Ekki náðist að fella 64 hreindýr

Ekki náðist allur hreindýrakvótinn.
Ekki náðist allur hreindýrakvótinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki tókst að fella 64 hreindýr af þeim kvóta sem gefinn var út fyrir nýafstaðið veiðitímabil. Alls voru felld 1.346 hreindýr á tímabilinu. Heildarkvótinn á þessu ári er 1.450 dýr, þar af á að fella 40 hreinkýr í nóvember á svæði 8.

Í fyrra gengu 11 hreindýr af, tveir tarfar og níu kýr, af 1.275 dýra kvóta. Árið áður, 2016, náðist ekki að veiða 29 hreindýr. Met var sett í núverandi kerfi árið 2015 þegar ekki náðist að veiða 103 hreindýr af þeim 1.274 dýrum sem veiða átti til 20. september það ár.

Hreindýraveiðum lauk nú að venju 20. september og þá voru óveidd 61 hreinkýr og þrír hreintarfar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert