Skógrækt á 3 hekturum í Haukadal

Birtufólk og starfsmenn Skógræktarinnar eftir að 500 plöntur af stafafuru …
Birtufólk og starfsmenn Skógræktarinnar eftir að 500 plöntur af stafafuru voru komnar á sinn stað í nýúthlutuðu landi lífeyrissjóðsins. Að því búnu var skrifað undir samning. Ljósmynd/Aðsend

Birta lífeyrissjóður og Skógræktin hafa samið til þriggja ára um skógrækt á þremur hekturum lands í Haukadal. Þetta er liður í Grænum sporum Birtu, verkefni sem lífeyrissjóðurinn hefur ýtt úr vör.

Markmiðið með verkefninu að kolefnisjafna á móti eigin rekstri, innleiða grænt bókhald og stuðla í smáu og stóru að því að reksturinn sé í sátt við umhverfi og náttúru, að því er segir í tilkynningu.

Þetta er fyrsti samningur sinnar tegundar sem lífeyrissjóður gerir við Skógræktina og um leið stefnuyfirlýsing um Græn spor Birtu.

Samninginn undirrituðu í Haukadal Jakob Tryggvason stjórnarformaður og Ingibjörg Ólafsdóttir, …
Samninginn undirrituðu í Haukadal Jakob Tryggvason stjórnarformaður og Ingibjörg Ólafsdóttir, varaformaður stjórnar, fyrir hönd Birtu lífeyrissjóðs og Tryggvi Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi, fyrir hönd Skógræktarinnar. Ljósmynd/Aðsend

Samningurinn var undirritaður í Haukadal að viðstöddum stjórnarmönnum og stjórnendum Birtu og og fulltrúum Skógræktarinnar. Gert er ráð fyrir að í Birtulandinu verði plantað blönduðum skógi með stafafuru, sitkagreni og alaskaösp.

Kolefnisbinding og kolefnisforði skógarins í trjám, botngróðri og jarðvegi verður eign Birtu lífeyrissjóðs næstu hálfa öldina eða til ársins 2068. Eignarhaldið færist þá til Skógræktarinnar án endurgjalds.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert