„Teikningin er mjög persónulegt listform“

Elín Elísabet Einarsdóttir.
Elín Elísabet Einarsdóttir. mbl.is/Valgarður Gíslason

Íslenskan virðist ekki eiga til orð sem nær að lýsa nægilega vel því sem Elín Elísabet Einarsdóttir starfar við. Á ensku er til orðið „illustrator“ og er kannski best lýst þannig að það lendir á mörkum þess að vera listamaður og myndasöguhöfundur. Sjálf kýs Elín að nota einfaldlega titilinn „teiknari“ en störf hennar spanna allt frá bráðskemmtilegum myndum sem hún birtir í Reykjavik Grapevine og á Facebook yfir í að nota lit og blýant til að miðla daglegu lífi kvenna suður í Senegal þar sem hún dvaldi á sínum tíma um mánaðar skeið. 

Elín er 25 ára gömul og útskrifaðist fyrir tveimur árum úr teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík. Hún segir að þökk sé þessari nýju deild fari teiknarastéttinn hér á landi ört stækkandi: „Bæði dælir skólinn út í kringum fimmtán nýjum teiknurum ár hvert en svo er eftirspurnin eftir hæfileikum þeirra líka að aukast og t.d. orðið vinsælt að fá teiknara á staðinn til að skrásetja mikilvæga viðburði á borð við ráðstefnur, stórafmæli og brúðkaup.“

Þrívítt listform

Það má skipta verkum Elínar í nokkra flokka. Annars vegar eru myndasögurnar sem hún byggir að hluta á eigin lífi, þá eru skreytingar fyrir blöð, bækur, plötuumslög og kort, teikningar af fólki og samfélagi og loks málverkaserían Pink Ladies sem Elín vonast til að sýna síðar í vetur. Teikningarnar má sjá bæði á Facebook.com/elinelisabete og á www.elinelisabet.com.

Hún segir teikningu vera listform sem býður upp á allt aðra möguleika en t.d. ljósmyndun eða hefðbundið málverk. Teiknarinn fangar umhverfið með öðrum hætti en málarinn og getur leyft sér meira en ljósmyndarinn við samsetningu myndarinnar. „Teikningin er mjög persónulegt listform og teiknarinn getur dregið fram vinkla á myndefninu sem enginn annar sér. Er kannski hægt að segja að teikningin sé þrívíðari en t.d. ljósmynd og teiknarinn getur dregið úr umhverfi sínu það sem honum finnst áhugaverðast.“

Sjónarhorn kvenna

Greinilegt er að Elínu þykir áhugavert að fanga hversdagsleikann og oftar en ekki sýna verkin hennar heiminn frá sjónarhorni kvenna. Hún segir að jafnt í Senegal sem á Borgarfirði eystra hafi hún fundið hvað fólki þykir vænt um að einhver sé reiðubúinn að leggja tíma og orku í að sýna hvernig lífi það lifir.

Að gera konur sýnilegri í teikningum er síðan verðugt verkefni út af fyrir sig enda hefur hinn teiknaði heimur hingað til verið mjög karllægur. Þarf ekki nema að skoða myndasögubókmenntirnar til að sjá að þar hallar á konur og þarf Jane að bíða aðgerðalaus og jafnvel bjargarlaus á meðan Tarsan lendir í öllum ævintýrunum.

„Allir eiga rétt á að geta séð sig sjálfa í þeirri menningu sem við neytum, bæði í teikningum, myndasögum og annars staðar,“ segir Elín og minnir á að sjálfsmynd og heimsmynd yngsta fólksins ráðist ekki síst af því sem það les í barnabókmenntum og myndasögum. „Litlar stelpur eiga líka að fá að sjá myndasögukonur sem eru ekki bara stilltar og prúðar á bak við tjöldin.“

Bleiku konurnar, Pink Ladies, er verkefni sem leit dagsins ljós í fyrra þegar Elín tók sig til og fór á málaravinnustofu vestanhafs. Þar fer feminísk heimssýn höfundarins ekki milli mála enda bleiku konurnar kröftugar, risavaxnar og virðast óstöðvandi: „Þetta eru persónur sem taka mikið pláss og njóta þess.“

Viðtalið við Elínu birtist á menningarsíðum Morgunblaðsins 10 september og er hægt að lesa það í fullri lengd þar.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Hvessir hressilega síðdegis

11:38 Um norðvestanvert landið versnar veður umtalsvert síðdegis þegar vindröst með suðvestanstormi gengur á land. Spáð er 20-25 m/s á fjallvegum Vestfjarða og á Þverárfjalli, en 17-20 á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði, samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Meira »

„Það var ekki langt í land“

11:24 „Ég taldi mig vera kominn með góðan grunn til þess að klára kjarasamning,“ segir Guðbrandur Einarsson, fyrrverandi formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna (LÍV), í samtali við mbl.is en hann sagði af sér sem formaður í morgun. Meira »

Finnar hamingjusamastir þjóða

11:16 Finnar, Danir, Norðmenn og Íslendingar eru hamingjusamastir í heimi, samkvæmt nýrri skýrslu, sem birt var í dag í tilefni af alþjóðlega hamingjudeginum. Meira »

Ofbeldisbrot ekki færri síðan í júní 2017

11:14 Hegningarlagabrotum fækkaði töluvert í febrúar miðað við meðfjölda síðastliðna sex og 12 mánuði á undan, en alls voru 536 hegningarlagabrot skráð hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Fundurinn bókaður „árangurslaus“

10:52 Fundi Landssambands íslenskra verslunarmanna (LÍV) og Samtaka atvinnulífsins (SA), sem hófst klukkan hálftíu í morgun, lauk núna á ellefta tímanum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við mbl.is að fundurinn hafi verið bókaður árangurslaus. Meira »

Frumvarp um neyslurými lagt fram

10:18 Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem kveður á um lagaheimild til að stofna og reka neyslurými hefur verið lagt fram á Alþingi. Meira »

„Ágreiningur um leiðir að sama markmiði“

10:18 „Þetta kom á óvart. Ég hefði viljað sjá hann starfa með okkur áfram en virði hans ákvörðun engu að síður og óska honum velfarnaðar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ákvörðun Guðbrands Einarssonar, formanns Landssambands íslenskra verzlunarmanna, að segja af sér. Meira »

Mótmæla skerðingu á framlögum í jöfnunarsjóð

10:10 Bæjarráð Hornafjarðar hefur samþykkt bókun þar sem sveitarfélagið krefst þess að áform um skerðingu tekna jöfnunarsjóðs verði afturkölluð þegar í stað. Í bókuninni er áformum fjármálaráðherra og ríkisstjórnar, að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um a.m.k. 2,8 milljarða á árunum 2020 og 2021, harðlega mótmælt. Meira »

Bílstjórar utan Eflingar aki á föstudag

09:54 „Ég er búinn að vera í þessum atvinnurekstri í yfir 30 ár og tel mig nú alveg vita hverjir mega keyra og hverjir ekki,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line. Hann segir hótunartón hafa verið í bréfi sem Efling sendi á hópferðafyrirtæki í gær og er ósammála ýmsu sem þar kemur fram. Meira »

Segir af sér sem formaður

09:15 Guðbrandur Einarsson, formaður Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV), hefur sagt af sér sem formaður en hann segir verulegan meiningarmun vera á milli hans og forsvarsmanna VR. Meira »

Landsmönnum fjölgaði um 2,4%

09:00 Íbúum á Íslandi fjölgaði um 2,4% á síðasta ári en um áramót voru landsmenn 356.991 og hafði þá fjölgað um 8.541 frá sama tíma árið áður eða um 2,4%. Hlutfallslega var mest fjölgun á Suðurnesjum eða 5,2%. Aftur á móti fækkar íbúum á Norðurlandi eystra. Meira »

Vetrarfærð á Vesturlandi

08:21 Vetrarfærð og éljagangur víðast hvar á vestan- og norðanverðu landinu og frekar hvasst, segir í færslu Vegagerðarinnar á Twitter. Meira »

Íslenskt prjónafólk fjölmennir til Edinborgar

08:18 Nærri 400 manns frá Íslandi – að stærstum hluta konur – eru nú komin til Skotlands á prjónahátíðina Edinburgh Yarn Festival . Um 3.000 manns taka þátt í hátíðinni sem haldin er árlega. Meira »

Bíður eftir hjartaaðgerð

07:57 Hjartaaðgerð sem Rósa Poulsen, bóndi í Biskupstungum, þarf að gangast undir á Landspítalanum hefur verið frestað þrisvar á rúmum mánuði. Meira »

Virtu ekki lokanir og rétt sluppu við snjóflóð

07:48 Tveir erlendir ferðamenn leituðu eftir aðstoð lögreglunnar á Vestfjörðum á mánudag eftir að hafa lokast inni á milli snjóflóða. Höfðu mennirnir virt veglokanir að vettugi. Þeim var bjargað en gert að greiða sekt. Meira »

Oddabrú yfir Þverá í sjónmáli

07:37 „Þetta mjakast áfram,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, um vegtengingu frá Odda á Rangárvöllum yfir á Bakkabæjaveg með brú yfir Þverá. Meira »

Lítur fjarvistir alvarlegum augum

07:14 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, lítur á það mjög alvarlegum augum að fjarvistir barna úr skólum komi niður á námi barna. Vísar hún þar til ummæla skólastjórnenda um að foreldrar óski oftar eftir leyfum fyrir börn sín frá skóla. Meira »

Vonandi stutt í vorið

06:50 Það gengur á með dimmum éljum á vestanverðu landinu og vafasamt ferðaveður þar, segir á vef Veðurstofu Íslands. Veðurfræðingur vonast til þess að það sé stutt í vorið en gul viðvörun er í gildi bæði við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Viðvörunin gildir til klukkan 6 í fyrramálið. Meira »

Skildi eftir lykla og fjarstýringu

06:13 Kona sem var á göngu með hundinn sinn í nótt í Grafarvoginum sá til manns sem hljóp í burtu er hann varð hennar var og ók síðan á brott en skildi efir lykla og fjarstýringu. Meira »
GEYMSLUHÚSNÆÐI - BÍLSKÚR
TIL LEIGU TÆPLEGA 30 FM. BÍLSKÚR / GEYMSLUHÚSNÆÐI VIÐ MÓHELLU Í HF. LOKAÐ VAKTAÐ...
Vetur í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í mars/april í nokkra daga. Hlý og kósí hús með heitum pot...
Heilsuráðgjafi, Einkaþjálfari, Nuddari og fl.
Nudd, Næringaráðgjöf og Einkaþjálfun eftir þinni getu, einnig fyrirbyggjandi þjá...
INNSKOTSBORÐ FLÍSAR MEÐ BLÓMAMUNSTRI
ANTIK INNSKOTSBORÐ BLÓMUMSKRÝDD Á 15,000 KR SÍMI 869-2798...