„Teikningin er mjög persónulegt listform“

Elín Elísabet Einarsdóttir.
Elín Elísabet Einarsdóttir. mbl.is/Valgarður Gíslason

Íslenskan virðist ekki eiga til orð sem nær að lýsa nægilega vel því sem Elín Elísabet Einarsdóttir starfar við. Á ensku er til orðið „illustrator“ og er kannski best lýst þannig að það lendir á mörkum þess að vera listamaður og myndasöguhöfundur. Sjálf kýs Elín að nota einfaldlega titilinn „teiknari“ en störf hennar spanna allt frá bráðskemmtilegum myndum sem hún birtir í Reykjavik Grapevine og á Facebook yfir í að nota lit og blýant til að miðla daglegu lífi kvenna suður í Senegal þar sem hún dvaldi á sínum tíma um mánaðar skeið. 

Elín er 25 ára gömul og útskrifaðist fyrir tveimur árum úr teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík. Hún segir að þökk sé þessari nýju deild fari teiknarastéttinn hér á landi ört stækkandi: „Bæði dælir skólinn út í kringum fimmtán nýjum teiknurum ár hvert en svo er eftirspurnin eftir hæfileikum þeirra líka að aukast og t.d. orðið vinsælt að fá teiknara á staðinn til að skrásetja mikilvæga viðburði á borð við ráðstefnur, stórafmæli og brúðkaup.“

Þrívítt listform

Það má skipta verkum Elínar í nokkra flokka. Annars vegar eru myndasögurnar sem hún byggir að hluta á eigin lífi, þá eru skreytingar fyrir blöð, bækur, plötuumslög og kort, teikningar af fólki og samfélagi og loks málverkaserían Pink Ladies sem Elín vonast til að sýna síðar í vetur. Teikningarnar má sjá bæði á Facebook.com/elinelisabete og á www.elinelisabet.com.

Hún segir teikningu vera listform sem býður upp á allt aðra möguleika en t.d. ljósmyndun eða hefðbundið málverk. Teiknarinn fangar umhverfið með öðrum hætti en málarinn og getur leyft sér meira en ljósmyndarinn við samsetningu myndarinnar. „Teikningin er mjög persónulegt listform og teiknarinn getur dregið fram vinkla á myndefninu sem enginn annar sér. Er kannski hægt að segja að teikningin sé þrívíðari en t.d. ljósmynd og teiknarinn getur dregið úr umhverfi sínu það sem honum finnst áhugaverðast.“

Sjónarhorn kvenna

Greinilegt er að Elínu þykir áhugavert að fanga hversdagsleikann og oftar en ekki sýna verkin hennar heiminn frá sjónarhorni kvenna. Hún segir að jafnt í Senegal sem á Borgarfirði eystra hafi hún fundið hvað fólki þykir vænt um að einhver sé reiðubúinn að leggja tíma og orku í að sýna hvernig lífi það lifir.

Að gera konur sýnilegri í teikningum er síðan verðugt verkefni út af fyrir sig enda hefur hinn teiknaði heimur hingað til verið mjög karllægur. Þarf ekki nema að skoða myndasögubókmenntirnar til að sjá að þar hallar á konur og þarf Jane að bíða aðgerðalaus og jafnvel bjargarlaus á meðan Tarsan lendir í öllum ævintýrunum.

„Allir eiga rétt á að geta séð sig sjálfa í þeirri menningu sem við neytum, bæði í teikningum, myndasögum og annars staðar,“ segir Elín og minnir á að sjálfsmynd og heimsmynd yngsta fólksins ráðist ekki síst af því sem það les í barnabókmenntum og myndasögum. „Litlar stelpur eiga líka að fá að sjá myndasögukonur sem eru ekki bara stilltar og prúðar á bak við tjöldin.“

Bleiku konurnar, Pink Ladies, er verkefni sem leit dagsins ljós í fyrra þegar Elín tók sig til og fór á málaravinnustofu vestanhafs. Þar fer feminísk heimssýn höfundarins ekki milli mála enda bleiku konurnar kröftugar, risavaxnar og virðast óstöðvandi: „Þetta eru persónur sem taka mikið pláss og njóta þess.“

Viðtalið við Elínu birtist á menningarsíðum Morgunblaðsins 10 september og er hægt að lesa það í fullri lengd þar.

Innlent »

Víkingaklappið höggvið í tré

08:18 Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur vísað umsókn listamanns um tveggja milljóna króna styrk til að gera höggmyndir af landsliði Íslands í víkingaklappi og setja upp fyrir utan íþróttaleikvanginn í Laugardal til borgarráðs til afgreiðslu. Meira »

Stormur sunnan- og vestanlands síðdegis

08:01 Það gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm, 15-25 m/s, sunnan- og vestanlands síðdegis og í kvöld og slær jafnvel í staðbundið rok með rigningu á láglendi að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og miðhálendinu. Meira »

Tekið á loftslagsvanda með timburhúsum

07:57 Vegna mikillar koltvísýringslosunar sem hlýst af notkun stáls og steinsteypu verða hönnuðir bygginga að snúa sér að því að hanna byggingar úr timbri, sem er auðveld og árangursrík loftslagsaðgerð. Meira »

Taka stöðuna í lok vikunnar

07:37 Starfsgreinasambandið og VR halda áfram viðræðum við Samtök atvinnulífsins í vikunni. Staða viðræðna verður gerð upp í vikulok hjá hvorum tveggja samtökum. Meira »

Amber enn föst á strandstað

07:22 Ekki tekst að losa hollenska flutningaskipið Amber, sem strandaði á sandrifi í innsiglingu Hornafjarðarhafnar í gærmorgun, á háflóðinu nú í morgun. Þetta staðfesti Vignir Júlíusson, forstöðumaður Hornafjarðarhafnar, í samtali við mbl.is. Meira »

Lá ofurölvi á gangstétt við bar

06:15 Lögregla hafði í nótt afskipti af ofurölvaðri konu þar sem hún lá á gangstétt við bar í Bústaða- og Háaleitishverfi, en nokkur slík atvik þar sem lögregla þurfti að hafa afskipti af ofurölvuðu fólki voru skráð í dagbók lögreglu eftir þessa nóttina. Meira »

Um 80% eru prentuð erlendis

05:30 Um 80% allra þeirra 614 bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2018 eru prentuð erlendis.   Meira »

Tvöfalt meira af svefnlyfjum

05:30 34 þúsund einstaklingar fengu ávísuð svefnlyf á Íslandi á síðustu tólf mánuðum. Notkun svefnlyfja er hlutfallslega miklu meiri hér en í flestum öðrum löndum, samkvæmt upplýsingum á vef landlæknis. Meira »

Gera þarf ítarlegri kröfur

05:30 Gera þarf ítarlegri kröfur um áhrif bygginga á vind hér á landi, einnig vantar frekari eftirfylgni með núverandi kröfum, að mati Harðar Páls Steinarssonar verkfræðings. Meira »

Götur, sléttur og básar

05:30 Götunafnanefnd Reykjavíkur hefur gert tillögur að nýjum götuheitum á Landspítalalóð, í Gufunesi og á Esjumelum.  Meira »

Andlát: Kristrún Eymundsdóttir

05:30 Kristrún Eymundsdóttir, fyrrverandi framhaldsskólakennari, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 8. desember. Hún var 82 ára að aldri. Meira »

Lýsa áhyggjum af vegstikum

05:30 „Drullan, tjaran og saltið slettist upp á stikurnar og þær verða mjög skítugar á þessum árstíma,“ segir Jóhann Bjarni Skúlason, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni. Meira »

Veiking krónu örvar ferðaþjónustuna

05:30 Útlit er fyrir að næsta ár verði gott í ferðaþjónustunni. Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu segir að bókunartímabilið fyrir árið 2019 fari betur af stað en það gerði fyrir árið 2018. Meira »

Hreinar hendur bjarga

05:30 Meira en fjórir sjúklingar sýkjast á Landspítalanum á hverjum einasta degi ársins. Þótt markvisst hafi verið unnið að úrbótum, meðal annars með því að minna heilbrigðisstarfsfólk á að hreinsa hendurnar á sér rétt og vel, eru spítalasýkingar hlutfallslega algengari en nágrannalöndum. Meira »

Skipið náðist ekki á flot

Í gær, 22:00 Tilraun til þess að ná hollenska flutningaskipinu Amber á flot á flóðinu í kvöld heppnuðust ekki en skipið tók niðri á sandrifi í innsiglingunni til Hafnar í Hornafirði í morgun. Meira »

Hyggst sitja áfram í velferðarnefnd

Í gær, 21:07 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hyggst sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis. Sérfræðingar sem starfa við rannsóknarsetur Háskóla Íslands í fötlunarfræðum hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að vinna með nefndinni á meðan Anna Kolbrún á þar sæti. Meira »

„Maður er að gera eitthvað af sér“

Í gær, 19:20 „Maður er að gera eitthvað af sér,“ segir Helga Kolbrún Magnúsdóttir um íþróttina axarkast sem hún stundar af miklum móð. „Innri víkingur“ fólks brjótist fram þegar öxum er hent þéttingsfast í tréfleka svo hún festist. Stefnan hefur verið sett á að setja á fót deildarkeppni í axarkasti hérlendis. Meira »

Heiðra minningu Stefáns Karls

Í gær, 19:10 Á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í fyrra sungu þeir Stefán Karl saman lagið „Aleinn um jólin”. Lagið hefur nú verið gefið út og munu allar tekjur af laginu renna til barna Stefáns Karls. Máni Svavarsson, höfundur lagsins, og Björgvin Halldórsson rifjuðu upp söguna á bak við lagið. Meira »

Hljóp 115 kílómetra á innan við sólarhring

Í gær, 18:40 „Þetta kennir manni hvað maður getur náð langt, hvað líkaminn er magnað fyrirbæri,“ segir Sigurjón sem hafnaði í þriðja sæti og varð jafnframt efsti Íslendingurinn í hindrunarhlaupinu Iceland Spartan Ultra World Championship, sem lauk í dag í Hveragerði. Meira »
Hreinsa þakrennur o.fl
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
Ljósmyndanámskeið fyrir byjendur
Flott námskeið fyrir þá sem vilja læra á myndavélina og ná enn betri myndum. ...
Til leigu 150-190 m2 nýtt - góð lofthæð
Glænýtt endabil við Lambhagaveg við Bauhaus, með góðri lofthæð, stórri innkeyrsl...