Hissa á sýndareftirliti bankanna

Mótmælafundur herstöðvarandstæðinga á Ingólfstorgi í Reykjavík.
Mótmælafundur herstöðvarandstæðinga á Ingólfstorgi í Reykjavík. mbl.is/Brynjar Gauti

Reikningi í eigu Samtaka hernaðarandstæðinga var lokað hjá Arion banka vegna þess að afrit vantaði af persónuskilríkjum allra stjórnarmanna.

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og hernaðarandstæðingur, vakti athygli á þessu á facebooksíðu sinni um helgina: „Þetta mun vera hluti af baráttunni gegn peningaþvætti. Ruglið í eftirlitsiðnaðinum ríður ekki við einteyming,“ skrifaði hann á facebooksíðuna.

Í Morgunblaðinu í dag segir Stefán að komið hafi upp úr krafsinu þegar samtökin leituðu skýringa á lokun reikningsins að afrit vantaði af gildum persónuskilríkjum nokkurra stjórnarmanna samkvæmt reglum um peningaþvætti. „Þetta er pínkulítið hvimleitt þegar menn fara í svona sýndareftirlit,“ segir Stefán.

„Ég hef lítið verið að stunda alþjóðlegt peningaþvætti en mig brestur ímyndunarafl hvernig þetta getur verið vettvangurin fyrir það hvað menn séu að stoppa og hverju það skilar,“ bætir hann við og segir veltu reikningsins vera um 80.000 kr. á ári

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert