Lágmarkslaun 375 þúsund

Framsýn vill að samið verði um krónutöluhækkanir og nýja launatöflu.
Framsýn vill að samið verði um krónutöluhækkanir og nýja launatöflu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stéttarfélagið Framsýn á Húsavík krefst þess í komandi kjaraviðræðum við atvinnurekendur að lágmarkslaun verði 375.000 kr. á mánuði fyrir fullt starf.

Samið verði um krónutöluhækkanir og nýja launatöflu og jafnframt krefst félagið þess m.a. að ráðist verði í skattkerfisbreytingar með fjölgun skattþrepa eða sérstakri hækkun á persónuafslætti þeirra sem eru á lágmarkslaunum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Framsýn hefur gengið frá kröfugerð sinni sem verður innlegg félagsins í sameiginlega kröfugerð Starfsgreinasambandsins og komið henni á framfæri við samninganefnd Starfsgreinasambandsins, sem kemur saman í byrjun október til að móta endanlega kröfugerð sambandsins gagnvart Samtökum atvinnulífsins.

Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert