Árshátíð frestað vegna ráðherraafskipta

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.

Árshátíð Stjórnarráðsins, sem fara átti fram 6. október, hefur verið frestað til vors eftir afskipti tveggja ráðherra. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag, sem segir nokkurrar óánægju gæta meðal starfsmanna vegna afskiptasemi ráðherranna.

Þann 6. október nk. verða tíu ár frá sjónvarpsávarpi Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, vegna bankahrunsins. Segir Fréttablaðið að þegar spurst hafi út í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sem sér um skipulagninguna í ár, að árshátíðina ætti að bera upp á þennan dag hafi Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, lýst áhyggjum af dagsetningunni við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Í kjölfarið hafi þær greint skipuleggjendum frá andstöðu sinni og árshátíðinni í framhaldi verið frestað fram á næsta vor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert