Lykilatriði að óskað sé nafnleyndar

Til þess að hægt sé að byggja á 25. grein fjölmiðlalaga um vernd heimildarmanna verður að liggja fyrir að heimildarmaður hafi óskað nafnleyndar í samræmi við efni ákvæðisins. Hins vegar liggur ekki fyrir í lögbannsmáli Glitnis HoldCo ehf. gegn Útgáfufélaginu Stundinni ehf. og Reykjavík Media ehf. að heimildarmaður fjölmiðlanna tveggja hafi óskað eftir nafnleynd.

Þetta kom fram í málflutningi Ólafs Eiríkssonar, lögmanns Glitnis HoldCo ehf., fyrir Landsrétti í morgun þar sem Glitnir HoldCo ehf. fer fram á að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu verði ógiltur og málið sent aftur í hérað. Enn fremur að vitnum, forsvarsmönnum og blaðamönnum fjölmiðlanna tveggja verði gert að svara spurningum fyrir dómi.

Héraðsdómur féllst á kröfur Stundarinnar og Reykjavík Media um að aflétt yrði lögbanni sýslumanns á fréttaflutning byggðan á miklu magni gagna um viðskiptavini Glitnis banka og að fjölmiðlunum bæri ekki að afhenda gögnin þar sem ekki lægi fyrir um hvaða gögn væri að ræða. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Málið fór í kjölfarið fyrir Hæstarétt sem vísaði því frá dómi.

Ólafur benti á að forsvarsmenn og blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media hefðu í tvígang neitað að svara þeirri spurningu fyrir dómi hvort heimildarmaður þeirra, sem afhent hefði þeim mikið magn gagna um fjölda viðskiptavina Glitnis banka, hefði óskað nafnleyndar með vísan til 25. greinar fjölmiðlalaga sem gerði kröfu um að ósk um nafnleynd lægi fyrir. Þetta væri algert lykilatriði.

Visaði Ólafur til þeirrar almennu reglu að vitnum bæri að svara spurningum fyrir dómi. Undantekningar væru meðal annars ef heimildarmenn fjölmiðla óskuðu nafnleyndar sem ekki lægi fyrir í þessu tilfelli hvort gert hafi verið. Fyrir vikið hefði héraðsdómur ekki getað byggt á ákvæðinu um vernd heimildarmanna enda skilyrði fyrir beitingu þess óuppfyllt.

Dómstólar ekki lagt eigið mat á gögnin

Ólafur sagði gögn málsins benda til þess að heimildarmaður fjömiðlanna hefði ekki óskað nefnleyndar. Vísaði hann enn fremur til fordæma þess efnis að þegar annar málsaðili neitaði að leggja fram gögn yrði að taka trúanlega frásögn hins aðilans um innihald þeirra. Það væri á ábyrgð þess sem neitaði að leggja fram upplýsingar að sýna fram á að frásögn hins væri röng.

mbl.is/Eggert

Hins vegar virtist af frásögnum fjölmiðla af upphafi málsins sem heimildarmaður Stundarinnar og Reykjavík Media hefði verið Jon Henley, blaðamaður breska dagblaðsins Guardian. Komið hafi fram að hann hafi afhent fjölmiðlunum tveimur gögnin. Málið snerist hins vegar ekki um afhjúpun heimildarmanna heldur að staðfesta að um gögn innan úr Glitni væri að ræða.

Fyrir lægi samkvæmt fréttum Stundarinnar og Reykjavík Media að um væri að ræða gögn innan úr Glitni en þeir hafi neitað að leggja þau fram. Ólafur sagði að best hefði verið að fjölmiðlarnir tveir hefðu lagt gögnin fram fyrir dómara í trúnaði líkt og heimilt væri samkvæmt lögum. Það hefði Glitnir HoldCo ehf. bent á en því hins vegar verið hafnað af fjölmiðlunum.

mbl.is/Hjörtur

Ólafur sagði að fyrir vikið hefði ekkert mat verið framkvæmt af héraðsdómi á því hvort birting gagnanna gengi framar til að mynda ákvæðum stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífsins. Dómstólar yrðu sjálfir að framkvæma slíkt mat en ekki framselja það vald til annarra. Þetta mat hefði ekki farið fram vegna þess að fjölmiðlarnir hefðu neitað að leggja gögnin fram.

Málið snerist um grundvallarréttindi stjórnarskrárinnar. Sagði Ólafur að ef ekki yrði fallist á kröfur Glitnis HoldCo ehf. myndi það meðal annars senda þau skilaboð að þeir sem hefðu í fórum sínum upplýsingar sem ættu lögum samkvæmt að njóta verndar, gætu hunsað þau lög með því að koma þeim í hendur blaðamanna. Það væru varhugaverð skilaboð að hans mati inn í framtíðina.

mbl.is

Innlent »

Hanagal á Húsatóftum

20:25 Haninn á Húsatóftum er árgali á Skeiðunum. Nú í lok apíl er orðið bjart um klukkan fimm á morgnana og um það leyti fer hinn skrautlegi fugl á stjá með sitt gaggalagú. Gefur tóninn fyrir daginn í þessari blómlegu byggð sem ekið er um þegar leiðin liggur í uppsveitir Árnessýslu. Meira »

„Ekki nýr hrossasjúkdómur“

19:06 „Það er ekki nýr hrossasjúkdómur í landinu. Það eru ennþá smit landlæg frá því fyrir rúmum áratug og tveimur. Það lítur allt út fyrir að það sé aðeins að ná sér á strik núna,“ segir Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST. Meira »

Ástþór að baki flugrekstrarhugmynd

18:45 Athafnamaðurinn Ástþór Magnússon, ásamt fleirum, stendur á bak við viðskiptahugmynd um stofnun nýs íslensks flugfélags, sem kynnt er á vefsíðunni flyicelandic.is. Meira »

Mistur og lítil loftgæði í höfuðborginni

17:38 Loftgæði sums staðar á höfuðborgarsvæðinu eru mjög lítil sam­kvæmt vef Um­hverf­is­stofn­un­ar Loft­gæði.is. Mikið rykmistur liggur yfir höfuðborgarsvæðinu en það er ættað frá Sahara-eyðimörkinni. Meira »

Vildarbörn styrktu eitt hundrað manns

16:55 28 börnum og fjölskyldum þeirra, samtals rúmlega eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóði Vildarbarna Icelandair í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Alls hafa 677 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans fyrir 16 árum og úthlutunin í dag var sú 32. í röðinni. Meira »

Arnar og María sigruðu í víðavangshlaupi

16:11 Þau Arnar Pétursson úr ÍR og María Birkisdóttir úr FH komu fyrst í mark í árlegu Víðavangshlaupi ÍR sem ræst var í 104. sinn í hádeginu í dag. 663 hlauparar voru skráðir til leiks, þar af 589 í fimm kílómetra hlaup og 74 í 2,7 kílómetra skemmtiskokk, að því er fram kemur á vef ÍR. Fimm kílómetra hlaupið er jafnframt meistaramót Íslands í fimm kílómetra götuhlaupi. Meira »

Senda F-35 til Íslands

16:00 Vorið 2020 munu norskar orrustuþotur af gerðinni F-35 sinna loftrýmisgæslu við Ísland, en þetta verður í fyrsta sinn sem norskar þotur af þeirri gerð sinna verkefni utan landamæra Noregs. Þetta kemur fram á fréttavef norska dagblaðsins Verdens Gang. Meira »

Hitamet í Reykjavík slegið í hádeginu

15:47 Hitamet sumardagsins fyrsta í Reykjavík féll í hádeginu, þegar hitamælir Veðurstofu Íslands sýndi 14,1 stig. Fyrra met var frá árinu 1998, en þá mældist hiti hæstur 13,5 stig á sumardaginn fyrsta. Meira »

Tíu bækur stóðu upp úr hjá börnunum

15:26 Opinberað var í dag hvaða bækur hlutu Bókaverðlaun barnanna 2019, en tíu bækur sem valdar voru keppa í Sagna, verðlaunahátíð barnanna sem sjónvarpað verður á RÚV 1. júní. Meira »

„Viljum við taka þessa áhættu?“

15:21 Verði því hafnað af hálfu Alþingis að samþykkja þriðja orkupakka Evrópusambandsins mun það ekki setja samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) í uppnám. Samþykkt orkupakkans gæti hins vegar leitt til þess. Þetta segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Meira »

Reyna að eyða erfiðustu störfunum

14:55 Ný hátækniverksmiðja Samherja getur afkastað um 5.000 tonnum af bleikju á á ári. Er húsnæðið búið nýjustu tækni sem eykur sjálfvirkni og léttir störfin. Meira »

Ian McEwan hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness

14:30 Breski rithöfundurinn Ian McEwan er fyrsti handhafi Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness. Verðlaunin voru afhent í dag, sumardaginn fyrsta, af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á alþjóðlegu málþingi um Halldór Laxness sem haldið var í Veröld. Meira »

Ræða við Boeing um bætur

13:52 Icelandair mun ræða við flugvélaframleiðandann Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í 737 MAX 8-flugvélum framleiðandans, en Icelandair hefur fest kaup á níu slíkum vélum sem eru kyrrsettar sem stendur. Þetta kom fram í samtali RÚV við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair. Meira »

Sumardeginum fyrsta fagnað

12:45 Hátíðarhöld fara víða fram í dag, sumardaginn fyrsta, og skrúðgöngur eru iðulega hluti af slíkri dagskrá. Ljósmyndari mbl.is var í Árbænum í Reykjavík í morgun þar sem fríður flokkur skáta leiddi gönguna að vanda undir blaktandi íslenskum fánum. Meira »

Vél Icelandair snúið við vegna bilunar

12:10 Flugvél Icelandair sem fljúga átti frá Keflavík til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi var snúið við í morgun eftir um klukkustundarflug vegna bilunar, en vélin fór í loftið skömmu fyrir klukkan átta. Afleiðingar af þessu eru að einnig hefur verið aflýst flugferð frá Arlanda til Keflavíkur síðar í dag. Þá hefur tengiflugi til Portland síðdegis í dag verið aflýst, en nota átti umrædda flugvél í þá ferð. Meira »

100 ára yfirferð kröfuréttar lokið

11:55 Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Benedikt Bogason hæstaréttardómari og Þorgeir Örlygsson hæstaréttardómari luku nýverið við þriðja ritið í þriggja binda ritröð sinni um almennan hluta kröfuréttar á Íslandi. Meira »

Kíkt á nýja sjúkrahótelið

11:20 Nýtt sjúkrahótel Landspítalans er nú að verða tilbúið en búist er við að fyrstu gestirnir komi þangað í byrjun maí. Aðstaðan er glæsileg og á eftir að skipta sköpum fyrir marga, til að mynda verður það góður kostur fyrir konur af landsbyggðinni í áhættumeðgöngu. mbl.is kíkti á nýja sjúkrahótelið. Meira »

Verður áfram í gæsluvarðhaldi

11:11 Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem ákærður er fyrir brennu og manndráp á Selfossi 31. október sl. í tengslum við mikinn eldsvoða í íbúðarhúsi. Meira »

Varaði við „erlendri einangrunarhyggju“

11:05 „Ég er þess fullviss að unga fólkið er jafnsannfært og ég um mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu. Nú þegar angar erlendrar einangrunarstefnu teygja anga sína inn í íslensk stjórnmál er nauðsynlegt að slá skjaldborg um þá samvinnu.“ Meira »
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Bókhald
Bókari með reynslu úr bankageiranum og vinnu á bókhaldsstofu, getur tekið að sér...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...