Upptökur leyfðar við dómsuppkvaðningu

Frá endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins við Hæstarétt.
Frá endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins við Hæstarétt. mbl.is/​Hari

Hæstiréttur ætlar að leyfa upptökur í hljóði og mynd þegar dómur verður kveðinn upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, en almennt eru slíkar upptökur ekki leyfðar þegar þinghald fer fram.

Í tilkynningu frá Hæstarétti kemur fram að þegar dómur verði kveðinn upp í þessu máli verði hann fyrstur í röðinni og svo verði gert 5 mínútna hlé þar til aðrir dómar verða kveðnir upp.

Almennt eru dómsuppkvaðningar á fimmtudögum og birtist málalisti yfir þau mál sem dómur er kveðinn upp í fyrr um morguninn. Ekki er tiltekið í tilkynningu réttarins hvort dómur verði kveðinn upp í þessu tiltekna máli nú á fimmtudaginn eða hvort það verði á næstu vikum. Málflutningur var 13. og 14. september og verða því á morgun tvær vikur frá því að málið var tekið fyrir. Hæstiréttur hefur fjórar vikur til að úrskurða í málum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert