Svindl Rússa á sturluðum mælikvarða

Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands.
Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands.

Þetta er í stuttu máli óásættanleg niðurstaða. Okkar starf snýst um að vernda hreint íþróttafólk og reyna að stuðla að hreinum íþróttum,“ segir Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands, í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is um þá ákvörðun Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA) að viðurkenna á ný rússneska lyfjaeftirlitið, RUSADA.

Hann segir WADA hafa gefið eftir í málinu, sennilega vegna hagsmunaárekstra innan stjórnar stofnunarinnar, og að það sýni „mjög slæmt fordæmi“.

Stjórn Lyfjaeftirlits Íslands hefur ekki enn komið saman og rætt málið formlega og því talar Birgir ekki fyrir hönd Lyfjaeftirlitsins í heild sinni, en hann segist hafa rætt við formann stjórnarinnar og fleiri nefndarmenn sem séu „sammála um að þessi ákvörðun sem var tekin er ekki í samræmi við grunngildi okkar sem störfum við lyfjaeftirlit“.

Ekki stendur þó til að Lyfjaeftirlit Íslands sendi frá sér opinbera yfirlýsingu vegna ákvörðunar WADA á þessum tímapunkti.

„Það svindl sem átti sér stað í Rússlandi var á það sturluðum mælikvarða og það langt gengið að fólk sem ég tala við stundum gleymir því eða áttar sig hreinlega ekki á hversu súrrealískt það var. Margt hreint íþróttafólk sem hefur lagt allt undir á sínum ferli missti af sínum augnablikum vegna þess að það var svindlað á því af öðrum einstaklingum. Vinnan okkar snýst meðal annars um að reyna að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir, og þá í rauntíma, en þegar lyfjamisferli er ríkisstyrkt og kemur í ljós löngu síðar eins og líkur eru því miður á, þá er tjónið óbætanlegt og lágmarkskrafan er sú að aðilar uppfylli skilyrðin sem þeir gengust undir eftir að upp um það komst,“ segir Birgir.

Vilji íþróttafólks að brugðist yrði harðar við

„Enginn íþróttamaður eða -kona hefur kosningarétt í framkvæmdastjórn WADA en það var klárlega vilji meirihluta íþróttafólks að WADA myndi bregðast hart, og jafnvel harðar við þessum brotum sem áttu sér stað. Með þessari ákvörðun er ekki verið að vernda hreina íþróttamenn,“ segir Birgir í svari sínu.

Frá fundi framkvæmdastjórnar WADA á Seychelles-eyjum fyrr í mánuðinum. Þar ...
Frá fundi framkvæmdastjórnar WADA á Seychelles-eyjum fyrr í mánuðinum. Þar var tekin sú ákvörðun að aflétta banni á hendur RUSADA, rússneska lyfjaeftirlitinu. AFP

Fyrr á árinu var Lyfjaeftirlit Íslands stofnað formlega sem sjálfseignarstofnun, en áður var lyfjaeftirlit deild innan Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, ÍSÍ. Það var gert til að reyna að útiloka hagsmunaárekstra og gera eftirlitið sjálfstæðara, í samræmi við kröfur WADA, IOC og fleiri aðila.

Ákvörðun WADA um að viðurkenna rússneska lyfjaeftirlitið á nýjan leik eftir að upp komst upp um stórfelld svik þess með blessun og stuðningi rússneskra yfirvalda er sem áður segir óásættanleg að mati Birgis, sem reiknar að málinu sé hvergi nærri lokið og að áhrifamestu aðilarnir innan Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar láti í sér heyra.

„Ég reikna með að þau NADOs [sjálfstæð lyfjaeftirlit einstakra ríkja] sem vega þyngst muni setja mikla pressu á WADA og IOC að breyta sínum strúktúr hvað varðar „anti-doping“. Réttindi íþróttafólks verða í forgrunni í næstu alþjóðalyfjareglum (WADA Code) sem verða samþykkt næsta haust og taka gildi 2021,“ segir Birgir.

Vantar festu og stöðugleika í ákvarðanir

Ákvörðun WADA kom honum þó „ekki mjög mikið á óvart“ en Birgir var búinn að spá því við kollega sína í fyrra að WADA myndi gefa grænt ljós á rússneska eftirlitið aftur áður en öll skilyrði yrðu uppfyllt.

„Mér fannst það samt einhvern veginn langsótt sökum fjaðrafoksins sem yrði í kjölfarið,“ segir Birgir, en það fjaðrafok er í gangi núna. Fjölmargir iþróttamenn og aðrir aðilar innan íþróttaheimsins hafa gagnrýnt ákvörðun WADA um að gefa RUSADA grænt ljós á nýjan leik.

Höfuðstöðvar RUSADA í Moskvu.
Höfuðstöðvar RUSADA í Moskvu. AFP

Birgir viðurkennir að staða málsins hafi verið mjög snúin, en að WADA hafi verið sá aðili sem ekki mátti gefa eftir í því.

„Það þarf meiri stöðugleika og festu í ákvarðanir þessara aðila,“ segir Birgir og nefnir að ekkert samræmi hafi verið í ákvörðunum Alþjóðaólympíunefndarinnar varðandi ÓL í Ríó. Að mati Birgis var það algjört klúður að leyfa rússneskum íþróttamönnum að taka þátt það árið.

„Megnið af gögnunum sem eru til í þessu máli voru á borðinu þá. Ef þú lest ólympíusáttmálann þá voru þær ákvarðanir engan veginn í samræmi við fyrstu greinarnar í honum,“ segir Birgir, en bætir við að viðbrögð Alþjóðanefndar ólympíumóts fatlaðra (IPC) og Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF) við svindli Rússa hafi verið rétt að hans mati.  

mbl.is

Innlent »

Skaðabótaskylda vegna falls í stiga

10:45 Veitingastaður hefur verið dæmdur skaðabótaskyldur vegna slyss sem kona varð fyrir í stiga þar árið 2015. Féll konan í stiganum, en í málinu var meðal annars tekist á um hvort öryggi hefði verið nægt í stiganum, en þar voru engin handrið þegar slysið átti sér stað. Meira »

Með lag í Netflix-kvikmynd

10:09 „Þetta var allt mjög mikil tilviljun,“ segir Unnur Eggertsdóttir, leik- og söngkona, en nýlega keypti leikstjórinn Dan Gilroy af henni lag fyrir senu í Netflix-kvikmyndinni Velvet Buzzsaw, sem skartar leikaranum Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki. Meira »

Mátti gera fjárnám vegna skattbrots

09:40 Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í vikunni beiðni karlmanns um að ógilda fjárnám sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði gert. Fjárnámið var gert vegna skuldar mannsins við sýslumann í kjölfar dóms sem hann hlaut árið 2013 í skattamáli. Hafði hann verið dæmdur til að greiða 64 milljónir vegna vangoldins virðisaukaskatts. Meira »

Bjarni Benediktsson mætir á Þingvelli

08:30 Störfum Alþingis var frestað nú á föstudaginn eftir að hafa lokið afgreiðslu fjölmargra mála nú í desember, meðal annars fjárlaga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætir í þjóðmálaþáttinn Þingvelli í dag. Meira »

Enn ein lægðin gengur yfir á morgun

08:22 Á morgun kemur enn ein lægðin upp að landinu með vaxandi vindi þar sem búast má við 15-23 m/s víða um land og allt að 28 m/s um tíma syðst á landinu auk hvassari hviða. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »

Greiðfært en hálka víða

07:43 Víðast er vel greiðfært á landinu, en hálku og hálkubletti má finna víða. Hellisheiði er til að mynda orðin auð, en hálka er á Mosfellsheiði, Kjósarskarði og hálkublettir í Þrengslum. Þá er hálka á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Snæfellsnesi og Bröttubrekku. Meira »

Eldur í jólaskreytingu í Borgartúni

07:12 Eldur kom upp í jólaskreytingu í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni í Reykjavík rétt fyrir miðnætti. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang, en eldurinn var minniháttar og hafði verið slökktur þegar slökkviliðið kom á staðinn. Meira »

Róa áfram inn í nóttina

Í gær, 22:15 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamennirnir sjö sem hófu síðdegis í gær vikulangan róður í verslun Under Armour í Kringlunni til styrktar Frú Ragnheiði láta engan bilbug á sér finna og voru á fleygiferð þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði fyrr í kvöld. Söfnunin gengur vonum framar miðað við fyrstu væntingar. Meira »

Stekkjastaur laumufarþegi í flugvélinni

Í gær, 22:02 Grunnskólabörn í Kulusuk létu sig ekki vanta á flugvöllinn í dag, þegar liðsmenn Hróksins og Kalak mættu með jólagjafir handa öllum börnum í bænum. Stekkjarstaur var laumufarþegi og sá um að útdeila gjöfunum með aðstoð starfsmanna Air Iceland Connect. Meira »

Galdurinn að komast á trúnó

Í gær, 20:05 „Það tók langan tíma að fá Ragga til að samþykkja að koma í viðtal. Hann sagðist vera búinn að vera í svo mörgum viðtölum um ævina og að hann væri hættur að fara í fjölmiðla,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir sem á hugmyndina að sjónvarpsþáttunum Trúnó, en myndavélin hefur fylgt henni frá æsku. Meira »

Situr einn að 40 milljónunum

Í gær, 19:42 Einn spil­ari var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó í kvöld og fær hann rúma 41 milljón króna, en vinningsmiðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Meira »

Á sama vegheflinum í nær 26 ár

Í gær, 19:20 Vegagerðin heldur úti víðtæku eftirlitskerfi og þar gegna hefilstjórar á 22 vegheflum mikilvægu hlutverki. Einn þeirra er Gunnlaugur Einarsson, flokkstjóri og vélamaður á Vopnafirði. Hann hefur staðið vaktina og heflað vegi í tæplega þrjá áratugi og man tímana tvenna. Meira »

Gluggi inn í störf lögreglu

Í gær, 18:45 „Við höfum náð á síðustu árum og áratugum að einfalda þau verkefni sem við sinnum, en þó eru þau verkefni sem við sinnum gríðarlega fjölþætt og ég held að það sé áhugavert fyrir fólk að sjá hvað starf lögreglunnar er fjölþætt,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Vandamálið skortur á viðurlögum

Í gær, 18:43 Lyfjastofnun hafa borist 15 tilkynningar vegna lækningatækja frá árinu 2011 vegna atvika þar sem grunur leikur á um að tækin uppfylli ekki öryggiskröfur. Ekkert atvik hefur þó leitt til heilsutjóns eða dauða að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. Meira »

Snýst allt um þessa hvítu húfu

Í gær, 18:30 Breyta þarf viðhorfi samfélagsins gagnvart annarri menntun en þeirri sem felst í bóknámi, segir Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri G.RUN í Grundarfirði. „Við erum ekki öll gerð til að fara í sama farveginn í lífinu og þannig á það ekki að vera,“ útskýrir hún. Meira »

Kitluðu bragðlaukana í Hörpu

Í gær, 18:01 Fjöldi manns tók sér hlé frá jólastressinu í dag og kom við á matarhátíð Búrsins sem haldin er í Hörpu þessa helgina.  Meira »

Var bundinn niður af áhöfn vélarinnar

Í gær, 15:28 Óskað var eftir aðstoð flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum nú í vikunni er flugvél var að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli með flugfarþega sem hafði látið öllum illum látum um borð í vélinni. Sá áhöfnin sér ekki annað fært en að binda manninn niður í sætið. Meira »

Samfylkingin hefur tekið fyrir fimm mál

Í gær, 14:45 Fimm mál hafa verið tekin fyrir hjá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar frá því að trúnaðarnefndin var sett á fót í febrúar fyrr á þessu ári. Frá því greinir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi, í samtali við mbl.is. Meira »

Reykofn í ljósum logum

Í gær, 14:12 Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag eftir að tilkynning hafði borist um að eldur væri laus í einbýlishúsi í Hveragerði. Slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi fóru á staðinn og þá kom í ljós að um minni háttar atvik var að ræða. Meira »
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: ...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...