Ekkert ferðaveður fyrir norðan

Öxnadalsheiðin nú í hádeginu.
Öxnadalsheiðin nú í hádeginu. Ljósmynd/Davíð Örvar Hansson

Ekkert ferðaveður er í umdæmi lögreglunnar á Húsavík nema á bifreiðum útbúnum fyrir vetrarakstur. Veginum um Námaskarð hefur verið lokað vegna ófærðar og verður hann lokaður eitthvað áfram. Bifreiðar sitja víða fastar á heiðum og fjallvegum á Norðausturlandi og biður lögregla fólk um að vera ekki á ferðinni nema nauðsyn beri til. 

Slæm færð er um Öxnadalinn vegna krapa á veginum að sögn lögreglunnar á Norðausturlandi. Búið er að kalla út björgunarsveitir þar sem fjölmargir sitja fastir á Öxnadalsheiðinni.

Það er snjóþekja eða krapi á Öxnadalsheiði, Fljótsheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Hálka og snjókoma er á Fjarðarheiði.

Hálkublettir eru víða á fjallvegum á Suður-  og Vesturlandi og hálka á Nesjavallaleið og í Grafningi. Krapi er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku.

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert