Forsetinn mætti á Bangsaspítalann

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fylgdi börnum sínum og böngsum …
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fylgdi börnum sínum og böngsum þeirra á Bangsaspítalann á Heilsugæslunni í Sólvangi í dag. Ljósmynd/Teitur Ari Theodórsson

Hlúð var að veikum og slösuðum böngsum á Bangsaspítalanum í dag sem starfræktur var á þremur heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu. Á Bangsaspítalann lagði fjöldi barna leið sína til þess að fylgja böngsunum sínum til læknis og meira að segja lét forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sig ekki vanta á Bangsaspítalann.

Bangsaspítalinn, sem lýðheilsufélag læknanema stendur fyrir, er haldinn ár hvert og er krökkum boðið að koma þangað til þess að sækja alhliða læknisaðstoð fyrir bangsana sína. Sumir bangsarnir þurftu á plástri að halda eða öndunarhlustun og enn aðrir þurftu að fara í röntgenmyndatöku.

Frá Bangsaspítalanum í dag.
Frá Bangsaspítalanum í dag. Haraldur Jónasson/Hari

Bangsaspítalinn er haldinn til þess að fyrirbyggja hræðslu barna gagnvart heilbrigðiskerfinu, stuðla að jákvæðu viðhorfi barna gagnvart heilbrigðisstarfsfólki og veita þeim innsýn í heilbrigðisstarfsemi. Þá er Bangsaspítalinn jafnframt hugsaður sem samskiptaæfing fyrir fyrsta árs læknanema í að ræða við börn. 

Frá Bangsaspítalanum í dag.
Frá Bangsaspítalanum í dag. mbl.is/​Hari
Frá Bangsaspítalanum í dag. Þessi bangsi þurfti á sárabindi að …
Frá Bangsaspítalanum í dag. Þessi bangsi þurfti á sárabindi að halda. mbl.is/​Hari
Frá Bangsaspítalanum í dag.
Frá Bangsaspítalanum í dag. Haraldur Jónasson/Hari
Frá Bangsaspítalanum í dag.
Frá Bangsaspítalanum í dag. mbl.is/​Hari
Frá Bangsaspítalanum í dag.
Frá Bangsaspítalanum í dag. mbl.is/​Hari
Frá Bangsaspítalanum í dag.
Frá Bangsaspítalanum í dag. mbl.is/​Hari
Frá Bangsaspítalanum í dag.
Frá Bangsaspítalanum í dag. mbl.is/​Hari
Frá Bangsaspítalanum í dag.
Frá Bangsaspítalanum í dag. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert