#metoo áfram á dagskrá hjá Alþingi

Steingrímur J. Sigfússon þingforseti.
Steingrímur J. Sigfússon þingforseti. mbl.is/​Hari

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að vilji sé fyrir hendi á Alþingi til að halda áfram því starfi sem hófst í upphafi ársins, þar sem kannað verði hvernig þingheimur getur viðhaldið því átaki sem hófst í kjölfar umræðna um #metoo-byltinguna síðasta vetur, m.a. á Alþingi.

Hann nefnir sem dæmi að hægt væri að endurtaka með einum eða öðrum hætti Rakarastofuráðstefnu Alþingis, eins og þá sem haldin var í fyrsta skipti hér á landi á Alþingi hinn 9. febrúar sl. Sú ráðstefna þótti vel heppnuð en hún var haldin í samstarfi við UN Women á Íslandi og utanríkisráðuneytið vegna #metoo-byltingarinnar.

„Eins og kunnugt er héldum við Rakarstofuráðstefnu Alþingis í febrúarmánuði sl. og við samþykktum í kjölfar þeirrar ráðstefnu breytingar á siðareglum alþingismanna fyrir vorið, þar sem mjög afdráttarlaus ákvæði komu inn í siðareglurnar um þetta. Væntanlega er það fyrsta þingið sem ákveður að taka upp mjög skýr ákvæði sem taka á hvers kyns áreitni og ofbeldi. Það snýr að þingmönnum, starfsmönnum okkar og gestum. Það snýr að þinginu bæði út á við og inn á við og leggur skyldur á herðar þingmönnum hvar sem þeir eru sem opinberar persónur, á ferðum á vegum þingsins, eða hvar sem er,“ sagði Steingrímur m.a. í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert