Vilja stöðva fréttir fyrir fram

Lögbannsmál Glitnis HoldCo ehf. snýst um það að stöðva fréttaflutning fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media fyrir fram, áður en fyrir liggur hver hann verður. Ekki um þær fréttir sem þegar hafi verið fluttar byggðar á gögnum um viðskiptavini Glitnis banka.

Þetta sagði Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Útgáfufélagsins Stundarinnar ehf. og Reykjavík Media ehf., í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn fjölmiðlunum tveimur í Landsrétti í morgun. Þannig snerist málið um ritskoðun. Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur hafa áður dæmt að fjölmiðlunum beri ekki skylda til að afhenda gögnin og að lögbann á umfjöllun um það skuli fellt úr gildi. Fór Sigríður fram á staðfestingu dóms héraðsdóms.

Sigríður benti á að komið hefði fram að Stundin og Reykjavík Media hefðu ekki í hyggju að fjalla um annað en ætti erindi við almenning. Sagði hún Glitni HoldCo ekki hafa sýnt fram á að gögnin sem um væri að ræða væru í eigu félagsins og yrði að bera hallann af því.

mbl.is/Hjörtur

Benti Sigríður enn fremur á að Glitnir HoldCo hefði ekki lagt fram eigin gögn í málinu á sama tíma og félagið gerði kröfu um að fjölmiðlarnir tveir legðu fram þau gögn sem þeir hefðu undir höndum. Minnti hún sömuleiðis á að Landsréttur hefði þegar fjallað um málið.

Neitunin til marks um ósk um nafnleynd

Sigríður sagði blaðamönnum beinlínis óheimilt að veita upplýsingar um heimildarmenn sína samkvæmt lögum. Vísun forsvarsmanna og blaðamanna Stundarinnar og Reykjavík Media í 25. grein fjölmiðlalaga fæli í sér að heimildarmaður hefði óskað nafnleyndar.

Lögmaður Glitnis HoldCo, Ólafur Eiríksson, sagði fyrr í morgun að skilyrði þess að byggja á 25. grein fjölmiðlalaga væru ekki uppfyllt þar sem forsvarsmenn og blaðamenn fjölmiðlanna tveggja hefðu neitað að svara því hvort heimildamaður þeirra hefði óskað nafnleyndar.

Sigríður benti á að dómstólar hefðu þegar fallist á að með því að neita að svara spurningum með vísan í 25. grein fjölmiðlalaga hefðu forsvarsmenn og blaðamenn fjölmiðlanna verið að segja að heimildarmaður þeirra hefði farið fram á að njóta nafnleyndar.

Vísaði hún þeirri kenningu Ólafs að heimildarmaðurinn væri Jon Henley, blaðamaður breska dagblaðsins Guardian, á bug. Um hafi verið að ræða samstarf fjölmiðla um að vinna úr umræddum gögnum. Ólafur væri varla að halda því fram að Henley væri hakkari.

Sigríður sagði Glitni HoldCo vilja lögbann á notkun ákveðinna gagna án þess að fyrir liggi hvað sé í þeim. Fjölmiðlarnir tveir hefðu engin áform um að fjalla um annað en gögn sem ættu erindi við almenning. Sagði hún að almennir borgarar þyrftu ekki að hafa áhyggjur.

Krafan um bann við umfjöllun fyrir fram væri alvarlegasta brotið gegn tjáningarfrelsinu. Lögbannið gegn umfjöllun um gögnin sneri ekki að öðrum fjölmiðlum. Einungis umræddum tveimur fjölmiðlum. Sigríður minnti á í þessu sambandi að lögbannið hefði staðið í ár. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lá fastur undir stálbitanum

10:49 Maðurinn sem slasaðist í gær við að fá stálbita ofan á sig er töluvert slasaður á sjúkrahúsi. Hann var við störf á vélaverkstæði í Tungunum í Árnessýslu er 500 kg stálbiti valt ofan á hann. Meira »

Sex ráðherrar þurfa að svara fyrir makríl

10:09 Þótt dómstólar hafi ekki dæmt ríkið til að greiða útgerðum skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar makrílkvóta, samkvæmt dómi Hæstaréttar, má áætla að tap þeirra fjögurra útgerða sem höfðuðu mál nemi mörgum milljörðum króna frá árinu 2011. Þá er ótalið tjón þeirra útgerða sem ekki fóru í mál. Meira »

Berjast fyrir rétti barnsins síns

10:00 Ingveldur Ægisdóttir og maki hennar Kristinn Aðalsteinn Eyjólfsson hafa um árabil staðið í ströngu við heilbrigðis- og almannatryggingakerfið hér á landi fyrir hönd langveikrar dóttur sinnar, Lovísu Lindar. Meira »

Bækurnar sem bóksalar völdu

09:20 Ungfrú Ísland var í fyrsta sæti yfir íslensk skáldverk hjá starfsfólki bókaverslana. Allt sundrast eftir Chinua Achebe hafnaði í fyrsta sæti yfir þýdd skáldverk. Meira »

Sífellt fleiri sækja í léttari jólamat

08:18 Íslendingar eru fastheldnir á hefðir þegar kemur að jólamatnum. Í ár verður hamborgarhryggur og hangikjöt víða á borðum en þó virðast æ fleiri tilbúnir að prófa eitthvað nýtt. Meira »

Vilja heimakennslu vegna slæms ástands vegarins

07:57 Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra, lagði fram erindi, að beiðni foreldra, á fundi byggðaráðs Húnaþings um greiðslu vegna heimakennslu barna. Meira »

Reykhólaleið talin vænlegust

07:37 Niðurstöður valkostagreiningar verkfræðistofu á Vestfjarðavegi um Reykhólahrepp benda til þess að Reykhólaleið R sé vænlegasti leiðarvalskosturinn. Það er leiðin sem norska verkfræðistofan Multiconsult lagði til í júní. Meira »

Lægðirnar koma í röðum

06:57 Útlit er fyrir allhvassa eða hvassa suðaustanátt með rigningu og í kvöld og nótt fer miðja lægðar yfir landið. Á morgun nálgast síðan næsta lægð úr suðri. Um helgina geta landsmenn huggað sig við það að veðrið verður heilt yfir rólegra en það hefur verið í vikunni. Meira »

Loðdýrabúum fækkar hratt

06:47 Fimm minkabændur hafa hætt rekstri frá því í nóvember og eru einungis 13 loðdýrabú eftir á landinu en voru flest 240 talsins á níunda áratugnum, að því er fram kemur í frétt Bændablaðsins í dag. Meira »

Ráðist á hótelstarfsfólk

05:51 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn um miðnætti á hóteli í hverfi 105 en báðir höfðu ógnað fólki með hnífum. Um tvö aðskilin atvik er að ræða. Á öðru hóteli beit kona í annarlegu ástandi starfsmann þannig að úr blæddi. Meira »

Ólíklegt að náist fyrir áramót

05:30 Litlar sem engar líkur eru taldar á að takast muni að ljúka gerð kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum fyrir áramót, þegar gildandi samningar renna út. Mikil vinna og fundarhöld eru þó í gangi milli viðsemjenda og í vinnuhópum og undirnefndum um fjölmörg mál. Meira »

Stöðug barátta foreldra Lovísu Lindar

05:30 Lovísa Lind Kristinsdóttir, sem verður þriggja ára í febrúar, er með afar sjaldgæfan litningagalla í geni sem kallast SCN2A. Auk þess er hún með sex aðrar greiningar og er hreyfi- og þroskahömluð. Meira »

Fá endurhæfingarúrræði fyrir konur í fíknimeðferð

05:30 „Í þeim meðferðarúrræðum sem SÁÁ býður upp á hallar mjög á konur. Stærsti vandinn felst í því að það vantar endurhæfingarúrræði fyrir þær,“ segir Víðir Sigrúnarson geðæknir sem starfar sem sérfræðilæknir í fíknisjúkdómum á sjúkrahúsinu Vogi. Meira »

Almenningssamgöngur tryggðar næsta árið

05:30 Vegagerðin hefur lokið samningum við öll landshlutasamtök sveitarfélaga um almenningssamgöngur á næsta ári, nema Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS). Þar mun Vegagerðin taka yfir rekstur almenningssamgangna og semja við alla verktaka og Strætó bs. Meira »

Biðja fyrir frekari snjókomu og frosti

05:30 „Um leið og það kemur smá klaki niðri í bæ þá heldur fólk að það sé snjólaust í fjallinu. Svo er ekki og við verðum með opið í dag,“ segir Guðmundur Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli á Akureyri. Meira »

Engar reglur um jólaberserki

05:30 „Fyrr má nú skreyta en ofskreyta. Það má eiginlega segja að menn gangi hreinlega af göflunum þegar verst lætur,“ segir Sigurður H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, sem telur að bráðsmitandi jólaskreytingaæði breiðist út og magnist með hverju árinu. Meira »

Laun hjúkrunarfræðinga of lág

05:30 Bráðalegudeild Landspítalans var á dagskrá velferðarnefndar Alþingis í gær.  Meira »

Gul viðvörun fyrir Norðurland eystra

Í gær, 22:17 Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi annað kvöld að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Slasaðist er 500 kg stálbiti féll á hann

Í gær, 21:48 Maður var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans eftir að 500 kg stálbiti féll á hann í vinnuslysi í uppsveitum Árnessýslu. Meira »