Helga hittir Áslaugu í dag

Áslaug Thelma Einarsdóttir.
Áslaug Thelma Einarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Áslaug Thelma Einarsdóttir mun í dag eiga fund með Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra OR. 

Þetta kemur fram í færslu sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar, hefur birt á Facebook.

Áslaugu var sagt upp störf­um sem for­stöðumanni ein­stak­lings­markaðar hjá Orku nátt­úr­unn­ar, dótt­ur­fyr­ir­tæki Orku­veit­unn­ar, fyrir um hálfum mánuði. Hún hefur gagn­rýnt fyrr­ver­andi framkvæmdastjóra ON, Bjarna Má Júlí­us­son, fyr­ir óviðeig­andi hegðun gagn­vart starfs­fólki fyr­ir­tæk­is­ins.

Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR.
Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR. Ljósmynd/Aðsend

Einar segir að ennþá hafi enginn útskýrt fyrir Áslagu hvers vegna hún var rekin en bætir við:

„Í dag fær konan mín loksins að hitta nýja forstjóra OR sem er kominn í starfið vegna atburðarásar sem aldrei hefði farið af stað ef konan mín ekki þorað að standa upp og mótmæla ömurlegri og fullkomlega óásættanlegri framkomu í hennar garð.“

Hann segir ennfremur, að það sé einlæg von þeirra að Helga geti útskýrt framkomu fyrirtækisins gagnvart henni og hvað forstjórinn telji eðlilegt að gera fyrir fólk sem þurfi að þola svona framkomu og leita réttar síns í gegnum fjölmiðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert