Umhleypingar í kortunum

Veðurútlit á hádegi í dag, sunnudag.
Veðurútlit á hádegi í dag, sunnudag.

Veðrið verður með rólegasta móti í dag með suðvestlægri átt, 3-8 m/s. Léttskýjað verður eystra, en þykknar upp með smá vætu sunnan og vestan til með morgninum. Hiti verður á bilinu 2-8 stig að deginum, mildast syðst.

Í nótt verður síðan vaxandi sunnan- og svo suðvestanátt, 10-18 m/s, með rigningu. Lengst af verður vindur þó hægari norðaustan til og þurrt. Seinni hluta morgundagsins mun svo taka að lægja, þó búast megi við skúrum.

Veður næstu vikuna mun þá verða umhleypingasamt. Þá munu skiptast á mildar og vætusamar, en fremur hvassar sunnan- og suðaustanáttir, og svalari suðvestan- og vestanáttir með skúrum og jafnvel slydduéljum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is