Óþarfi að búa til tap úr sigrinum

Jón Steinar segir fullnaðarsigur hafa unnist í Hæstarétti í gær.
Jón Steinar segir fullnaðarsigur hafa unnist í Hæstarétti í gær. mbl.is/​Hari

„Það er alveg óþarfi að búa til eitthvert tap úr þessum sigri sem fólkið vann í gær. Þetta var sigur. Það var sýknað í málunum eins og kröfur stóðu til. Ég veit ekki af hverju þarf að snúa því upp í eitthvað annað,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristjáns Viðars Júlíussonar, sem sýknaður var í gær í endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í Hæstarétti.

Jóni finnst óþarfi að tala, líkt og margir hafa gert, eins og sýknudómurinn hafi ekki dugað til að réttlætinu væri fullnægt. „Það er alveg fráleitt að mínu mati. Þessi dómur í gær var fullnaðarsigur fyrir sakborninga í þessu máli.“

Sérkennilegt að krefjast viðurkenningar á sakleysi

Hann segir það ekki vera hlutverk Hæstaréttar að fjalla efnislega um sakleysi sakborninga, líkt og Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, hefði viljað sjá gert. Það sé ekki nein viðhlítandi stoð fyrir að krefjast þess. Ragnar sagði í samtali við mbl.is að hann hefði viljað fá afstöðu Hæstaréttar inn í forsendur dómsins. Þannig hefði verið hægt að senda skilaboð til dómstóla framtíðarinnar um að gæta sín. Fleiri hafa talað á þeim nótum.

Jón Steinar hefur aðra sýn á málið og segir slíkt ekki þekkjast. „Það er þannig í sakamálum að þá komast dómstólar bara að þeirri niðurstöðu hvort sök hefur verið sönnuð. Ef hún er ekki sönnuð þá eru menn sýknaðir af kröfum. Það er sérkennilegt að krefjast þess að í dómi í sakamáli felist einhvers konar viðurkenningardómur um það að þeir sem eru sakaðir hafi ekki drýgt glæpinn. Ég kannast ekki við neitt dæmi, að minnsta kosti ekki hjá íslenskum dómstólum, um að menn fái slíka niðurstöðu.“

Aðstandendur fyrrverandi sakborninga í málinu voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna í gær.
Aðstandendur fyrrverandi sakborninga í málinu voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna í gær. mbl.is/Hari

Hann segir þó alveg tilefni til að fjalla um hvað fór úrskeiðis þegar sakfellt var í málinu á sínum tíma. Það verði hins vegar ekki gert fyrir dómi. „Menn eiga vonandi eftir að fjalla heilmikið um þetta mál, hvað fór þar úrskeiðis og hvað þurfi að betrumbæta. En það er allt gert á þeim forsendum að sakfellingarnar voru rangar, eins og nú er búið að fá viðurkennt. Auðvitað þarf þjóðin að átta sig á því til að freista þess að tryggja að svona gerist ekki aftur. Það er kannski aldrei hægt, en reyna að minnsta kosti að draga lærdóm af þessu í þá veru.“

Aldrei dæma eftir vindum sem blása í samfélaginu

Jón Steinar segist hafa haldið uppi umræðum um það lengi hvernig koma megi í veg fyrir að svona lagað gerist.

„Dómstólar í landinu eiga að einbeita sér að því, þegar verið er að dæma í refsimálum, að dæma bara eftir settum lögum og fara eftir öllum lagareglum sem um það gilda. Að sakborningar teljist saklausir þar til sekt sannast, að sakborningar hljóti mannúðlega meðferð og fái að færa fram varnir sínar skilmálalaust og fleira. Ef dómstólar eru einbeittir í að dæma aldrei eftir einhverjum vindum sem þeir telja að blási í samfélaginu, eins og þarna var gert, þá minnka líkurnar stórlega á að svona slys verði aftur.“ Jón Steinar segir það þýðingarmesta lærdóminn sem draga megi af málinu.

„Ég hef verið að tala um það upp á síðkastið að það hafi verið kveðnir upp dómar í þágu meints almenningsálits eftir hrun, án þess að lagaskilyrði hafi verið uppfyllt. Menn ættu núna að færast einu skrefi nær því að skilja að það gengur aldrei að dómsvaldið starfi eftir öðru en ströngum lagalegum mælikvarða.“

mbl.is

Innlent »

Árásirnar á Srí Lanka ráðgáta

Í gær, 22:31 Jón Óskar Sólnes, sjónvarpsmaður og fyrrverandi yfirmaður norrænu friðargæslunnar á Srí Lanka, segir í samtali við mbl.is að hryðjuverkin í landinu koma sér mjög á óvart, sérstaklega vegna þess hversu mikið skipulag þarf að vera að baki slíkra samstilltra árása eins og á Srí Lanka í gær. Meira »

Tvö ár á leiðinni til Þorbjargar

Í gær, 21:12 „Við fórum í göngutúr í fjörunni á Mýrum í Borgarfirði fyrir neðan Akra. Við vorum þarna í sumarbústað,“ segir Þorbjörg Erla Jensdóttir. Í göngutúrnum fannst flöskupóstur frá sex ára stúlku og var hann ritaður á norsku. Sendandinn er fundinn, en skeytið var sent fyrir tveimur árum. Meira »

Sex vikna leysingar á tíu dögum

Í gær, 21:10 „Þetta er óvenjulega snemmt, það er óhætt að segja það. Yfirleitt er ennþá verið að ganga á snjó,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi, í samtali við mbl.is um snöggan leysing í Jökulsárgljúfri nálægt Dettifossi. Meira »

Töluverðar reykskemmdir í sumarhúsi

Í gær, 18:59 Búið er að slökkva eld sem kom upp í sumarhúsi við Tjarn­ar­götu, Grafn­ings­meg­in við Þing­valla­vatn á fimmta tím­an­um. Húsið verður vaktað fram eftir kvöldi til að tryggja að engar glæður lifi þar enn. Meira »

Páskahátíð í afskekktasta bæ Grænlands

Í gær, 17:49 Þrettándu páskahátíð Hróksins í Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæ Grænlands, lauk á mánudag með Air Iceland Connect-hátíðinni ,,Dagur vináttu Íslands og Grænlands". Meira »

Eldur í sumarhúsi á Þingvöllum

Í gær, 17:26 Tilkynnt var um eld í sumarhúsi við Tjarnargötu, Grafningsmegin við Þingvallavatn á fimmta tímanum og eru slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni á vettvangi. Meira »

Sungu af gleði í hádeginu

Í gær, 17:09 Heimilislausum var boðið til hádegisverðar í dag og mættu um 40. „Þetta var algjör páskaveisla og þvílík gleði í mannskapnum,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schmidt, skipuleggjandi viðburðarins. „Þetta var alveg stórkostlegur matur. Þetta var lamb og svínakjöt með öllu tilheyrandi.“ Meira »

Kveðst hafa haft samráð við AFL

Í gær, 17:03 Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða ehf., segist hafa haft gott samráð við stéttarfélagið AFL í öllum þeim breytingum sem voru gerðar á samningum starfsmanna í síðustu viku. Meira »

Umferðin inn í Reykjavík þyngist

Í gær, 16:30 Umferðin ætti að þyngjast inn í Reykjavík núna síðdegis og með kvöldinu. Veður var gott í dag þannig að ætla má að fólk hafi staldrað lengur við en ella í sumarbústöðum til að njóta sólarinnar. Meira »

Dísa farin til dýpkunar

Í gær, 15:47 Dýpkunarskipið Dísa er á leið í Landeyjahöfn til að dýpka höfnina en eins og kom fram fyrr í dag er dýpið í höfninni minnst um 3,7 metr­ar en Herjólf­ur rist­ir 4,2 metra. Meira »

„Vatnar út umsamdar launahækkanir“

Í gær, 14:54 Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinafélags, telur fréttirnar af breytingum á samningum starfsmanna hjá Fiskeldi Austfjarða ehf. setja kjarasamningana í uppnám. Meira »

Launakerfi breytt í aðdraganda samninga

Í gær, 14:23 Samningar starfsmanna Fiskeldis Austfjarða ehf. voru endurskoðaðir í vikunni sem leið, nokkrum dögum áður en lífskjarasamningar koma til samþykkta. Nokkrir voru óánægðir. Meira »

Sendir íbúum Srí Lanka samúðarkveðju

Í gær, 13:57 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag samúðarkveðju til Maithripala Sirisena, forseta Srí Lanka, og annarra íbúa þar vegna hryðjuverkanna sem framin voru þar í landi í gær. Meira »

Ræða við foreldra ungmennanna

Í gær, 13:55 Ráðist var á ungan pilt af erlendum uppruna við verslunarkjarnann í Langarima í Grafarvogi síðdegis í gær. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns kannast lögreglan við málið og verður rætt við hlutaðeigandi foreldra og barnaverndaryfirvöld í dag og á morgun vegna þessa. Meira »

Segir íbúum haldið í gíslingu

Í gær, 12:37 Lóðsinn mældi dýpið í Landeyjahöfn síðdegis í gær. Á mælingunni má sjá að talsvert af sandi hefur safnast aftur fyrir á milli hafnargarðanna, sem og innan hafnar. Dýpið er nú minnst um 3,7 metrar en Herjólfur ristir 4,2 metra. Meira »

Húsasmiðjan líklega opnuð á morgun

Í gær, 12:10 Þrif standa yfir í verslun Húsasmiðjunnar í Dalshrauni og þar er búist við að hægt verði að opna í fyrramálið. Alltént verður timbursalan opin. Meira »

Töluvert tjón á bílum og húsnæði

Í gær, 11:14 Töluvert tjón varð á bílum og húsnæði þegar eldur kviknaði í bílakjallara blokkar á Sléttuvegi 7. Ekki liggur fyrir hvernig kviknaði í en upptökin eru talin hafa verið í dekkjum og einhvers konar hrúgu í kringum þau. Meira »

„Mjög hættulegur leikur“ hjá fyrirtækjum

Í gær, 09:56 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir gríðarlega alvarlegt að fyrirtæki skuli boða verðhækkanir í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Þá segir hún það „hættulegan leik“, því mörgum sé misboðið. Meira »

Sumardagurinn fyrsti sá besti

Í gær, 07:01 Allt bendir til þess að sumardagurinn fyrsti verði besti dagur vikunnar þegar kemur að veðri en þá er útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flestum landshlutum, sólríkt og fremur hlýtt í veðri. Spáð er allt að 16 stiga hita á Vesturlandi á sumardaginn fyrsta. Meira »
Dunlop Enasave Ec300
4 ný og ónotuð Dunlop Enasave Ec300 sumardekk til sölu. 215/50R17 Verð 40þús ...
Línuskautar
Til sölu velmeðfarnir línuskautar. Tegund: HYPNO - PATHMAKER - THUNDER Stærð: ...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...