Fjör á öllum vígstöðvum í Laugardalnum

Á „BeActive“ deginum stóð þátttakendum til boða að spreyta sig …
Á „BeActive“ deginum stóð þátttakendum til boða að spreyta sig í ýmsum íþróttagreinum. mbl.is/​Hari

„Það er svo ótrúlega mikið annað í boði en þessar hefðbundnu greinar sem eru vinsælar. Það þarf lítið til að kynna sér skemmtilega og öðruvísi hreyfingu og finna sér þannig einhverja skemmtilega grein.“

Þetta segir Hrönn Guðmundsdóttir, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs hjá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands, ÍSÍ. Í gær hófst evrópsk hreyfivika með „BeActive“-deginum í Laugardalnum.

Vatns-zumba og frisbígolf

Í Laugardalnum var fólki boðið upp á að spreyta sig í ýmsum íþróttagreinum. Til að mynda var hægt að prófa vatns-zumba, rathlaup, frisbígolf og stafgöngu. Hrönn var stödd í Laugardalnum þegar blaðamaður tók hana tali í gær.

„Það er búið að vera fjör á öllum vígstöðvum í dag. Það var sérstaklega gaman að sjá fótboltamót Íslandsleika Special Olympics en þar spiluðu ótrúlega flottir krakkar og fólk á öllum aldri fótbolta og tókst mjög vel.“

Sjá samtal við Hrönn í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert