50 hillumetrar skjala

Njörður Sigurðsson og Kristjana Vigdís Ingvadóttir við frágang.
Njörður Sigurðsson og Kristjana Vigdís Ingvadóttir við frágang. mbl.is/​Hari

Ólafur Ragnar Grímsson greiðir Þjóðskjalasafninu 3,5 milljónir króna fyrir skráningu og frágang einkaskjalasafns síns sem afhent hefur verið safninu.

Búist er við að vinnunni ljúki fyrir áramót og þá verður gerður samningur við Ólaf um það hvernig háttað verður aðgangi að safninu.

Skjöl Ólafs Ragnars mynda eitt stærsta einkaskjalasafn landsins. Það er um 50 hillumetrar að lengd en var við afhendingu í 223 pappakössum og þremur skjalaskápum, að því er fram kemur í umfjöllun um skjalasafn forsetans fyrrverandi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert