Íslendingar „grátt leiknir“ af grannþjóðum

Hannes Hólmsteinn afhenti Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, skýrsluna í ...
Hannes Hólmsteinn afhenti Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, skýrsluna í dag. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, afhenti fjármálaráðherra skýrslu sína um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins í fjármálaráðuneytinu í dag. Hannes hefur unnið að skýrslunni í um fjögur ár og hefur útgáfa hennar dregist talsvert. „Skýrslan sýnir hversu grátt Íslendingar voru leiknir af grannþjóðunum,“ segir Hannes.

Skýrslan er á ensku og telur endanleg útgáfa hennar um 180 blaðsíður. Hannes hefur unnið að skýrslunni í um fjögur ár og hefur útgáfa hennar dregist talsvert, en stytting skýrslunnar er meðal þess sem hafði áhrif á seinkun útgáfu hennar.

Mbl.is heyrði í Hannesi nú fyrir hádegi. Helstu niðurstöður skýrslunnar segir Hannes vera þær að beiting hryðjuverkalaga gegn Íslandi hafi verið bæði ruddaleg og óþörf, og að Bretar hafi beitt Íslendinga misrétti með því að loka tveimur breskum bönkum í eigu Íslendinga, en bjarga öllum öðrum breskum bönkum.

Úr 600 blaðsíðum í 180

„Ég hafði skrifað mjög langa skýrslu og skilað henni á tilsettum tíma. Hún var um 600 blaðsíður og sá ég í samráði við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands að hún væri allt of löng. Mikill tími fór í að skera hana niður í 320 blaðsíður, en síðan fannst okkur að hún væri jafnvel of löng og ég tók þriðju atrennu að henni og skar hana niður í 180 blaðsíður.“

Hannesi fannst einnig viðeigandi að skýrslan kæmi út núna vegna þess að tíu ár eru frá hruninu, en meðal annarra áhrifaþátta var útgáfa annarra skýrslna um hrunið, sem Hannes vildi bíða eftir, og bið eftir viðmælendum.

Breska fjármálaeftirlitið gaf út tilskipun á hendur Landsbankanum í Lundúnum ...
Breska fjármálaeftirlitið gaf út tilskipun á hendur Landsbankanum í Lundúnum fimm dögum áður en hryðjuverkalögum var beitt. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hannes segir að honum takist í skýrslunni að sýna fram á að hryðjuverkalögin hafi verið óþörf. „Óþörf vegna þess að ég fann tilskipun frá breska fjármálaeftirlitinu til útibús Landsbankans í Lundúnum, sem var gefin út fimm dögum áður en hryðjuverkalögin voru sett. Þar var Landsbankanum bannað að flytja fé úr landi nema með samþykki fjármálaeftirlitsins. Þetta hefði alveg nægt til þess að hindra ólöglega fjármagnsflutninga úr landi, en það var tilgangur hryðjuverkalaganna.“

Íslendingum mismunað á grundvelli þjóðernis

„Beiting hryðjuverkalaganna var líka mjög ruddaleg vegna þess að hún hafði þungar búsifjar í för með sér fyrir Íslendinga, og var dónaskapur við gamla grannþjóð. Það sést líka hversu ruddaleg hún var þegar haft er í huga að gegn Þjóðverjum, sem bjuggu við sömu aðstæður, var engum hryðjuverkalögum beitt, heldur var þeim veitt lán. Þetta var allt gert þegjandi og hljóðalaust á nokkrum mánuðum án nokkurrar milliríkjadeilu.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðra meginniðurstöðu skýrslunnar segir Hannes vera að Bretar hafi mismunað Íslendingum með því að loka tveimur breskum bönkum sem voru í eigu Íslendinga, Heritable og KSF, á sama tíma og þeir björguðu öllum öðrum breskum bönkum. „Síðan kemur í ljós þegar þessir bresku bankar, sem voru í eigu íslendinga, voru gerðir upp að þeir áttu báðir fyrir skuldum. Þeir voru alls ekki gjaldþrota og það var alveg að ósekju sem þeim var lokað.“

Hannes veltir fyrir sér hvers vegna framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi ekki tekið málið upp því þarna hafi Íslendingum augljóslega verið mismunað á grundvelli þjóðernis. „Það fengu allir bankar í Bretlandi aðstoð nema þeir tveir bankar sem voru í eigu Íslendinga.“

mbl.is

Innlent »

Japönsk kvikmynd þótti of dónaleg

20:37 Það er margt sem saga kláms á Íslandi á sameiginlegt með sögu kláms annars staðar í heiminum, en af því var minna framleitt hér á landi en víða annars staðar. Þetta segir Kristín Svava Tómasdóttir, höfundur sagnfræðiritsins Stund klámsins. Meira »

Stefnir í tvöfaldan lottópott

19:51 Eng­inn var með fyrsta vinn­ing í Lottó í kvöld og stefn­ir því í tvö­fald­an pott í næstu viku. Tveir deildu hins vegar með sér öðrum vinningi og hljóta þeir 158 þúsund krónur hvor. Annar miðinn var í áskrift en hinn var keyptur í verslun 10-11 á Laugaveginum. Meira »

Harðkjarnarokk fær nýjan samastað

19:45 Aðdáendur þungarokks á Íslandi geta bráðlega ekki lengur svalað þorsta sínum í málm- og harðkjarnarokk á Rás 2. Ríkisútvarpið hefur ákveðið að taka eina þungarokksþátt landsins, Dordingul, úr loftinu og færa hann alfarið á veraldarvefinn. Meira »

Í varðhaldi vegna vinnumansals

19:21 Erlendur maður hefur verið í gæsluvarðhaldi í hálfan mánuð vegna gruns um að hann hafi stundað vinnumansal, að því er fram kom í fréttum RÚV í kvöld. Er maðurinn, sem er pakistanskur, talinn hafa flutt tugi manna til Íslands yfir um tveggja ára skeið og suma þeirra á fölsuðum skilríkjum. Meira »

Skeytingarleysi er ekki valkostur

18:40 „Virðing og skilningur þarf alltaf að vera leiðarljós í aðstoð við fólk sem stendur höllum fæti,“ segir segir formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Félagsráðgjafar lásu sögur skjólstæðinga sinna og vilja að stjórnvöld og aðrir styðji fátækt fólk með félagslegum umbótum. Meira »

„Töluvert mikið álag á spítalanum“

18:25 Það er viðvarandi hátt álag á Landspítalanum sem veldur því að eðlilegar sveiflur í komum á spítalann geta leitt til erfiðleika á bráðamóttöku eins og varð í gær, að því er Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, segir í samtali við mbl.is. Meira »

Stjórn­völd í herferð gegn tekjulágum

17:58 Aukinn ójöfnuður, skattbyrði láglaunahópa og tækifæri til úrbóta í skattkerfinu var á meðal þess sem kom fram á opnum fundi Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands í dag. Fundurinn bar yfirskriftina Skattbyrði og skerðingar og afkoma lágtekjufólks á Íslandi var einkum til umræðu. Meira »

„Vel haldið utan um okkur“

17:08 „Það er mjög vel haldið utan um okkur,“ segir Þórdís Ósk Sigtryggsdóttir, ein þeirra um 160 farþega sem voru um borð í flugvél Icelandair sem skyndilega þurfti að lenda á Saguenay Bagotville-flugvellinum í Kanada, vegna sprungu í rúðu í flugstjórnarklefa vélarinnar. Meira »

Mótmæltu með blómum og skiltum

16:11 Hernaðarandstæðingar stóðu fyrir mótmælum og sögugöngu í Þjórsárdal í dag, en þar fór fram seinni dagur heræfingar bandarískra hermanna. Tilgangur æfingarinnar er að undirbúa hermenn til veru í slæmu veðri og kanna þolmörk þeirra í göngu með þungan búnað. 400 hermenn áttu að taka þátt í æfingunni. Meira »

Gjaldskýlin urðu gröfunum að bráð

16:05 Starfsmenn verktakafyrirtækisins Þróttar ehf. unnu við það í vikunni að fjarlægja tvö af þremur gjaldskýlum Hvalfjarðarganga með stórvirkum gröfum. Meira »

Margt á 10 ára afmæli UNICEF og Te & Kaffi

15:52 Margt var um manninn þegar UNICEF á Íslandi og Te & Kaffi blésu til afmælisveislu í Smáralindinni í dag til að fagna 10 ára farsælu samstarfi. Tveggja metra afmæliskakka kláraðist og mikill fögnuður braust út þegar tónlistarmaðurinn Páll Óskar steig þar á svið. Meira »

Ólafur: Barátta sem má ekki tapast

14:52 Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða og fyrrverandi forseti, segir framtíð norðurslóða og orkubyltingu vera sömu hliðina á sama peningnum. Ólafur var gestur í Víglínunni á Stöð 2 hjá Heimi Má Péturssyni. Meira »

Metfjöldi herskipa hér við land

13:33 „Við röðum þessum skipum bara upp eins og kubbum sem þurfa að falla sem best að bryggjunni. Við þá vinnu skiptir lengd skipa mestu máli og hversu djúpt þau rista,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Morgunblaðið í dag og vísar í máli sínu til þess mikla fjölda herskipa Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem nú liggur við bryggju á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Taka athugasemdir ASÍ alvarlega

13:08 „Við tökum athugasemdir ASÍ alvarlega. Það er ljóst að ég mun tryggja það að við munum ekki taka að okkur verkefni sem iðnaðarmenn eða aðrir hafa áhuga á,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar um gagnrýni ASÍ á fyrirkomulag sem gilt hefur um störf fanga undan fangelsa . Meira »

„Menn lifa ekki á kostnaðarmötum“

12:21 „Við höfum ekki rætt þetta í samninganefndinni, en við látum eitthvað kostnaðarmat ekki hafa áhrif á það sem við erum að gera. Við teljum okkur vera að ná launum fyrir fólk sem þarf á því að halda og er á lágum launum í dag,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Yfir 600 á biðlista inn á Vog

12:11 „Það er með algjörum ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld skuli ekki bregðast við þessum vanda á einhvern hátt. Starfsfólkið á Vogi vinnur allan sólarhringinn á vöktum, alla daga ársins og ekkert má útaf bregða í rekstrinum, hvorki veikindi né aðrar óvæntar uppákomur,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Meira »

Jón Steinar prófi „sitt eigið meðal“

11:41 „Karlar gera merkilega hluti er mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verður hvorki útskýrð eða rökrædd við mann sem skrifar feðraveldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „öruggt svæði“ er,“ segir í yfirlýsingu stjórnenda Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti Meira »

Fann pabba sinn eftir 18 ára leit

10:26 Kristín Jónsdóttir komst að því þrítug að hún hafði verið rangfeðruð, þótt faðernið hefði verið staðfest með blóðrannsókn fyrir dómi á sínum tíma. Hún hóf leit að réttum föður og hefur nú fundið hann eftir 18 ára leit. Þjóðskrá skráir hann þó ekki sem föður hennar jafnvel þótt DNA-próf liggi fyrir. Meira »

Rúða brotnaði í flugstjórnarklefanum

08:34 Farþegavél Icelandair á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur var snúið við og henni lent á Bagotville-flugvellinum í Quebec í Kanada vegna neyðartilfellis. Farþegar í vélinni greina frá atburðarásinni á Twitter og segja að flugmaðurinn hafi tilkynnt að vinstri rúða í flugstjórnarklefanum hafi brotnað. Meira »
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Downtown Reykjavik. S. 6947881, Alina...
AUDI A6 Quadro
Til sölu Audi A6, Quadro, 4.2 árg. 2005 Ekinn 166 þús. Bose hljóðkerfi, leður,...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...