleik og dagskrá RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík 2018, segir á einum stað: „Við hjá RIFF trúum því að bíó geti breytt heiminum“. Ekki þarf lengi að ganga að því gruflandi að klásúlan eru runnin undan rifjum Hrannar Marinósdóttur, stofnanda og stjórnanda hátíðarinnar. Enda er hún sanntrúuð.

„Kvikmyndin er gríðarlega sterkur miðill og getur haft heilmikil áhrif á fólk, oft einnig forvarnargildi eins og mynd Baldvins Z, Lof mér að falla, er gott dæmi um. Mér finnst mjög mikilvægt að fá tækifæri til að setjast inn í bíósal í 90 mínútur og kynna mér umfjöllunarefnið frá ýmsum hliðum,“ segir Hrönn og er frekar að vísa í heimildarmyndir en leiknar myndir hvað þetta varðar.

„Margar leiknar bíómyndir taka einnig á alls konar samfélagsmálum og þær fá ríkulegt pláss á hátíðinni. Allar hafa þó skemmtanagildi, enda eftir marga af fremstu leikstjórum heims, sem vita hvernig á að búa til gott bíó. Mér finnst skipta miklu máli að velja myndir sem fjalla um okkar daglega líf eða veita innsýn í líf ýmissa þjóðfélagshópa þannig að við náum að skilja hvert annað og að þær hjálpi okkur að þróa og gera samfélagið betra,“ segir Hrönn. „Kannski svolítið væmið hjá mér, en ég get ekki orðað þetta öðruvísi,“ bætir hún svo við og brosir.

Búin að slíta barnsskónum

Úr nógu er að velja af hvoru tveggja leiknum myndum og heimildarmyndum sem og stuttmyndum. Um 70 myndir frá meira en 30 löndum verða sýndar á hátíðinni, sem fagnar 15 ára afmælinu í ár og laðar að um 20 þúsund innlenda og erlenda gesti ef að líkum lætur. „Unglingurinn er búinn að slíta barnsskónum og er alveg að verða fullorðinn,“ segir móðirin með stolti. Veislan stendur yfir í ellefu daga og hefst fimmtudaginn 27. september með ádeilu- og ævintýramyndinni Donbass, þeirri nýjustu úr smiðju Sergei Loznitsa. „Hann fékk leikstjóraverðlaun fyrir myndina í Cannes og Úkraína valdi hana sem framlag sitt til Óskarsverðlaunanna. Loznitsa er rísandi stórstjarna, sem hefur gert flottar myndir. Að mínu mati ættu allir að sjá þessa mynd,“ segir Hrönn og tekur fram að þrátt fyrir nöturlega lýsinguna sé myndin bráðskemmtileg.

Loznitsa verður meðal fimm heiðursgesta RIFF í ár, hinir eru Jonas Mekas frá Litháen, Laila Pakalnina frá Lettlandi, Shailene Woodley frá Bandaríkjunum og síðast en ekki síst danski leikarinn Mads Mikkelsen. Þau munu sitja fyrir svörum, kynna verk sín og taka þátt í íslenskum Bransadögum og Talent Lab-kvikmyndasmiðjunni, sem haldin eru samhliða.

Mads Mikkelsen spurður spjörunum úr?

„Ég hef fengið símtöl og fyrirspurnir um Mikkelsen frá konum sem ég vissi ekki að hefðu nokkurn áhuga á kvikmyndum, en vilja nú endilega tryggja sér miða á myndirnar með honum og taka þátt í spurt og svarað eftir sýningar.“

Hrönn horfir oft á margar myndir á dag og er búin að sjá flestar myndirnar á hátíðinni. Henni finnst hún lukkunnar pamfíll að starfa við sitt mesta áhugamál. „Við auglýsum eftir myndum og byrjum að safna um leið og RIFF lýkur á haustin og skipuleggjum þá hver horfir á hvað af þeim um eitt þúsund myndum sem yfirleitt berast,“ segir Hrönn.

Greinin í heild birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Innlent »

Eyða nær fimmfalt meira í Reykjavík en á Hvammstanga

08:18 Töluverður munur er á útgjöldum ferðamanna eftir því hvaða staði á landinu þeir heimsækja.  Meira »

Stór skjálfti í Bárðarbungu

08:00 Jarðskjálfti sem mældist 3,6 stig varð núna rétt fyrir klukkan sjö í morgun í Bárðarbunguöskjunni.  Meira »

Sala á gulum vestum hefur tekið kipp

07:37 Sala á gulum vestum í verslun Húsasmiðjunnar í Kjalarvogi hefur tekið kipp, segir Finnur Guðmundsson, framkvæmdastjóri fagsölusviðs Húsasmiðjunnar. Meira »

Fer langleiðina í 50 metra á sekúndu

06:56 Spáð er miklu hvassviðri í dag og undir kvöld verður kominn austanstormur eða -rok allra syðst á landinu og gætu hviður farið langleiðina upp undir 50 m/s á þeim slóðum. Annars staðar verður þetta meira 15-23 og hviður að 35-40 m/s samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Nýtt netaverkstæði rís í Neskaupstað

06:00 Framkvæmdir standa yfir við nýtt netaverkstæði Fjarðanets í Neskaupstað. Er áætlað að það verði tilbúið í mars á næsta ári. Nýja verkstæðið verður mun stærra en það gamla og mun tilkoma þess leiða til algjörrar byltingar í starfsemi og þjónustumöguleikum Fjarðanets á Austurlandi. Þetta segir Jón Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri Fjarðanets. Meira »

Vara við grunsamlegum mannaferðum

05:59 Lögreglan á Norðurlandi eystra varar fólk við grunsamlegum mannaferðum í þéttbýli sem dreifbýli en tilkynnt var um tvö innbrot á Akureyri um helgina og nokkuð um tilkynningar vegna grunsamlegra mannaferða við sveitarbæ í umdæminu. Meira »

Ferðaþjónusta í nýtt útboð

05:30 Á fundi bæjarráðs Kópavogs í síðustu viku var lagt fram erindi frá sviðsstjóra velferðarsviðs þar sem óskað var eftir heimild bæjarráðs til að mega leysa Efstahól ehf. undan samningi um ferðaþjónustu fatlaðra ásamt erindi Efstahóls vegna málsins. Meira »

Styðja við fjölmiðla

05:30 Samning frumvarps um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er langt komin og er stefnt að því að kynna frumvarpsdrögin í Samráðsgáttinni í janúar, að sögn Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Meira »

Ríkið mun ekki bæta miklu við

05:30 „Á næstu árum mun fólki á eftirlaunum fjölga meira en fólki á vinnumarkaði. Kostnaður ríkissjóðs vegna aldurstengdra sjúkdóma og þjónustu við aldraða mun að öllum líkindum aukast. Þeir sem hætta að vinna geta því ekki búist við að hið opinbera bæti miklu við eftirlaunin.“ Meira »

Heklugosin hafi fyrirvara

05:30 Fjölgun nákvæmra mælitækja við Heklu á að gera jarðvísindamönnum kleift að sjá óróleika í eldstöðinni fyrir með lengri fyrirvara en áður hefur verið mögulegt. Meira »

Alþingi setur áfram lögin

05:30 „Af minni hálfu stendur ekki til að styðja mál sem felur í sér framsal, hvorki á auðlindum né á meiri háttar ákvarðanatöku um lagaumgjörð fyrir okkur. Hins vegar er því haldið fram að málið mögulega standist ekki stjórnarskrá. Þetta eru atriði sem við viljum fara vandlega yfir. Meira »

Bára í skýrslutöku í héraðsdómi

05:30 Bára Halldórsdóttir, sem sagst hefur standa á bak við upptöku af ósæmilegu framferði þingmanna á barnum Klaustri, hefur verið boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan korter yfir þrjú. Meira »

Viðbrögðin jafn vitlaus og ummælin

Í gær, 22:18 Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir lítinn hóp vinstri manna virðast telja sig dómara um hvað sé siðferðilega rétt og virðist þar taka undir með pistli sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birtir á vef sínum í dag. Meira »

„Allt að því vitlaust veður“ á morgun

Í gær, 21:52 „Það hvessir jafnt og þétt eftir því sem líður á morgundaginn. Eftir kl. 17–18 þá verður þetta orðið helvíti slæmt undir Eyjafjöllunum og allra syðst á landinu en þetta gengur nokkuð hratt yfir þannig að um tíu annað kvöld er strax farið að draga stórlega úr þessu allra syðst,“ segir veðurfræðingur. Meira »

Snjóleysi hefur áhrif á sölu jólatrjáa

Í gær, 20:30 Sala á jólatrjám gengur nokkuð vel þrátt fyrir að landsmenn séu margir hverjir ekki enn komnir í jólaskap sökum snjóleysis og almennra leiðinda þegar kemur að veðri. Normannsþinur og íslensk fura í stærðinni 1,5 – 2 metrar eru vinsælustu tegundirnar. Forseti Íslands keypti sér danskt jólatré. Meira »

Gefa geitur, skólastofur og smokka

Í gær, 19:45 Um árabil hefur verið hægt að styrkja góð málefni um hátíðirnar með gjafabréfum. Sífellt bætist í flóruna og verkefnin sem hægt er að styrkja eru mörg. Salan er mikilvæg fjáröflun fyrir samtök og stofnanir á borð við Hjálparstarf kirkjunnar, UNICEF á Íslandi og UNWomen. Meira »

Hálkan lúmsk á Norðurlandi

Í gær, 18:50 „Þetta er ekki að fólk sé illa búið eða glæfraakstur sem veldur. Þetta er aðallega hversu lúmsk hálkan er,“ segir Hilmar Hilmarsson, lögreglumaður á Norðurlandi vestra, í samtali við mbl.is. Fimm umferðaróhöpp hafa átt sér stað í umdæminu um helgina og er aðallega um bílveltur að ræða. Engin alvarleg slys hafa orðið á fólki. Meira »

Eiga rétt á að velja hvar þeir búa

Í gær, 18:30 Það er klárt brot á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að þvinga einstakling til búsetu einhvers staðar, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. RÚV greindi í gær frá karlmanni með alvarlegan geðsjúkdóm sem var komið fyrir á sveitabæ á Austurlandi því ekki voru önnur úrræði í boði. Meira »

„Milljón væri stórsigur“

Í gær, 18:00 Söfnun sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir Frú Ragnheiði sem fer fram með vikulöngum róðri í verslun Under Armour í Kringlunni gengur gríðarlega vel og upphaflega markmiðinu hefur þegar verið náð. Talið er að ríflega sex hundruð þúsund krónur hafi safnast nú þegar og mórallinn er góður. Meira »
Gullsmári Kópavogi
Til leigu er mjög góð 2 herb.reyklaus þjónustuíbúð fyrir 60 ára og eldri á 7. hæ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Við kaup og sölu fasteigna.
Ertu í söluhugleiðingum. Hafðu þá samband við mig....