Svindl Rússa á sturluðum mælikvarða

Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands.
Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands.

Þetta er í stuttu máli óásættanleg niðurstaða. Okkar starf snýst um að vernda hreint íþróttafólk og reyna að stuðla að hreinum íþróttum,“ segir Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands, í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is um þá ákvörðun Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA) að viðurkenna á ný rússneska lyfjaeftirlitið, RUSADA.

Hann segir WADA hafa gefið eftir í málinu, sennilega vegna hagsmunaárekstra innan stjórnar stofnunarinnar, og að það sýni „mjög slæmt fordæmi“.

Stjórn Lyfjaeftirlits Íslands hefur ekki enn komið saman og rætt málið formlega og því talar Birgir ekki fyrir hönd Lyfjaeftirlitsins í heild sinni, en hann segist hafa rætt við formann stjórnarinnar og fleiri nefndarmenn sem séu „sammála um að þessi ákvörðun sem var tekin er ekki í samræmi við grunngildi okkar sem störfum við lyfjaeftirlit“.

Ekki stendur þó til að Lyfjaeftirlit Íslands sendi frá sér opinbera yfirlýsingu vegna ákvörðunar WADA á þessum tímapunkti.

„Það svindl sem átti sér stað í Rússlandi var á það sturluðum mælikvarða og það langt gengið að fólk sem ég tala við stundum gleymir því eða áttar sig hreinlega ekki á hversu súrrealískt það var. Margt hreint íþróttafólk sem hefur lagt allt undir á sínum ferli missti af sínum augnablikum vegna þess að það var svindlað á því af öðrum einstaklingum. Vinnan okkar snýst meðal annars um að reyna að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir, og þá í rauntíma, en þegar lyfjamisferli er ríkisstyrkt og kemur í ljós löngu síðar eins og líkur eru því miður á, þá er tjónið óbætanlegt og lágmarkskrafan er sú að aðilar uppfylli skilyrðin sem þeir gengust undir eftir að upp um það komst,“ segir Birgir.

Vilji íþróttafólks að brugðist yrði harðar við

„Enginn íþróttamaður eða -kona hefur kosningarétt í framkvæmdastjórn WADA en það var klárlega vilji meirihluta íþróttafólks að WADA myndi bregðast hart, og jafnvel harðar við þessum brotum sem áttu sér stað. Með þessari ákvörðun er ekki verið að vernda hreina íþróttamenn,“ segir Birgir í svari sínu.

Frá fundi framkvæmdastjórnar WADA á Seychelles-eyjum fyrr í mánuðinum. Þar ...
Frá fundi framkvæmdastjórnar WADA á Seychelles-eyjum fyrr í mánuðinum. Þar var tekin sú ákvörðun að aflétta banni á hendur RUSADA, rússneska lyfjaeftirlitinu. AFP

Fyrr á árinu var Lyfjaeftirlit Íslands stofnað formlega sem sjálfseignarstofnun, en áður var lyfjaeftirlit deild innan Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, ÍSÍ. Það var gert til að reyna að útiloka hagsmunaárekstra og gera eftirlitið sjálfstæðara, í samræmi við kröfur WADA, IOC og fleiri aðila.

Ákvörðun WADA um að viðurkenna rússneska lyfjaeftirlitið á nýjan leik eftir að upp komst upp um stórfelld svik þess með blessun og stuðningi rússneskra yfirvalda er sem áður segir óásættanleg að mati Birgis, sem reiknar að málinu sé hvergi nærri lokið og að áhrifamestu aðilarnir innan Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar láti í sér heyra.

„Ég reikna með að þau NADOs [sjálfstæð lyfjaeftirlit einstakra ríkja] sem vega þyngst muni setja mikla pressu á WADA og IOC að breyta sínum strúktúr hvað varðar „anti-doping“. Réttindi íþróttafólks verða í forgrunni í næstu alþjóðalyfjareglum (WADA Code) sem verða samþykkt næsta haust og taka gildi 2021,“ segir Birgir.

Vantar festu og stöðugleika í ákvarðanir

Ákvörðun WADA kom honum þó „ekki mjög mikið á óvart“ en Birgir var búinn að spá því við kollega sína í fyrra að WADA myndi gefa grænt ljós á rússneska eftirlitið aftur áður en öll skilyrði yrðu uppfyllt.

„Mér fannst það samt einhvern veginn langsótt sökum fjaðrafoksins sem yrði í kjölfarið,“ segir Birgir, en það fjaðrafok er í gangi núna. Fjölmargir iþróttamenn og aðrir aðilar innan íþróttaheimsins hafa gagnrýnt ákvörðun WADA um að gefa RUSADA grænt ljós á nýjan leik.

Höfuðstöðvar RUSADA í Moskvu.
Höfuðstöðvar RUSADA í Moskvu. AFP

Birgir viðurkennir að staða málsins hafi verið mjög snúin, en að WADA hafi verið sá aðili sem ekki mátti gefa eftir í því.

„Það þarf meiri stöðugleika og festu í ákvarðanir þessara aðila,“ segir Birgir og nefnir að ekkert samræmi hafi verið í ákvörðunum Alþjóðaólympíunefndarinnar varðandi ÓL í Ríó. Að mati Birgis var það algjört klúður að leyfa rússneskum íþróttamönnum að taka þátt það árið.

„Megnið af gögnunum sem eru til í þessu máli voru á borðinu þá. Ef þú lest ólympíusáttmálann þá voru þær ákvarðanir engan veginn í samræmi við fyrstu greinarnar í honum,“ segir Birgir, en bætir við að viðbrögð Alþjóðanefndar ólympíumóts fatlaðra (IPC) og Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF) við svindli Rússa hafi verið rétt að hans mati.  

mbl.is

Innlent »

Breyttar matarvenjur og fleiri á lyfjum

12:18 „Listeríusýkingar eru tiltölulega sjaldgæfar sýkingar. Eins og gjarnan er með sjaldgæfar sýkingar þá sér maður ekki neitt í nokkur ár og svo einhvers konar hrinu næstu árin,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir spurður hvers vegna listeríusýkingum virðist fjölga á síðustu áratugum hér á landi. Meira »

Vinnan við samningana rétt að byrja

11:58 „Ég er náttúrulega mjög sáttir við þessa niðurstöðu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is um samþykkt kjarasamninga félagsins við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda en þeir voru samþykktir með tæplega 90% atkvæða. Meira »

Óvissustigi aflétt

11:52 Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra, hefur ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu í Öxarfirði. Þessi ákvörðun er byggð á mati Veðurstofunnar um að þessari hrinu sé lokið. Meira »

Munaði einu atkvæði hjá Öldunni

11:36 Þrátt fyrir að lífskjarasamningurinn svonefndur hafi verið samþykktur með afgerandi hætti af flestum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins er ein undantekning frá því. Meira »

Kjarasamningar VR samþykktir

11:12 Kjarasamningur VR við Samtök atvinnulífsins var samþyktkur með 88,35% atkvæða í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Kjarasamningur VR við Félag atvinnurekenda var að sama skapi samþykktur með 88,47% atkvæða. Meira »

Þakklát fyrir afgerandi samþykkt samninga

10:44 „Ég er mjög þakklát þeim félagsmönnum sem greiddu atkvæði og auðvitað mjög ánægð með það að samningarnir hafi verið samþykktir með svona afgerandi hætti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við mbl.is. Meira »

„Þeir sem kusu voru alla vega sáttir“

10:37 „Það er ánægjulegt að öll félögin samþykktu samninginn. Flest öll með miklum meirihluta,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Hann bendir á að 17 af 19 félögum hafi um 70% þeirra samþykkt samninginn. Meira »

Lífskjarasamningurinn samþykktur

10:05 Mikill meirihluti þeirra félagsmanna Starfsgreinasambandsins sem greiddi atkvæði um lífskjarasamninginn svonefnda, kjarasamninginn sem aðildarfélög SGS, VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna sömdu um á dögunum við Samtök atvinnulífsins, samþykkti samninginn. Meira »

Banaslys í Langadal

09:47 Karlmaður með erlent ríkisfang en búsettur hér á landi lést í umferðarslysi í Langadal seint í gærkvöldi. Ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu. Meira »

Breytti framburði og játaði kynferðisbrot

09:39 Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri stúlku. Þá var hann dæmdur til þess að greiða henni 200 þúsund krónur í miskabætur. Meira »

Afburðanemendur verðlaunaðir

09:35 Vinafélag Árnastofnunar mun á aðalfundi sínum í dag veita tveimur afburðanemendum í íslenskum fræðum viðurkenningu fyrir árangur í námi. Meira »

Hafa sent fleiri mál til saksóknara

09:07 Skiptastjóri þrotabús United Silicon hefur á síðustu mánuðum tilkynnt nokkur ný mál sem tengjast þrotabúinu til embættis héraðssaksóknara. Ólíklegt er að aðrir en Arion banki fái nokkuð upp í kröfur sínar í þrotabúið. Meira »

Vilja rifta 550 milljóna greiðslu

08:55 Skiptastjórar þrotabús WOW air skoða nú hvort tilefni sé til þess að rifta samkomulagi sem Arion banki og WOW gerðu með sér í fyrra þar sem ákveðið var að breyta fimm milljóna dollara yfirdráttarláni í skuldabréf að sömu fjárhæð í flugfélaginu. Meira »

Verið að vinna úr athugasemdum

08:18 „Ég vona að þessir ferlar virki en ég finn líka vaxandi stuðning inni í þinghúsinu við að menn verði tilbúnir að bregðast við ef þess þarf,“ segir Haraldur Benediktsson, fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um að þingið heimili lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg. Meira »

Fyrsta skipið kom að nýjum hafnarbakka

07:57 Tímamót urðu í sögu Faxaflóahafna að morgni annars í páskum. Þá lagðist fyrsta skipið að nýjum hafnarbakka utan Klepps í Sundahöfn, en framkvæmdir við hann hafa staðið yfir undanfarin þrjú ár. Meira »

Aðeins 10 hjúkrunarrými af 40 í nýtingu

07:37 Hægt og illa gengur að finna hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til starfa á Seltjörn, nýju hjúkrunarheimili við Safnatröð á Seltjarnarnesi. Vegna þessa eru einungis nýtt 10 hjúkrunarrými af 40. Meira »

Allt að 17 stiga hiti og þurrt

07:00 Óvenjuhlýtt loft er að berast yfir landið og er spáð allt að 17 stiga hita á morgun, sumardaginn fyrsta. Regnsvæðin berast eitt af öðru yfir landið en á milli þeirra munu gefast ágætir þurrir kaflar að sögn veðurfræðings. Svo vel vill til að von er á þurrum kafla á morgun. Meira »

Sagði vin eiga vespuna

06:35 Lögreglan hafði afskipti af manni sem teymdi vespu um hverfi 105 í nótt og þegar lögreglumenn ræddu við manninn fundu þeir sterka fíkniefnalykt af honum. Í ljós kom að hann var með fíkniefni á sér og átti ekkert í vespunni. Meira »

Andlát: Hörður Sigurgestsson

05:30 Hörður Sigurgestsson, fyrrverandi forstjóri Eimskipafélags Íslands, lést að morgni annars í páskum, rúmlega áttræður. Hann fæddist í Reykjavík 2. júní 1938. Meira »
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
Einstakt vortilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 375.900,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...