Dómsuppkvaðningin - Myndskeið

Klukkan tvö í dag verður kveðinn upp dómur í endurupptökunni á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í Hæstarétti. Gefið hefur leyfi til að mynda þegar dómsuppkvaðningin verður og sýnir mbl.is beint frá því.  

End­urupp­töku­nefnd féllst í fe­brú­ar 2017 á end­urupp­töku­beiðnir er varða fimm menn sem sak­felld­ir voru í tengsl­um við hvarf tveggja manna, Guðmund­ar Ein­ars­son­ar og Geirfinns Ein­ars­son­ar, á átt­unda ára­tug síðustu ald­ar.

Málið er fyr­ir marg­ar sak­ir óvenju­legt, ekki síst af því að Davíð Þór Björg­vins­son, full­trúi ákæru­valds­ins í end­urupp­töku mál­anna, fór fram á sýknu yfir fimmmenningunum, líkt og verjendur í málinu.

Dóm­ar­ar verða hæsta­rétt­ar­dóm­ar­arn­ir Þor­geir Örlygs­son, for­seti rétt­ar­ins, Greta Bald­urs­dótt­ir, Helgi Ingólf­ur Jóns­son, Ólaf­ur Börk­ur Þor­valds­son og Viðar Már Matth­ías­son.

Uppfært: Dómsuppkvaðningin var í beinni útsendingu en er nú í myndskeiðinu fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert