Fyrsta skiptið þarf ekki að vera fullkomið

Frá æfingum í Gaflaraleikhúsinu.
Frá æfingum í Gaflaraleikhúsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Leikritið er byggt á sönnum atburðum, bæði frá okkur persónulega og sögum sem við höfum heyrt frá vinum okkar. Við leggjum áherslu á að þetta sé raunverulegt og að fólkið úti í sal geti tengt við þetta,“ segir Mikael Emil Kaaber, einn höfunda og leikara í leikritinu Fyrsta skiptið sem frumsýnt verður í Gaflaraleikhúsinu 14. október. Mikael Emil tók sér pásu frá stífum æfingum til að tala við blaðakonu mbl.is, á meðan hin æfðu píkudans.

Leikarar og höfundar Fyrsta skiptisins, auk Mikaels Emils, eru þau Arnór Björnsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Inga Steinunn Henningsdóttir og Óli Gunnar Gunnarsson. Þau eru öll á aldrinum 18 til 20 ára og þekkjast að sögn Mikaels ýmist úr Hafnarfirði, Verzlunarskóla Íslands eða leiklistinni í bland.

Leikararnir eru þau Mikael Emil Kaaber, Arnór Björnsson, Berglind Alda ...
Leikararnir eru þau Mikael Emil Kaaber, Arnór Björnsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Inga Steinunn Henningsdóttir og Óli Gunnar Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björk Jakobsdóttir leikstjóri hafði samband við hópinn síðasta vetur og stakk að þeim hugmyndinni að leikritinu. „Okkur leist strax mjög vel á og byrjuðum að spjalla og safna sögum, æfa verkið og þróa senur á gólfinu. Svo ákváðum við hvaða senur við vildum nota og hvernig við vildum tengja þær og fléttuðum þetta í þetta geggjaða leikrit sem þetta er í dag.“

Allt í lagi þótt hlutirnir gangi ekki upp

Fyrstu skiptin sem fjallað er um í leikritinu eru meðal annars fyrsti kossinn, fyrsta stefnumótið, fyrsta sjálfsfróunin og fyrsta kynlífið.

Berglind Alda Ástþórsdóttir og Inga Steinunn Henningsdóttir í bakgrunni.
Berglind Alda Ástþórsdóttir og Inga Steinunn Henningsdóttir í bakgrunni. Eggert Jóhannesson

„Boðskapur sýningarinnar er sá að fyrsta skiptið þarf ekki að vera fullkomið,“ segir Mikael Emil. „Við ölumst upp við að hlutirnir séu svo fullkomnir í bíómyndunum. Það sem við viljum koma á framfæri er að þó að þú eigir ömurlegt fyrsta skipti og hlutirnir gangi ekki alveg upp, þá er það bara allt í lagi.“

Alveg jafnmikilvægt fyrir foreldra að sjá leikritið

Sýningin er bæði ætluð unglingum og öllum þeim sem hafa verið unglingar. Þá segir Mikael Emil að það sé alveg jafnmikilvægt fyrir foreldra og fyrir unglinga að sjá sýninguna. „Foreldrarnir fá að sjá hvað unglingarnir eru að hugsa og unglingarnir fá að sjá að það eru einhverjir aðrir að hugsa þetta en þau.“

„Unglingar þora kannski ekki að tala um þessa hluti við hvern sem er, eða þora ekki að tala um þá yfir höfuð. Á sýningunni geta þau séð okkur tala um þessa hluti og gera grín að þeim. Við sýnum að það þarf ekki að vera stress yfir svona hlutum. Við erum ekki ein að lenda í þessu.“

Leikarar æfa stíft en verkið verður frumsýnt 14. október.
Leikarar æfa stíft en verkið verður frumsýnt 14. október. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikael Emil segir einnig að sýningin geti skapað skemmtilegar og jákvæðar umræður heima fyrir, sjái unglingar og foreldrar þeirra sýninguna. Hann segir að einhverjum geti þótt vandræðalegt að sjá sýninguna með foreldrum sínum, en að það fari eftir fjölskyldum.

„Það fer eftir því á hvaða stað hver fjölskylda er, en það er ekki bannað sko. Ég myndi alveg taka mína foreldra með mér og sitja við hliðina á þeim. Þetta er mismunandi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Íslendingar alltaf að hugsa um vinnuna

09:16 Það skiptir miklu máli að við sköpum samfélag með jafnvægi milli heimilis og vinnustaðar, þar sem fólk getur lifað af launum sínum, sinnt fjölskyldu sinni og haft sín áhugamál. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á ráðstefnu um vellíðan á vinnustað á vegum Hagvangs í dag. Meira »

Á að byggja á mati fjölmiðlamanna

08:22 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að almennt sé afstaða félagsins sú að það eigi að vera mat fjölmiðlamanna hvað varði almenning. Meira »

Þrýstingur á vegabætur

08:18 Það dró úr meðalfjölda ferða fólks út fyrir búsetusvæði á liðnu sumri, miðað við fyrri kannanir. Þetta átti sérstaklega við um höfuðborgarsvæðið og er spurning hvort rigningin hafði þessi áhrif. Meira »

Banaslysum barna hefur fjölgað

07:57 Tíu einstaklingar á aldrinum 0-16 ára létust í umferðinni á tímabilinu 2013-2017, samanborið við aðeins tvo á árunum 2008-2011. Meira »

Góða veðrið nýtt til hins ýtrasta í malbikuninni

07:37 Malbikunarhópur greip tækifærið sem gafst með þurra veðrinu í gær og malbikaði þennan vegspotta í Breiðholtinu.   Meira »

Malbikað á Vesturlandsvegi

07:32 Stefnt er að því að malbika hægri akrein á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, á milli hringtorga við Álafossveg og Reykjaveg.  Meira »

Kveikt í strætóskýli

06:55 Kveikt var í strætóskýli við Ártúnsbrekku í gærkvöldi en greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mjög mikið hefur verið um sjúkraflutninga. Meira »

Vélarvana norður af Húnaflóa

06:44 Björgunarbátur er á leiðinni til þess að aðstoða áhöfn vélarvana báts norður af Húnaflóa. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er engin hætta á ferðum. Meira »

Hangir þurr víða

06:28 Útlit er fyrir hægan vind á landinu í dag. Það ætti að verða þurrt nokkuð víða en þó ber að nefna að úrkomusvæði lónar yfir syðsta hluta landsins og gefur einhverja rigningu eða slyddu með köflum á þeim slóðum. Meira »

Stórir skjálftar við Bárðarbungu

05:50 Rétt eftir miðnætti mældust tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu af stærð 3,3 og 3,5. Engin merki eru um gosóróa að sögn sérfræðings á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

53% aukning í ráðgjöf um síldarafla

05:30 Gert er ráð fyrir tæplega 53% aukningu afla úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári í ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES. Meira »

Vertíðinni lauk í gærkvöldi

05:30 Síðasta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík snemma í gærmorgun. Er um að ræða skipið Ocean Dream, sem er 35.265 brúttótonn, og lagðist það að Skarfabakka, en skipið lét úr höfn í gærkvöldi. Skemmtiferðaskip þetta tekur nokkuð yfir 1.000 farþega og eru í áhöfn rúmlega 500 manns. Meira »

Ferðatíminn hefur lengst

05:30 Meðaltími ferða milli heimilis og vinnu á höfuðborgarsvæðinu hefur lengst síðasta áratuginn. Hann var níu og hálf mínúta 2007 en var kominn í rúmar 14 mínútur sumarið 2018. Meira »

Ríkið sýknað í máli spilafíkils

05:30 Íslenska ríkið var á föstudag sýknað af tæplega 77 milljóna króna skaðabótakröfu Guðlaugs Jakobs Karlssonar.  Meira »

Flestir sóttu um hæli í september

05:30 Alls sóttu 98 manns um alþjóðlega vernd hér á landi í september síðastliðnum og er það mesti fjöldi hælisumsókna á einum mánuði það sem af er þessu ári. Meira »

Endurskoða þarf reglur um skýrslutökur

05:30 Nauðsynlegt er að fara í heildarendurskoðun á þeim reglum sem gilda um skýrslutöku á sakborningum og vitnum með það fyrir augum að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks. Meira »

Hærri laun fækka störfum

05:30 Vísbendingar eru um að launahækkanir muni þrýsta á um sjálfsafgreiðslu í íslenskri verslun á kostnað starfa. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir fyrirtækið vera að innleiða sjálfsafgreiðslu í Hagkaup. Meira »

Víða hált á vegum landsins

Í gær, 22:07 Hálkublettir eru suðvestanlands á Hellisheiði, Mosfellsheiði og á Kjósarskarði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Sömu sögu er að segja um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði vestanlands. Meira »

40 íslenskir hestar niður Strikið

Í gær, 21:45 Fjörutíu íslenskir hestar fóru um stræti Kaupmannahafnar í gær, í tilefni af 50 ára afmæli Íslandshestasamtakanna í Danmörku. Meira »
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...