Óska eftir viðræðum um greiðslu bóta

Húsnæði Geymslna var ónýtt eftir eldsvoðann.
Húsnæði Geymslna var ónýtt eftir eldsvoðann. mbl.is/RAX

Lögmaður 43 manna hóps sem leigði geymslur í húsnæðinu sem brann í Miðhrauni í apríl hefur sent bréf til lögmanns Geymslna þar sem umbjóðendur hans krefjast þess að þeim verði afhentir þeir munir sem þeir geymdu í húsnæðinu.

Ef eigendur Geymslna geta ekki orðið við kröfunni mun lögmaðurinn óska eftir viðræðum um bætur handa þeim vegna tjónsins sem þeir urðu fyrir þegar eigur þeirra eyðilögðust í eldsvoðanum, að því er kemur fram í bréfinu.

Ákvæði laga um þjónustukaup 

Þar segir að ábyrgð Geymslna byggist á því að fyrirtækið geymdi munina á sína ábyrgð gegn gjaldi og því beri því að skila þeim til eigenda sinna eða sjá til þess að eigendur geti nálgast þá.

Einnig byggir ábyrgðin á ákvæðum laga um þjónustukaup nr. 42/2000. Samkvæmt þeim fellur ábyrgð á seljanda þjónustu ef hann getur ekki afhent hluti til eigenda, t.d. vegna þess að þeir eyðileggjast í eldsvoða. Vitnað er í lögskýringagögn þar sem tekið er fram að ábyrgðin sé felld á seljanda þjónustu vegna þess að hann eigi þann kost að tryggja fyrir slíku tjóni.

Slökkviliðið berst við eldsvoðann í Miðhrauni í apríl.
Slökkviliðið berst við eldsvoðann í Miðhrauni í apríl. mbl.is/Eggert

Tóku enga húseign á leigu 

Fram kemur að samningar sem víki frá skyldum seljanda slíkrar þjónustu á kostnað seljanda séu ógildir. „Þannig dugar ekki fyrir umbjóðanda yðar að bera því við að hann hafi gert húsaleigusamninga við umbjóðendur mína, enda tóku þeir enga húseign á leigu,“ segir í bréfinu.

Lögmaður hópsins, Guðni Á. Haraldsson hjá Löggarði, bætir við í bréfinu: „Ef umbjóðandi yðar getur orðið við kröfum umbjóðenda minna þá fagna þeir því. Ef ekki þá óska þeir viðræðna við hann um greiðslu bóta sem samsvara því tjóni og þeim kostnaði sem þeir hafa orðið fyrir. Ef ekki þá munu þeir leita réttar síns fyrir dómstólum.“

Frá Miðhrauni eftir eldsvoðann mikla.
Frá Miðhrauni eftir eldsvoðann mikla. mbl.is/RAX

Vilja viðræður í stað dómsmáls

Aðspurður segir Ágúst Valsson, einn forsvarsmanna hópsins, að allar eigurnar þeirra hafi brunnið í eldsvoðanum en í bréfinu er þess krafist formsins vegna að allar eigurnar verði afhentar. „Við viljum að þeir ræði við okkur í staðinn fyrir að þetta fari fyrir dómstóla. Það er einfaldasta og skynsamlegasta leiðin,“ segir Ágúst um eigendur Geymslna.

Hann segir að sumir hafi fengið greiddan frá tryggingafélagi sínu hluta af því tjóni sem þeir urðu fyrir en aðrir ekki. Ef heimilistryggingin dekkar til dæmis 15% og menn hafa verið með eignir upp á 10 milljónir í Geymslum eru bæturnar ekki nálægt því sem ásættanlegt mætti teljast.

Ágúst telur að hópmálsóknin geti kostað 3 til 4 milljónir króna í heildina. Til að byrja með hafi verið miðað við 35 þúsund króna kostnað á mann, ef 80 manna hópur myndi taka þátt. Hann bætir við að margir hafi sent sér skilaboð að undanförnu og á von á að hópurinn muni stækka enn frekar. Hvetur hann fólk til að hafa samband í gegnum Facebook-síðuna Leigutakar hjá Geymslum í Miðhrauni.

mbl.is

Innlent »

Horft verður til hækkana

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir áform ríkisstjórnarinnar um lækkun tekjuskatts verða endurmetin ef samið verði um óábyrgar launahækkanir í komandi kjarasamningum. Meira »

Störfum gæti fækkað um 1.400

05:30 Störfum gæti fækkað um 1.400 á næstu sex mánuðum samkvæmt niðurstöðum nýrrar Gallupkönnunar á meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins. Meira »

Útsvar víða óbreytt á næsta ári

05:30 Reykjavíkurborg og Fjarðabyggð eru einu sveitarfélögin á landinu sem ekki ætla að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta til að milda þau áhrif sem hækkun á fasteignamati um áramótin mun hafa. Meira »

Starfshópur um flugeldamengun

05:30 „Við höfum engin önnur úrræði en að halda okkur innandyra og loka gluggum,“ segir Kjartan Mogensen, formaður Samtaka lungnasjúklinga, um mengun frá flugeldum um hver áramót. Meira »

Varað við mögulegum aurskriðum

Í gær, 23:45 Vegna mikillar rigningar í dag og undanfarna daga á Suðausturlandi og Austfjörðum má búast við auknum líkum á aurskriðum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

„Aquaman“ féll í kramið hjá Ragga

Í gær, 23:32 DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman er ein þeirra jólamynda sem margir hafa beðið spenntir eftir. Myndina var frumsýnd á dögunum og fór Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir síðdegisþáttar K100 á myndina til að gefa formlega umsögn og stjörnugjöf. Meira »

Stóð framar þeim sem ráðinn var

Í gær, 23:03 „Það er óásættanlegt að sérfræðilæknar geti ekki vænst þess að umsóknir þeirra fái faglega umfjöllun óháðra aðila við ráðningar að Landspítala háskólasjúkrahúsi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sérfræðilæknar hafa rekið sig á svipaðar niðurstöður, þó ekki hafi komið til kæru.“ Meira »

Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngunum

Í gær, 21:39 Fylgdarakstur verður í Hvalfjarðargöngunum í kvöld og nótt vegna þrifa frá klukkan 22:00 og til klukkan 7:00 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

„Já, þetta er pínu klikkun"

Í gær, 21:20 „Ég skrifa þetta jafnóðum. Ég er byrjaður að skrifa hana bara strax í janúar,“ segir Víðir Sigurðsson blaðamaður sem skrifaði bókina „Íslenska knattspyrna 2018“. Það var árið 1981 sem fyrsta bókin í þessum flokki leit dagsins ljós. Meira »

Hundrað skjálftar við Herðubreið

Í gær, 21:17 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbungu í Vatnajökli kl. 18:45 í kvöld. Þá hefur smáskjálftahrina staðið yfir í grennd við Herðubreið í dag, en dregið hefur úr tíðni jarðskjálftanna nú undir kvöld. Meira »

Styrktarmót knattspyrnukvenna

Í gær, 21:10 „Við ætlum að styrkja eina fjölskyldu með þessu framtaki okkar“ segir Guðlaug Jónsdóttir fyrrum landsliðskona í knattspyrnu úr KR í síðdegisþætti K100. Þangað mættu hún ásamt Ástu Árnadóttur úr Val, en þær hafa lengi undirbúið þennan viðburð, sem þær vonast til að verði árlegur. Meira »

Örlæti og hjartagæska

Í gær, 20:55 Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, voru með fangið fullt þegar þeir fóru í sinn árlega jólagjafaleiðangur til Kulusuk á Grænlandi síðastliðinn laugardag. Meira »

Að halda áfram og gefast ekki upp

Í gær, 20:32 „Það bráðvantar ömmufélag þar sem maður getur talað um og deilt áhyggjum þegar maður er að klikkast úr hræðslu og líka þegar maður klikkast úr ást,“ segir rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir. Meira »

Ánægja meðal verslunarfólks

Í gær, 20:18 „Það var aðeins smá lægð eftir þessa stóru daga,“ segir Ása Björk Antoníusdóttir, eigandi kvenfataverslunarinnar Hjá Hrafnhildi, og á við stóra afsláttardaga á borð við Svartan föstudag. Síðan þá segir hún jólaverslunina hafa tekið vel við sér og stefni í svipaða sölu og var í fyrra sem var mikil. Meira »

Nokkur ár á teikniborðinu

Í gær, 20:03 „Ég reyni að hafa þetta einfalt, enda er það best og árangursríkast,“ segir Nökkvi Gunnarsson, einn fremsti golfkennari landsins sem gaf út bókina GæðaGolf á dögunum. Meira »

344 ný mál fyrstu 9 mánuðina

Í gær, 19:54 Fyrstu 9 mánuði þessa árs komu 344 ný mál á borð Bjarkarhlíðar – þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Alls komu 235 málanna frá Reykjavík, 33 frá Kópavogi, 31 frá Hafnarfirði, 18 frá Garðabæ, 6 frá Mosfellsbæ og 2 frá Seltjarnarnesi. Meira »

Reykvísk börn læri meira í forritun

Í gær, 19:30 Framboð forritunarnáms og forritunarkennslu í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar mun aukast, samkvæmt tillögu sem samþykkt var samhljóða af fulltrúm allra flokka á fundi borgarstjórnar síðdegis í dag. Meira »

Niðurstaða Landsréttar „mjög sjaldgæf“

Í gær, 18:20 Dómur í enn einu dómsmáli þrotabús EK1923 ehf. gegn Skúla Gunnari Sigfússyni, kenndum við Subway eða félögum í hans eigu, féll á föstudaginn sl. Þá dæmdi Landsréttur Skúla til að greiða 2,3 milljónir í skaðabætur til þrotabúsins þrátt fyrir að hann hefði ekki haft formlega stöðu í félaginu. Skiptastjóri þrotabúsins, Sveinn Andri Sveinsson, segir niðurstöðuna mjög sjaldgæfa. Meira »

Takmarkanir og lokanir á Þorláksmessu

Í gær, 17:56 Nokkuð verður um takmarkanir og lokanir á umferð í miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessu samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg en búast má við fjölda fólks í miðborgina á Þorláksmessu. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...