Skilorð og risasekt í Strawberries-máli

Eigandi og framkvæmdastjóri kampavínsklúbbsins Strawberries sem starfræktur var í Lækjargötu …
Eigandi og framkvæmdastjóri kampavínsklúbbsins Strawberries sem starfræktur var í Lækjargötu í Reykjavík var dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða 242 milljónir króna í sekt. Ómar Óskarsson

Landsréttur dæmdi á föstudag Viðar Má Friðfinnsson í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og gerði honum að greiða 242 milljóna króna sekt fyrir meiri háttar brot á skattalögum og almennum hegningarlögum í starfi sínu sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður félags sem rak kampavínsklúbbinn Strawberries. Þá var veitingahúsinu Læk, sem var í hans eigu, gert að greiða 158 milljóna króna sekt.

Í dómi Landsréttar segir að Viðar hafi staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum og vantalið virðisaukaskattskylda veltu félagsins og innheimtan virðisaukaskatt sem bar að standa ríkissjóði skil á. Þá hafi hann einnig staðið skil á efnislega röngum skattframtölum og komist með því móti hjá því að greiða tekjuskatt og útsvar.

Í dómnum segir að hann hafi vantalið virðisaukaskattskylda veltu að fjárhæð rúmlega 230 milljónir króna og virðisaukaskatt að fjárhæð tæplega 53 milljónir króna. Þá taldi hann ekki fram á persónulegum skattframtölum sínum rúmlega 64 milljóna króna tekjur og komst hann þannig hjá því að greiða rúmar 28 milljónir króna í tekjuskatt og útsvar.

Þá var tveimur félögum í eigu Viðars Más gert að sæta upptöku á alls rúmlega 20 milljónum króna, sjö bifreiðum og báti.

Dómurinn í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert