Pöntunarkerfi í stað verslunar

Pöntunarkerfi eða póstverslun í einhverri mynd eru þeir kostir helstir …
Pöntunarkerfi eða póstverslun í einhverri mynd eru þeir kostir helstir sem verið er að skoða í Árneshreppi á Ströndum vegna lokunar verslunarinnar í Norðurfirði. mbl.is/Árni Sæberg

Pöntunarkerfi eða póstverslun í einhverri mynd eru þeir kostir helstir sem verið er að skoða í Árneshreppi á Ströndum. Verið er að loka versluninni sem þar hefur verið lengi og er ólíklegt að verslun verði rekin í Norðurfirði í vetur.

Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi, segir að vonir standi til þess að hægt verði að finna einhvern næsta vor til að taka við búðinni og reka hana allt árið. Hún segist reikna með að 15-18 manns verði í Árneshreppi í vetur, en um 40 manns með lögheimili.

„Það er hæpið að við fáum einhvern til að taka við þessu rétt fyrir vetur, en ég hef eigi að síður fengið eina fyrirspurn,“ segir Eva í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hún segir að óskað hafi verið eftir hugmyndum frá íbúum í hreppnum um hvernig best megi standa að þessari þjónustu í vetur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »