„Það er ekki bara eitt hótel í Nuuk“

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins (t.v.).
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins (t.v.). mbl.is/​Hari

„Það hlýtur að vera grafalvarlegt mál ef það birtast rangar upplýsingar á vef Alþingis,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins á þingi í dag. Guðmundur ræddi ferð Íslandsdeildar Norðurlandaráðs til Nuuk en áður hafði honum blöskrað hversu dýr ferðin var.

Guðmundur sagði að það væri rangt sem segði á vef Alþingis að það væri bara einn í velferðarnefnd, þeir væru tveir. „Síðan segja þeir að það sé bara eitt hótel í Nuuk, það er ekki bara eitt hótel í Nuuk,“ sagði Guðmundur.

Guðmundur var sá þingmaður sem Alþingi greiddi mestan hótelkostnað fyrir vegna ferðarinnar til Nuuk. Skýringin á því er bæði vegna þess hve snemma uppselt var í flug frá Íslandi til Grænlands og hvenær þingmenn tilkynntu þátttöku.

Guðmundur velti fyrir sér kostnaðinum við þátttöku í Norðurlandaráði sem að hans sögn nemur 17 milljónum króna á ári. Auk þess kosti sitt að halda uppi skrifstofu Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. „Er þetta nauðsynlegt?“

Hann sagði að þingmenn tækju þátt í á öðrum tug erlendra nefnda og það kostaði sitt. „Þegar málefnið snýr að örykjum þá er alltaf talað um að takmarka fjármuni ríkisins. Hefur einhver komið hér upp og talað um að takmarka fjármuni ríkisins í erlendum nefndum og öðru?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert