Óska eftir viðræðum um greiðslu bóta

Húsnæði Geymslna var ónýtt eftir eldsvoðann.
Húsnæði Geymslna var ónýtt eftir eldsvoðann. mbl.is/RAX

Lögmaður 43 manna hóps sem leigði geymslur í húsnæðinu sem brann í Miðhrauni í apríl hefur sent bréf til lögmanns Geymslna þar sem umbjóðendur hans krefjast þess að þeim verði afhentir þeir munir sem þeir geymdu í húsnæðinu.

Ef eigendur Geymslna geta ekki orðið við kröfunni mun lögmaðurinn óska eftir viðræðum um bætur handa þeim vegna tjónsins sem þeir urðu fyrir þegar eigur þeirra eyðilögðust í eldsvoðanum, að því er kemur fram í bréfinu.

Ákvæði laga um þjónustukaup 

Þar segir að ábyrgð Geymslna byggist á því að fyrirtækið geymdi munina á sína ábyrgð gegn gjaldi og því beri því að skila þeim til eigenda sinna eða sjá til þess að eigendur geti nálgast þá.

Einnig byggir ábyrgðin á ákvæðum laga um þjónustukaup nr. 42/2000. Samkvæmt þeim fellur ábyrgð á seljanda þjónustu ef hann getur ekki afhent hluti til eigenda, t.d. vegna þess að þeir eyðileggjast í eldsvoða. Vitnað er í lögskýringagögn þar sem tekið er fram að ábyrgðin sé felld á seljanda þjónustu vegna þess að hann eigi þann kost að tryggja fyrir slíku tjóni.

Slökkviliðið berst við eldsvoðann í Miðhrauni í apríl.
Slökkviliðið berst við eldsvoðann í Miðhrauni í apríl. mbl.is/Eggert

Tóku enga húseign á leigu 

Fram kemur að samningar sem víki frá skyldum seljanda slíkrar þjónustu á kostnað seljanda séu ógildir. „Þannig dugar ekki fyrir umbjóðanda yðar að bera því við að hann hafi gert húsaleigusamninga við umbjóðendur mína, enda tóku þeir enga húseign á leigu,“ segir í bréfinu.

Lögmaður hópsins, Guðni Á. Haraldsson hjá Löggarði, bætir við í bréfinu: „Ef umbjóðandi yðar getur orðið við kröfum umbjóðenda minna þá fagna þeir því. Ef ekki þá óska þeir viðræðna við hann um greiðslu bóta sem samsvara því tjóni og þeim kostnaði sem þeir hafa orðið fyrir. Ef ekki þá munu þeir leita réttar síns fyrir dómstólum.“

Frá Miðhrauni eftir eldsvoðann mikla.
Frá Miðhrauni eftir eldsvoðann mikla. mbl.is/RAX

Vilja viðræður í stað dómsmáls

Aðspurður segir Ágúst Valsson, einn forsvarsmanna hópsins, að allar eigurnar þeirra hafi brunnið í eldsvoðanum en í bréfinu er þess krafist formsins vegna að allar eigurnar verði afhentar. „Við viljum að þeir ræði við okkur í staðinn fyrir að þetta fari fyrir dómstóla. Það er einfaldasta og skynsamlegasta leiðin,“ segir Ágúst um eigendur Geymslna.

Hann segir að sumir hafi fengið greiddan frá tryggingafélagi sínu hluta af því tjóni sem þeir urðu fyrir en aðrir ekki. Ef heimilistryggingin dekkar til dæmis 15% og menn hafa verið með eignir upp á 10 milljónir í Geymslum eru bæturnar ekki nálægt því sem ásættanlegt mætti teljast.

Ágúst telur að hópmálsóknin geti kostað 3 til 4 milljónir króna í heildina. Til að byrja með hafi verið miðað við 35 þúsund króna kostnað á mann, ef 80 manna hópur myndi taka þátt. Hann bætir við að margir hafi sent sér skilaboð að undanförnu og á von á að hópurinn muni stækka enn frekar. Hvetur hann fólk til að hafa samband í gegnum Facebook-síðuna Leigutakar hjá Geymslum í Miðhrauni.

mbl.is

Innlent »

Hugsað sem meira stuð

22:03 Fyrsta 4cross-hjólreiðamótið sem haldið hefur verið í Hlíðarfjalli fer fram á laugardag en Ágúst Örn Pálsson mótsstjóri segir að brautin sé stutt og að keppnisfyrirkomulag eigi að vera skemmtilegt, bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Meira »

Freista þess að keyra flugfarþega

21:44 „Við erum búin að undirbúa okkur og gerum ráð fyrir að vinna eftir plani,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Hann segir vonbrigði að ekki hafi tekist að aflýsa verkföllunum. Meira »

Icelandair hefur viðræður við WOW air

21:22 Í kjölfar tilkynningar frá WOW air um slit viðræðna við Indigo Partners hefur stjórn Icelandair Group samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri félagsins. Meira »

Fá lóðir fyrir 153 íbúðir

20:53 Bjarg, íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar, og Búseti húsnæðissamvinnufélag fá lóðir fyrir 153 íbúðir í næsta áfanga í Bryggjuhverfinu. Bæði félögin eru óhagnaðardrifin húsnæðisfélög. Meira »

Fundi lokið og verkfall á miðnætti

20:35 Fundi verkalýðsfélaganna sex sem eiga í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Sólarhringsverkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðastjóra er enn á dagskrá og hefst á miðnætti. Meira »

Minni tekjur hefðu áhrif á uppbyggingu

20:31 „Til að mögulegt sé að halda áfram nauðsynlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli til þess að uppfylla þjónustumarkmið miðað við núverandi fjölda farþega og til að byggja upp til framtíðar er mikilvægt að núverandi nýting á innviðum Keflavíkurflugvallar minnki ekki.“ Meira »

Tapa 250 milljónum á dag

19:55 Ef allt fer á versta veg og Efling og VR halda verkföllum sínum til streitu tapast 250 milljónir á dag í ferðaþjónustu hér á landi þá daga sem verkföllin standa yfir. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »

Íslenskur heimsmeistari í íssundi

19:35 Það var 21 stigs frost þegar Birna Hrönn Sigurjónsdóttir steig út úr flugvélinni í Múrmansk til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í íssundi, sem þar fór fram. „Maður þarf náttúrulega að vera léttgeggjaður til að vera í þessu,“ segir Birna Hrönn sem fór með sigur af hólmi í sínum aldursflokki. Meira »

Lella í Léttsveitinni og Léttsveiflunum

19:33 Léttsveit Reykjavíkur, fjölmennasti kvennakór landsins með um 120 söngvara, heldur árlega vortónleika í Háskólabíói 9. maí nk. og að vanda verður boðið upp á þétta dagskrá, þar sem Sigga Beinteins, Jógvan Hansen og Guðrún Gunnarsdóttir koma fram sem gestasöngvarar. Meira »

Appelsínugul viðvörun vegna hvassviðris

19:25 Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og á Austurlandi að Glettingi vegna mikils hvassviðris sem er spáð. Meira »

Allt að smella í Mathöllinni

18:51 Nú er verið að leggja lokahönd á innréttingar og aðstöðu í Mathöll Höfða sem opnar á morgun. Mikil eftirvænting er fyrir opnuninni enda er mikið af fólki sem sækir vinnu á svæðinu. mbl.is fékk að kíkja á undirbúningin en unnendur bjórs, matar og pílukasts fá allir eitthvað fyrir sinn snúð á staðnum. Meira »

Ekki í boði að hunsa barnaníðsefni

18:47 Barnaníðsefni á netinu er vaxandi vandamál, en alþjóðlegt samstarf í þeim efnum skilar þó góðum árangri. Miklu máli skiptir að fólk sé vakandi fyrir barnaníðsefni á netinu og tilkynni það. Forseti alþjóðlegra regnhlífarsamtaka ábendingalína er á landinu og ræðir þessi mál í viðtali við mbl.is. Meira »

Enginn skólaakstur komi til verkfalls

18:38 Vegna boðaðs verkfalls hópbifreiðastjóra fellur skólaakstur, að óbreyttu, niður í Reykjavík á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði sem hefur verið sent á skólastjórnendur. Þetta þýðir m.a. að engar rútuferðir verða, að óbreyttu, í boði fyrir börn í Fossvogsskóla í Reykjavík á morgun. Meira »

Augnsýkingar sem oftast læknast mjög auðveldlega

18:34 Kvefi og öndunarfærasýkingum fylgir oft roði í augum eða auga og stundum verulegur gröftur sem lekur úr augunum. Þá getur verið þroti á augnlokum eða svokölluð hvarmabólga (Blepharit). Meira »

Gefa ekkert upp um orkupakkann

18:04 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ræddi meðal annars um þriðja orkupakkann á fundi sínum í dag, en sex þingmenn flokksins hafa opinberlega lýst efasemdum vegna málsins. Samkvæmt heimildum mbl.is er búist við því að frumvörp vegna orkupakkans verði kynnt fljótlega, en ekki er ljóst nákvæmlega hvað í þeim felst. Meira »

Fundurinn dregst á langinn

17:28 Hlé hefur verið gert á vinnufundi Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna sex sem vísað hafa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst kl. 10 í morgun og átti upphaflega aðeins að standa í klukkustund. Meira »

Öllum beiðnum um undanþágu hafnað

17:11 Öllum beiðnum sem hafa borist um undanþágu frá verkfalli Eflingar sem hefst á miðnætti í kvöld hefur verið hafnað.  Meira »

13% upplifa áreiti af þjónustuþegum

16:40 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar sker sig úr þegar skoðaðar eru tölur úr viðhorfskönnun meðal starfsmanna borgarinnar þegar litið er til þess liðar er snýr að einelti áreitni og fordómum. 22,7% starfsmanna sviðsins segjast verða fyrir áreiti af hálfu þjónustuþega og 9,1% af hálfu kollega. Meira »

Tveir úr Norrænu stöðvaðir

16:37 Við komu ferjunnar Norrænu til Seyðisfjarðar á þriðjudaginn voru tveir farþegar á leið inn í landið stöðvaðir.  Meira »
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...