Fór ekki út fyrir verksvið sitt

Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu.
Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu.

Velferðarráðuneytið telur að Bragi Guðbrandsson hafi ekki farið út fyrir verksvið sitt sem forstjóri Barnaverndarstofu í tengslum barnaverndarmál í Hafnarfirði vegna samskipta við föðurafa barns sem til umfjöllunar var hjá barnaverndaryfirvöldum.

Velferðarráðuneytið samþykkti í sumar endurupptöku málsins eftir að niðurstaða óháðrar úttektar lá fyrir um að ráðuneytið hefði brotið á Braga við rannsókn málsins. Fram kemur í niðurstöðum nýrrar rannsóknar þess að með vísan til gagna sem fyrir liggi í málinu hafi orðið misbrestur á málsmeðferðinni sem leitt hafi til fyrri niðurstöðu.

Meðal annars hafi ekki verið farið að grundvallarreglum stjórnsýsluréttar um rannsókn mála og andmælaréttar gætt samkvæmt stjórnsýslulögum. Mat velferðarráðuneytisins er að ekki verði séð að Bragi hafi í starfi sínu farið út fyrir verksvið sitt og ekki verði séð að upplýsingagjöf hans til föðurafans hafi gefið tilefni til aðfinnslu samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina