200 milljónum undir áætlun

Við dýpkun í Landeyjahöfn.
Við dýpkun í Landeyjahöfn. Styrmir Kári

Björgun ehf. átti langlægsta tilboð í dýpkun í og við Landeyjahöfn næstu þrjú árin. Tilboð fyrirtækisins reyndist 200 milljónum króna undir áætlun Vegagerðarinnar um verktakakostnað.

Í útboði Vegagerðarinnar er miðað við dýpkun um 300 þúsund rúmmetra á ári, alls um 900 þúsund rúmmetra. Er það talsvert minna en undanfarin ár.

Tilboð lægstbjóðanda, Björgunar ehf., hljóðaði upp á tæpar 618 milljónir kr. sem er liðlega 75% af áætluðum verktakakostnaði sem var 817 milljónir. Tvö önnur tilboð bárust, Jan De Nul n.v. bauðst til að taka verkið að sér fyrir 1.179 milljónir. Það er belgíska fyrirtækið sem annast hefur dýpkunina undanfarin þrjú ár og notað dýpkunarskipið Galilei 2000 við verkið. Þá bauð Tohde Nielsen A/S í Kaupmannahöfn tæpar 1.400 milljónir. Hæsta tilboð er því meira en tvöfalt hærra en það lægsta, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert