Ógildingu íbúakosningar hafnað

Hugmyndin að nýjum miðbæ á Selfossi með eftirlíkingum gamalla húsa …
Hugmyndin að nýjum miðbæ á Selfossi með eftirlíkingum gamalla húsa víða að hefur verið umdeild. Teikning/Sigtún Þróunarfélag

Tveir annmarkar voru á undirbúningi íbúakosningar um skipulagsmál í sveitarfélaginu Árborg í sumar, en hvorugur þeirra hefði getað haft áhrif á niðurstöður atkvæðagreiðslunnar.

Þetta er niðurstaða kjörnefndar þriggja lögfræðinga sem sýslumaðurinn á Suðurlandi skipaði vegna kæru tveggja íbúa sem kröfðust ógildingar kosningarinnar. Kærunni var vísað frá.

Íbúakosningin sem fram fór 18. ágúst var um skipulag í miðbænum á Selfossi. Tveir íbúar í sveitarfélaginu, Magnús Karel Hannesson og Aldís Sigfúsdóttir, lögðu fram kæru til sýslumanns nokkrum dögum síðar þar sem bent var á ýmsa formgalla og annmarka á undirbúningi og framkvæmd kosninganna.

Kjörnefndin komst að þeirri niðurstöðu að ágallar hefði verið á orðalagi í auglýsingu um framlagningu kjörskrár og rangar upplýsingar verið í kynningarbæklingi sveitarfélagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert