Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni

Maður­inn er ákærður fyr­ir brot á 1. gr. 194. gr. …
Maður­inn er ákærður fyr­ir brot á 1. gr. 194. gr. almennra hegningarlaga sem tek­ur á nauðgun og 1. og 2. mgr. 202 gr. sömu laga sem fjalla um kyn­ferðis­brot gegn börn­um. mbl.is/Kristinn Magnússon

Karl­maður hef­ur verið ákærður af embætti héraðssak­sókn­ara fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn stjúpdótt­ur sinni með því að hafa beitt hana ofbeldi og ólögmætri nauðung á heimili þeirra. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 

Í ákæru máls­ins kem­ur fram að maður­inn hafi í krafti yf­ir­burðastöðu sinn­ar gagn­vart stúlk­unni, vegna trausts og trúnaðar hennar til hans sem stjúpföður, beitt hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að hafa, fyrir önnur kynferðismök en samræði, strokið læri og kynfæri stúlkunnar utanklæða í bifreið ákærða og haldið áfram þrátt fyrir að stúlkan hafi ýtt hendi hans frá. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa áreitt hana kynferðislega með því að hafa látið hana komið við og káfa á berum kynfærum hans þegar stúlkan var í baði.

Er maður­inn ákærður fyr­ir brot á 1. gr. 194. gr. almennra hegningarlaga  sem tek­ur á nauðgun og 1. og 2. mgr. 202 gr. sömu laga sem fjalla um kyn­ferðis­brot gegn börn­um.

Móðir stúlk­unn­ar fer auk þess fram á að mann­in­um verði gert að greiða stúlk­unni fimm millj­ón­ir króna í bæt­ur vegna brot­anna, með vöxtum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert