Íslendingar „grátt leiknir“ af grannþjóðum

Hannes Hólmsteinn afhenti Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, skýrsluna í ...
Hannes Hólmsteinn afhenti Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, skýrsluna í dag. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, afhenti fjármálaráðherra skýrslu sína um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins í fjármálaráðuneytinu í dag. Hannes hefur unnið að skýrslunni í um fjögur ár og hefur útgáfa hennar dregist talsvert. „Skýrslan sýnir hversu grátt Íslendingar voru leiknir af grannþjóðunum,“ segir Hannes.

Skýrslan er á ensku og telur endanleg útgáfa hennar um 180 blaðsíður. Hannes hefur unnið að skýrslunni í um fjögur ár og hefur útgáfa hennar dregist talsvert, en stytting skýrslunnar er meðal þess sem hafði áhrif á seinkun útgáfu hennar.

Mbl.is heyrði í Hannesi nú fyrir hádegi. Helstu niðurstöður skýrslunnar segir Hannes vera þær að beiting hryðjuverkalaga gegn Íslandi hafi verið bæði ruddaleg og óþörf, og að Bretar hafi beitt Íslendinga misrétti með því að loka tveimur breskum bönkum í eigu Íslendinga, en bjarga öllum öðrum breskum bönkum.

Úr 600 blaðsíðum í 180

„Ég hafði skrifað mjög langa skýrslu og skilað henni á tilsettum tíma. Hún var um 600 blaðsíður og sá ég í samráði við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands að hún væri allt of löng. Mikill tími fór í að skera hana niður í 320 blaðsíður, en síðan fannst okkur að hún væri jafnvel of löng og ég tók þriðju atrennu að henni og skar hana niður í 180 blaðsíður.“

Hannesi fannst einnig viðeigandi að skýrslan kæmi út núna vegna þess að tíu ár eru frá hruninu, en meðal annarra áhrifaþátta var útgáfa annarra skýrslna um hrunið, sem Hannes vildi bíða eftir, og bið eftir viðmælendum.

Breska fjármálaeftirlitið gaf út tilskipun á hendur Landsbankanum í Lundúnum ...
Breska fjármálaeftirlitið gaf út tilskipun á hendur Landsbankanum í Lundúnum fimm dögum áður en hryðjuverkalögum var beitt. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hannes segir að honum takist í skýrslunni að sýna fram á að hryðjuverkalögin hafi verið óþörf. „Óþörf vegna þess að ég fann tilskipun frá breska fjármálaeftirlitinu til útibús Landsbankans í Lundúnum, sem var gefin út fimm dögum áður en hryðjuverkalögin voru sett. Þar var Landsbankanum bannað að flytja fé úr landi nema með samþykki fjármálaeftirlitsins. Þetta hefði alveg nægt til þess að hindra ólöglega fjármagnsflutninga úr landi, en það var tilgangur hryðjuverkalaganna.“

Íslendingum mismunað á grundvelli þjóðernis

„Beiting hryðjuverkalaganna var líka mjög ruddaleg vegna þess að hún hafði þungar búsifjar í för með sér fyrir Íslendinga, og var dónaskapur við gamla grannþjóð. Það sést líka hversu ruddaleg hún var þegar haft er í huga að gegn Þjóðverjum, sem bjuggu við sömu aðstæður, var engum hryðjuverkalögum beitt, heldur var þeim veitt lán. Þetta var allt gert þegjandi og hljóðalaust á nokkrum mánuðum án nokkurrar milliríkjadeilu.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðra meginniðurstöðu skýrslunnar segir Hannes vera að Bretar hafi mismunað Íslendingum með því að loka tveimur breskum bönkum sem voru í eigu Íslendinga, Heritable og KSF, á sama tíma og þeir björguðu öllum öðrum breskum bönkum. „Síðan kemur í ljós þegar þessir bresku bankar, sem voru í eigu íslendinga, voru gerðir upp að þeir áttu báðir fyrir skuldum. Þeir voru alls ekki gjaldþrota og það var alveg að ósekju sem þeim var lokað.“

Hannes veltir fyrir sér hvers vegna framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi ekki tekið málið upp því þarna hafi Íslendingum augljóslega verið mismunað á grundvelli þjóðernis. „Það fengu allir bankar í Bretlandi aðstoð nema þeir tveir bankar sem voru í eigu Íslendinga.“

mbl.is

Innlent »

Skaðabótaskylda vegna falls í stiga

10:45 Veitingastaður hefur verið dæmdur skaðabótaskyldur vegna slyss sem kona varð fyrir í stiga þar árið 2015. Féll konan í stiganum, en í málinu var meðal annars tekist á um hvort öryggi hefði verið nægt í stiganum, en þar voru engin handrið þegar slysið átti sér stað. Meira »

Með lag í Netflix-kvikmynd

10:09 „Þetta var allt mjög mikil tilviljun,“ segir Unnur Eggertsdóttir, leik- og söngkona, en nýlega keypti leikstjórinn Dan Gilroy af henni lag fyrir senu í Netflix-kvikmyndinni Velvet Buzzsaw, sem skartar leikaranum Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki. Meira »

Mátti gera fjárnám vegna skattbrots

09:40 Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í vikunni beiðni karlmanns um að ógilda fjárnám sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði gert. Fjárnámið var gert vegna skuldar mannsins við sýslumann í kjölfar dóms sem hann hlaut árið 2013 í skattamáli. Hafði hann verið dæmdur til að greiða 64 milljónir vegna vangoldins virðisaukaskatts. Meira »

Bjarni Benediktsson mætir á Þingvelli

08:30 Störfum Alþingis var frestað nú á föstudaginn eftir að hafa lokið afgreiðslu fjölmargra mála nú í desember, meðal annars fjárlaga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætir í þjóðmálaþáttinn Þingvelli í dag. Meira »

Enn ein lægðin gengur yfir á morgun

08:22 Á morgun kemur enn ein lægðin upp að landinu með vaxandi vindi þar sem búast má við 15-23 m/s víða um land og allt að 28 m/s um tíma syðst á landinu auk hvassari hviða. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »

Greiðfært en hálka víða

07:43 Víðast er vel greiðfært á landinu, en hálku og hálkubletti má finna víða. Hellisheiði er til að mynda orðin auð, en hálka er á Mosfellsheiði, Kjósarskarði og hálkublettir í Þrengslum. Þá er hálka á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Snæfellsnesi og Bröttubrekku. Meira »

Eldur í jólaskreytingu í Borgartúni

07:12 Eldur kom upp í jólaskreytingu í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni í Reykjavík rétt fyrir miðnætti. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang, en eldurinn var minniháttar og hafði verið slökktur þegar slökkviliðið kom á staðinn. Meira »

Róa áfram inn í nóttina

Í gær, 22:15 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamennirnir sjö sem hófu síðdegis í gær vikulangan róður í verslun Under Armour í Kringlunni til styrktar Frú Ragnheiði láta engan bilbug á sér finna og voru á fleygiferð þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði fyrr í kvöld. Söfnunin gengur vonum framar miðað við fyrstu væntingar. Meira »

Stekkjastaur laumufarþegi í flugvélinni

Í gær, 22:02 Grunnskólabörn í Kulusuk létu sig ekki vanta á flugvöllinn í dag, þegar liðsmenn Hróksins og Kalak mættu með jólagjafir handa öllum börnum í bænum. Stekkjarstaur var laumufarþegi og sá um að útdeila gjöfunum með aðstoð starfsmanna Air Iceland Connect. Meira »

Galdurinn að komast á trúnó

Í gær, 20:05 „Það tók langan tíma að fá Ragga til að samþykkja að koma í viðtal. Hann sagðist vera búinn að vera í svo mörgum viðtölum um ævina og að hann væri hættur að fara í fjölmiðla,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir sem á hugmyndina að sjónvarpsþáttunum Trúnó, en myndavélin hefur fylgt henni frá æsku. Meira »

Situr einn að 40 milljónunum

Í gær, 19:42 Einn spil­ari var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó í kvöld og fær hann rúma 41 milljón króna, en vinningsmiðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Meira »

Á sama vegheflinum í nær 26 ár

Í gær, 19:20 Vegagerðin heldur úti víðtæku eftirlitskerfi og þar gegna hefilstjórar á 22 vegheflum mikilvægu hlutverki. Einn þeirra er Gunnlaugur Einarsson, flokkstjóri og vélamaður á Vopnafirði. Hann hefur staðið vaktina og heflað vegi í tæplega þrjá áratugi og man tímana tvenna. Meira »

Gluggi inn í störf lögreglu

Í gær, 18:45 „Við höfum náð á síðustu árum og áratugum að einfalda þau verkefni sem við sinnum, en þó eru þau verkefni sem við sinnum gríðarlega fjölþætt og ég held að það sé áhugavert fyrir fólk að sjá hvað starf lögreglunnar er fjölþætt,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Vandamálið skortur á viðurlögum

Í gær, 18:43 Lyfjastofnun hafa borist 15 tilkynningar vegna lækningatækja frá árinu 2011 vegna atvika þar sem grunur leikur á um að tækin uppfylli ekki öryggiskröfur. Ekkert atvik hefur þó leitt til heilsutjóns eða dauða að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. Meira »

Snýst allt um þessa hvítu húfu

Í gær, 18:30 Breyta þarf viðhorfi samfélagsins gagnvart annarri menntun en þeirri sem felst í bóknámi, segir Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri G.RUN í Grundarfirði. „Við erum ekki öll gerð til að fara í sama farveginn í lífinu og þannig á það ekki að vera,“ útskýrir hún. Meira »

Kitluðu bragðlaukana í Hörpu

Í gær, 18:01 Fjöldi manns tók sér hlé frá jólastressinu í dag og kom við á matarhátíð Búrsins sem haldin er í Hörpu þessa helgina.  Meira »

Var bundinn niður af áhöfn vélarinnar

Í gær, 15:28 Óskað var eftir aðstoð flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum nú í vikunni er flugvél var að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli með flugfarþega sem hafði látið öllum illum látum um borð í vélinni. Sá áhöfnin sér ekki annað fært en að binda manninn niður í sætið. Meira »

Samfylkingin hefur tekið fyrir fimm mál

Í gær, 14:45 Fimm mál hafa verið tekin fyrir hjá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar frá því að trúnaðarnefndin var sett á fót í febrúar fyrr á þessu ári. Frá því greinir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi, í samtali við mbl.is. Meira »

Reykofn í ljósum logum

Í gær, 14:12 Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag eftir að tilkynning hafði borist um að eldur væri laus í einbýlishúsi í Hveragerði. Slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi fóru á staðinn og þá kom í ljós að um minni háttar atvik var að ræða. Meira »
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
ALVÖRU KERRUR FYRIR ATHAFNAFÓLK
Vorum að fá sendingu m.a. af 2 tonna og 2,6 tonna kerrum, tveggja öxla, möguleik...
BOKIN.IS BÆKUR TIL SÖLU BOKIN.IS TEIKNIMYNDASÖGUR -mikið úrval -BOKIN.IS ÚRVAL MYNDLISTARBÓKA á bokin.is BOKIN.IS
BOKIN.IS RÚMLEGA 14 000 BÆKUR TIL SÖLU Á BOKIN.IS EFTIR INNSKRÁNINGU Á BOKIN...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...