Éljagangur á heiðum

Veðrið er víða óspennandi á landinu og segir í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands að að spáð sé éljum til fjalla vestan- og norðanlands. Þetta getur haft áhrif á akstursskilyrði á heiðum.

Spá er vestlægri átt í dag, 3-10 m/s og lítils háttar skúrum eða slydduéljum en víða léttskýjað á Suðaustur- og Austurlandi. Hiti 1 til 8 stig. 

Svipað útlit á morgun en hvöss sunnanátt með talsverðri rigningu sunnan og vestan til á landinu á föstudag. Hægari norðvestanátt á laugardag. Skúrir eða él norðanlands en úrkomulítið í öðrum landshlutum, segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurspáin fyrir næstu daga

Vestlæg átt 3-10 og dálitlar skúrir eða slydduél, en þurrt og bjart veður á Austur- og Suðausturlandi. Hiti 1 til 8 stig. Svipað veður á morgun.

Á fimmtudag:

Vestan 5-10 og smáskúrir eða él, en þurrt og bjart veður SA- og A-lands. Hiti 2 til 8 stig. 

Á föstudag:
Hvöss suðvestanátt með rigningu, talsverð úrkoma S- og V-lands. Hiti yfirleitt 5 til 10 stig. 

Á laugardag:
Norðvestanátt og skúrir eða él N-til á landinu, en þurrt syðra. Hiti 0 til 8 stig, mildast við S-ströndina. 

Á sunnudag:
Hæg suðvestanátt, þurrt og víða bjart veður. Hiti 1 til 6 stig að deginum, en vægt frost NA-lands. 

Á mánudag:
Allhvöss eða hvöss sunnanátt með rigningu og hlýnandi veðri. 

Á þriðjudag:
Suðvestanátt og skúrir, en léttir til um landið A-vert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert