Áfram varað við borgarísjaka

Landhelgisgæslan vill ítreka þá hættu sem getur skapast í kringum …
Landhelgisgæslan vill ítreka þá hættu sem getur skapast í kringum borgarísjaka og hvetur sjófarendur á svæðinu til að fara með gát. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Mikið virðist hafa brotnað úr borgarísjakanum sem er strand við Hrólfssker í mynni Eyjafjarðar, samkvæmt þeim upplýsingum sem Landhelgisgæslan hefur undir höndum. 

Samkvæmt tilkynningu Landhelgisgæslunnar eru tveir stórir ísjakar við borgarísinn sem sjást að öllum líkindum illa á radar og það sem brotnar frá jakanum virðist reka til austurs.

Landhelgisgæslan vill ítreka þá hættu sem getur skapast í kringum slíka jaka og hvetur sjófarendur á svæðinu til að fara með gát.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert