Svindl Rússa á sturluðum mælikvarða

Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands.
Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands.

Þetta er í stuttu máli óásættanleg niðurstaða. Okkar starf snýst um að vernda hreint íþróttafólk og reyna að stuðla að hreinum íþróttum,“ segir Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands, í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is um þá ákvörðun Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA) að viðurkenna á ný rússneska lyfjaeftirlitið, RUSADA.

Hann segir WADA hafa gefið eftir í málinu, sennilega vegna hagsmunaárekstra innan stjórnar stofnunarinnar, og að það sýni „mjög slæmt fordæmi“.

Stjórn Lyfjaeftirlits Íslands hefur ekki enn komið saman og rætt málið formlega og því talar Birgir ekki fyrir hönd Lyfjaeftirlitsins í heild sinni, en hann segist hafa rætt við formann stjórnarinnar og fleiri nefndarmenn sem séu „sammála um að þessi ákvörðun sem var tekin er ekki í samræmi við grunngildi okkar sem störfum við lyfjaeftirlit“.

Ekki stendur þó til að Lyfjaeftirlit Íslands sendi frá sér opinbera yfirlýsingu vegna ákvörðunar WADA á þessum tímapunkti.

„Það svindl sem átti sér stað í Rússlandi var á það sturluðum mælikvarða og það langt gengið að fólk sem ég tala við stundum gleymir því eða áttar sig hreinlega ekki á hversu súrrealískt það var. Margt hreint íþróttafólk sem hefur lagt allt undir á sínum ferli missti af sínum augnablikum vegna þess að það var svindlað á því af öðrum einstaklingum. Vinnan okkar snýst meðal annars um að reyna að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir, og þá í rauntíma, en þegar lyfjamisferli er ríkisstyrkt og kemur í ljós löngu síðar eins og líkur eru því miður á, þá er tjónið óbætanlegt og lágmarkskrafan er sú að aðilar uppfylli skilyrðin sem þeir gengust undir eftir að upp um það komst,“ segir Birgir.

Vilji íþróttafólks að brugðist yrði harðar við

„Enginn íþróttamaður eða -kona hefur kosningarétt í framkvæmdastjórn WADA en það var klárlega vilji meirihluta íþróttafólks að WADA myndi bregðast hart, og jafnvel harðar við þessum brotum sem áttu sér stað. Með þessari ákvörðun er ekki verið að vernda hreina íþróttamenn,“ segir Birgir í svari sínu.

Frá fundi framkvæmdastjórnar WADA á Seychelles-eyjum fyrr í mánuðinum. Þar ...
Frá fundi framkvæmdastjórnar WADA á Seychelles-eyjum fyrr í mánuðinum. Þar var tekin sú ákvörðun að aflétta banni á hendur RUSADA, rússneska lyfjaeftirlitinu. AFP

Fyrr á árinu var Lyfjaeftirlit Íslands stofnað formlega sem sjálfseignarstofnun, en áður var lyfjaeftirlit deild innan Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, ÍSÍ. Það var gert til að reyna að útiloka hagsmunaárekstra og gera eftirlitið sjálfstæðara, í samræmi við kröfur WADA, IOC og fleiri aðila.

Ákvörðun WADA um að viðurkenna rússneska lyfjaeftirlitið á nýjan leik eftir að upp komst upp um stórfelld svik þess með blessun og stuðningi rússneskra yfirvalda er sem áður segir óásættanleg að mati Birgis, sem reiknar að málinu sé hvergi nærri lokið og að áhrifamestu aðilarnir innan Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar láti í sér heyra.

„Ég reikna með að þau NADOs [sjálfstæð lyfjaeftirlit einstakra ríkja] sem vega þyngst muni setja mikla pressu á WADA og IOC að breyta sínum strúktúr hvað varðar „anti-doping“. Réttindi íþróttafólks verða í forgrunni í næstu alþjóðalyfjareglum (WADA Code) sem verða samþykkt næsta haust og taka gildi 2021,“ segir Birgir.

Vantar festu og stöðugleika í ákvarðanir

Ákvörðun WADA kom honum þó „ekki mjög mikið á óvart“ en Birgir var búinn að spá því við kollega sína í fyrra að WADA myndi gefa grænt ljós á rússneska eftirlitið aftur áður en öll skilyrði yrðu uppfyllt.

„Mér fannst það samt einhvern veginn langsótt sökum fjaðrafoksins sem yrði í kjölfarið,“ segir Birgir, en það fjaðrafok er í gangi núna. Fjölmargir iþróttamenn og aðrir aðilar innan íþróttaheimsins hafa gagnrýnt ákvörðun WADA um að gefa RUSADA grænt ljós á nýjan leik.

Höfuðstöðvar RUSADA í Moskvu.
Höfuðstöðvar RUSADA í Moskvu. AFP

Birgir viðurkennir að staða málsins hafi verið mjög snúin, en að WADA hafi verið sá aðili sem ekki mátti gefa eftir í því.

„Það þarf meiri stöðugleika og festu í ákvarðanir þessara aðila,“ segir Birgir og nefnir að ekkert samræmi hafi verið í ákvörðunum Alþjóðaólympíunefndarinnar varðandi ÓL í Ríó. Að mati Birgis var það algjört klúður að leyfa rússneskum íþróttamönnum að taka þátt það árið.

„Megnið af gögnunum sem eru til í þessu máli voru á borðinu þá. Ef þú lest ólympíusáttmálann þá voru þær ákvarðanir engan veginn í samræmi við fyrstu greinarnar í honum,“ segir Birgir, en bætir við að viðbrögð Alþjóðanefndar ólympíumóts fatlaðra (IPC) og Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF) við svindli Rússa hafi verið rétt að hans mati.  

mbl.is

Innlent »

Taka athugasemdir ASÍ alvarlega

13:08 „Við tökum athugasemdir ASÍ alvarlega. Það er ljóst að ég mun tryggja það að við munum ekki taka að okkur verkefni sem iðnaðarmenn eða aðrir hafa áhuga á,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar um gagnrýni ASÍ á fyrirkomulag sem gilt hefur um störf fanga undan fangelsa . Meira »

„Menn lifa ekki á kostnaðarmötum“

12:21 „Við höfum ekki rætt þetta í samninganefndinni, en við látum eitthvað kostnaðarmat ekki hafa áhrif á það sem við erum að gera. Við teljum okkur vera að ná launum fyrir fólk sem þarf á því að halda og er á lágum launum í dag,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Yfir 600 á biðlista inn á Vog

12:11 „Það er með algjörum ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld skuli ekki bregðast við þessum vanda á einhvern hátt. Starfsfólkið á Vogi vinnur allan sólarhringinn á vöktum, alla daga ársins og ekkert má útaf bregða í rekstrinum, hvorki veikindi né aðrar óvæntar uppákomur,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Meira »

Jón Steinar prófi „sitt eigið meðal“

11:41 „Karlar gera merkilega hluti er mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verður hvorki útskýrð eða rökrædd við mann sem skrifar feðraveldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „öruggt svæði“ er,“ segir í yfirlýsingu stjórnenda Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti Meira »

Fann pabba sinn eftir 18 ára leit

10:26 Kristín Jónsdóttir komst að því þrítug að hún hafði verið rangfeðruð, þótt faðernið hefði verið staðfest með blóðrannsókn fyrir dómi á sínum tíma. Hún hóf leit að réttum föður og hefur nú fundið hann eftir 18 ára leit. Þjóðskrá skráir hann þó ekki sem föður hennar jafnvel þótt DNA-próf liggi fyrir. Meira »

Rúða brotnaði í flugstjórnarklefanum

08:34 Farþegavél Icelandair á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur var snúið við og henni lent á Bagotville-flugvellinum í Quebec í Kanada vegna neyðartilfellis. Farþegar í vélinni greina frá atburðarásinni á Twitter og segja að flugmaðurinn hafi tilkynnt að vinstri rúða í flugstjórnarklefanum hafi brotnað. Meira »

Uppgerður braggi undir kostnaðaráætlun

08:18 „Salan hefur gjörsamlega rokið upp og hefur aldrei verið svona mikil. Þetta hefur algjörlega sprungið. Við höfum því lítið annað gert en að framleiða Bragga því það fer mikil handavinna í þetta,“ segir Viktor Sigurjónsson, markaðsstjóri Kristjánsbakarís á Akureyri. Meira »

Mikilvægt að fylgjast með veðurspám

08:05 Með morgninum er búist við vaxandi suðvestlægri átt og upp úr hádegi má búast við hvassviðri eða stormi víða um land með skúrum, en léttir til um landið norðvestanvert. Í kvöld bætir enn í vindinn og útlit er fyrir að hviður geti farið upp í um 40 metra á sekúndu á norðan- og norðaustanverðu landinu. Meira »

Opna á samninga um yfirtöku vallarins

07:57 Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að óska eftir því að Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar afli gagna til að gera viðskipta- eða rekstraráætlun fyrir Akureyrarflugvöll og kanna áhrif fjölgunar farþega með auknu millilandaflugi og rekstrargrundvöll vallarins. Meira »

Veittu ökuníðingi eftirför

07:41 Um klukkan tvö í nótt veitti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ökumanni eftirför sem virti ekki fyrirmæli um að stöðva bifreiðina. Ökumaðurinn var að lokum stöðvaður við Bolöldu eftir að lögreglubifreið hafði verið ekið utan í bifreið hans. Meira »

Sprengt verður þrisvar á dag

07:37 Miklar framkvæmdir standa yfir á lóð Landspítalans vegna byggingar nýs Landspítala. Nýlega hófust framkvæmdir vegna jarðvinnu við Barnaspítalann. Meira »

Óháðir leggi mat á kröfur

05:30 Samtök atvinnulífsins, SA, leggja til að þau og Starfsgreinasambandið, SGS, feli óháðum aðila að leggja mat á áhrif kröfugerðar sambandsins í kjaramálum á félagsmenn SGS, fyrirtæki, atvinnulífið í heild og opinber fjármál. Meira »

Varaþingmennirnir kosta tugi milljóna

05:30 Færst hefur í vöxt að alþingismenn kalli inn varamenn þegar þeir hverfa af þingi tímabundið. Árið í ár verður metár en það sem af er ári hafa varamenn verið kallaðir inn í 57 skipti. Meira »

Kársnesið í sölu

05:30 Félagið Íslensk fjárfesting hefur á næstu dögum sölu á fyrstu íbúðunum í nýju íbúðarhverfi á Kársnesi.   Meira »

Japanar vilja stórefla tengslin

05:30 Heimsókn Taros Konos, utanríkisráðherra Japans, til Íslands er liður í að efla tengsl ríkjanna. Kono tók þátt í Hringborði norðurslóða í Hörpu. Var þetta í fyrsta sinn sem japanskur utanríkisráðherra kemur til Íslands. Meira »

Annist veghaldið og göngin

05:30 „Ekki liggur fyrir þjónustuáætlun fyrir nýjan iðnaðarveg en þar verður reynt að uppfylla þarfir iðnaðarins til dæmis hvað varðar vetrarþjónustu,“ segir í kynningu Vegagerðarinnar og Hafnarsjóðs Húsavíkur á framkvæmdum við höfn, jarðgöng og veg að iðnaðarsvæðinu á Bakka sem meðal annars var lögð fyrir Skipulagsstofnun. Meira »

Mörg snjóflóð af mannavöldum

05:30 Snjóflóð af mannavöldum voru tíð síðastliðinn vetur og virðast verða tíðari með hverjum vetri. Þetta kemur fram í skýrslunni Snjóflóð á Íslandi veturinn 2017-2018 eftir Óliver Hilmarsson, sérfræðing á sviði snjóflóða hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Einn með allar tölur réttar í jókernum

Í gær, 22:58 Eng­inn hlaut fyrsta vinn­ing í Eurojackpot í kvöld en rúmir 10 milljarðar króna voru í pott­in­um að þessu sinni. Einn Íslendingur hrósaði þá happi í jókernum og var með fimm jóker­töl­ur rétt­ar í réttri röð og fær hann tvær milljónir króna. Meira »

8 mánuðir fyrir kannabisræktun

Í gær, 21:25 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft vörslum sínum 632 kannabisplöntur í sölu- og dreifingarskyni. Plönturnar höfðu mennirnir ræktað um nokkurt skeið, en lögregla lagði hald á þær við húsleit. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri 659 5648 Allar byggingarframkvæmdir sem krefjast byggingale...