Styðji stækkun og eflingu sveitarfélaga

Vilji er til að sameina sveitarfélög frekar en orðið er.
Vilji er til að sameina sveitarfélög frekar en orðið er. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Tvær tillögur eru gerðar um stækkun og eflingu sveitarfélaga á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fer á Akureyri.

Annars vegar er lagt til óbreytt orðalag í stefnuyfirlýsingu sambandsins um stækkun sveitarfélaga með frjálsum sameiningum og hins vegar að sambandið styðji stækkun og eflingu sveitarfélaga. Landsþingið þarf að taka afstöðu til málsins, velja á milli tillagnanna.

Í Morgunblaðinu í dag segir að fyrir liggi skýrsla þar sem lagt er til að sveitarfélög verði sameinuð með lögum með tilliti til fólksfjölda á tilteknu árabili. Stefnumörkun til næstu fjögurra ára verður afgreidd á þessu þingi, eins og venja er við upphaf kjörtímabils.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert