Fór hringinn um Ísland á rafhjóli

Sushil fannst landslagið á Öxi tilkomumikið.
Sushil fannst landslagið á Öxi tilkomumikið. Ljósmynd/Luis Fourzan

„Ferðin og upplifunin var gríðarlega áhugaverð og einstök fyrir mig enda kem ég frá Indlandi þar sem aðstæður og veðrið er gjörólíkt. Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og olli mér áhyggjum, sérstaklega vindurinn,“ segir Sushil Reddy, stofnandi Sun Pedal Ride, í samtali við mbl.is.

Sushil lauk í dag 11 daga hringferð sinni um Ísland á rafhjóli og var á leiðinni upp á hótelherbergi til að hvíla sig þegar mbl.is náði tali af honum. Hann var því skiljanlega þreyttur en engu að síður léttur í lund eftir frábæra ferð. 

Hringinn hjólaði hann á rafhjóli frá IKEA með sólarsellu á tengivagni sem var notuð til að knýja hjólið. Félagi hans, Luis Fourzan, fylgdi honum eftir á Volkswagen Golf-rafbíl. Í mesta vindinum þurftu þeir að skorða tengivagninn á þaki bílsins.

Bílinn þurfti að hlaða reglulega.
Bílinn þurfti að hlaða reglulega. Ljósmynd/Luis Fourzan

„Ég kem frá Mumbai í Indlandi þar sem hitinn er núna 25 gráður og að koma hingað var sérstakt. Veðrið var slæmt, það var mjög kalt og gríðarlega vindasamt, en eftir að ég náði að venjast því varð þetta allt auðveldara. Ferðin heilt yfir var frábær og mögnuð reynsla,“ segir um ævintýrið.

Regnbogi við Skógafoss.
Regnbogi við Skógafoss. Ljósmynd/Luis Fourzan

Vekur athygli á endurnýjanlegri orku

Tilgangur ferðarinnar var að vekja athygli á vistvænum samgöngum og endurnýjanlegri orku en Sushil, sem er með verkfræðigráðu með áherslu á orkumál, hefur brennandi ástríðu fyrir hjólreiðum og vistvænum orkugjöfum. 

„Ég er mjög áhugasamur um að stuðla að vitundarvakningu meðal almennings um mikilvægi hreinnar orku og vistvænna samgangna. Sjálfbærni er eitthvað sem skiptir mig gríðarlega miklu máli og í raun allt sem tengist verndun plánetunnar,“ útskýrir Sashil.

Sushil er einn fyrirlesara á CHARGE-ráðstefnunni sem haldin verður í Hörpu á morgun og á þriðjudag þar sem fjallað verður um framtíð orkumála. Þar mun hann meðal annars tala um verkefni sitt, Sun Pedal Ride, sem snýst um að vekja athygli á betri nýtingu á sólarorku.

Veðrið sett strik í reikninginn á köflum en var gott ...
Veðrið sett strik í reikninginn á köflum en var gott þess á milli. Ljósmynd/Luis Fourzan

Hringferðin um Ísland var hluti af Sun Pedal Ride-verkefninu og liður í því að vekja athygli á málaflokknum. Sashil hefur þrisvar áður farið í langferð á rafhjóli og var fyrsta ferðin hans um Indland skráð í Heimsmetabók Guinness sem lengsta ferð á rafhjóli. Síðan þá hefur hann hjólað um Frakkland og Bandaríkin.

„Mig langaði að læra um Ísland. Þetta var ný áskorun og ég kann vel við nýjar áskoranir,“ segir Sashil að lokum áður en hann fer upp á hótelherbergi til að hvíla sig fyrir átök morgundagsins.

Sushil Reddy fyrir utan Hörpu.
Sushil Reddy fyrir utan Hörpu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sækist eftir embætti 2. varaforseta ASÍ

09:14 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, gefur kost á sér í embætti 2. varaforseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í næstu viku. Meira »

Landsmenn stefna í 436 þúsund

09:07 Ætla má að íbúar landsins verði 436 þúsund árið 2067 samkvæmt miðspá Hagstofunnar um þróun mannfjöldans. Til samanburðar var mannfjöldinn 348 þúsund 1. janúar 2018. Meira »

Ráðgjafanefnd um blóðabankaþjónustu

08:57 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu.  Meira »

Bjarg óskar eftir samstarfi við sveitarfélög

08:50 Bjarg íbúðafélag hefur óskað eftir viðræðum við Garðabæ, Mosfellsbæ, Kópavog og Seltjarnarnes um lóðir og stofnframlag vegna byggingar almennra íbúða í bæjarfélögunum. Bjarg er húsnæðissjálfseignastofnun, stofnuð af ASÍ og BSRB. Meira »

Níða Jón Steinar á lokuðu vefsvæði

08:35 „Þetta er fólk sem greinilega kýs að taka enga ábyrgð á skoðunum sínum og tjáningu jafnvel þó að einhverjar þúsundir manna hlusti á,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar fer hann yfir ummæli sem hafa fallið á lokuðu vefsvæði á Facebook um hann. Meira »

Herskip NATO áberandi í höfnum

08:18 Herskip á vegum Atlantshafsbandalagsins, NATO, eru um þessar mundir áberandi í höfnum á höfuðborgarsvæðinu. Eru skipin hingað komin vegna Trident Juncture, umfangsmestu heræfingar Atlantshafsbandalagsins frá árinu 2015, sem haldin verður á Norður-Atlantshafi og í Noregi á næstunni. Meira »

Óraunhæfar launakröfur hafi veikt gengið

07:57 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir tilkynningar frá áhyggjufullum félagsmönnum streyma inn út af veikingu krónu. Meira »

Lægra þorskverð en krafa um hærri laun

07:37 „Stórsókn er hafin af hálfu verkalýðshreyfingarinnar í baráttu fyrir hækkun lágmarkslauna,“ sagði Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, í ræðu á aðalfundi í gær. Meira »

Engin skotfæri leyfð á æfingunni

07:19 Lögreglan á Suðurlandi segir að í dag og á morgun muni hópar bandarískra hermanna vera með gönguæfingar í Þjórsárdal. Hermenn þessir verða klæddir í hermannafatnað og bera vopn, óhlaðin, en engin skotfæri eru leyfð á þessari æfingu. Meira »

Spá allt að 40 m/s

06:58 Varað er við miklu hvassviðri í nótt og á morgun. Útlit er fyrir suðvestan 15-23 metra á sekúndu en vindhviður til fjalla, einkum á Vestfjörðum, Tröllaskaga og á Austfjörðum, geta náð allt að 40 m/s seint annað kvöld. Meira »

34% keyptu kókaín

05:30 Verð á sterkum verkjalyfjum „á götunni“ hefur lækkað undanfarna mánuði. Þetta kemur fram í mánaðarlegri könnun SÁÁ á verðlagi á ólöglegum vímuefnum. Meira »

Hættir að þjónusta göng um Húsavíkurhöfða

05:30 Vegagerðin hefur tilkynnt sveitarstjórn Norðurþings að hún muni hætta að þjónusta göngin um Húsavíkurhöfða um næstu mánaðamót. Verður því væntanlega slökkt á lýsingu í göngunum og enginn snjór mokaður í vetur. Meira »

Yfir 5.000 farþegar frá Bretlandi

05:30 Breska ferðaskrifstofan Super Break mun meira en tvöfalda flugframboð sitt frá Bretlandi til Akureyrar í vetur. Hún fjölgar ferðum þannig að ferðatímabilið verður lengra og notar einnig heldur stærri flugvélar. Meira »

Brunatrygging lausafjár gegn náttúruhamförum

05:30 Mikilvægt er að fólk sé með lausafé brunatryggt vilji það fá bætt tjón á innbúi og lausafé vegna náttúruhamfara.  Meira »

Geiteyri eignast Haffjarðará

05:30 Einkahlutafélagið Geiteyri hefur eignast eina þekktustu laxveiðiá landsins, Haffjarðará á Snæfellsnesi, að fullu.   Meira »

Tvær þyrlur á nýju ári

05:30 Landhelgisgæsla Íslands tekur á móti tveimur nýlegum leiguþyrlum á næsta ári. Þyrlurnar koma frá Noregi og eru af gerðinni Airbus H225 Super Puma, en þær munu koma í staðinn fyrir TF-GNA og TF-SYN. Meira »

Icelandair taldi gengið ósjálfbært

05:30 „Við höfum gert ráð fyrir að staða krónunnar undanfarin ár væri ósjálfbær. Við höfum átt von á einhverri veikingu. Hún er að koma fram núna,“ segir Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group. Meira »

„Dónaskapur“ að fresta framkvæmdum

Í gær, 22:02 Bæjarráð Kópavogs hefur lýst yfir vonbrigðum með nýja samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2033 og segir frestun á framkvæmdum við Arnarnesveg til ársins 2024 vera dónaskap. Meira »

„Algjörlega óboðleg vinnubrögð“

Í gær, 21:39 „Ég átta mig ekki á því hvort þetta sé einskært þekkingarleysi, eða hvort þeim finnist einfaldlega í lagi að breyta lögunum að eigin vild. Þetta eru náttúrulega algjörlega óboðleg vinnubrögð, í félagi sem fer með hagsmunagæslu okkar og á að starfa í umboði okkar, að það sé ekki meira gegnsæi til staðar.“ Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Nudd - Rafbekkkur 193.000 Tilboð:179.000 út okt
Egat Standard. Nudd Rafbekkur Verð 193.000 Tilboð:179.000 út okt Lyftir 204 kg...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Tvær 12 fm. skrifstofur til leigu í nágrenni við Hlemm. Geta leigst saman. Aðgan...