Vilja stöðva fréttir fyrir fram

Lögbannsmál Glitnis HoldCo ehf. snýst um það að stöðva fréttaflutning fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media fyrir fram, áður en fyrir liggur hver hann verður. Ekki um þær fréttir sem þegar hafi verið fluttar byggðar á gögnum um viðskiptavini Glitnis banka.

Þetta sagði Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Útgáfufélagsins Stundarinnar ehf. og Reykjavík Media ehf., í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn fjölmiðlunum tveimur í Landsrétti í morgun. Þannig snerist málið um ritskoðun. Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur hafa áður dæmt að fjölmiðlunum beri ekki skylda til að afhenda gögnin og að lögbann á umfjöllun um það skuli fellt úr gildi. Fór Sigríður fram á staðfestingu dóms héraðsdóms.

Sigríður benti á að komið hefði fram að Stundin og Reykjavík Media hefðu ekki í hyggju að fjalla um annað en ætti erindi við almenning. Sagði hún Glitni HoldCo ekki hafa sýnt fram á að gögnin sem um væri að ræða væru í eigu félagsins og yrði að bera hallann af því.

mbl.is/Hjörtur

Benti Sigríður enn fremur á að Glitnir HoldCo hefði ekki lagt fram eigin gögn í málinu á sama tíma og félagið gerði kröfu um að fjölmiðlarnir tveir legðu fram þau gögn sem þeir hefðu undir höndum. Minnti hún sömuleiðis á að Landsréttur hefði þegar fjallað um málið.

Neitunin til marks um ósk um nafnleynd

Sigríður sagði blaðamönnum beinlínis óheimilt að veita upplýsingar um heimildarmenn sína samkvæmt lögum. Vísun forsvarsmanna og blaðamanna Stundarinnar og Reykjavík Media í 25. grein fjölmiðlalaga fæli í sér að heimildarmaður hefði óskað nafnleyndar.

Lögmaður Glitnis HoldCo, Ólafur Eiríksson, sagði fyrr í morgun að skilyrði þess að byggja á 25. grein fjölmiðlalaga væru ekki uppfyllt þar sem forsvarsmenn og blaðamenn fjölmiðlanna tveggja hefðu neitað að svara því hvort heimildamaður þeirra hefði óskað nafnleyndar.

Sigríður benti á að dómstólar hefðu þegar fallist á að með því að neita að svara spurningum með vísan í 25. grein fjölmiðlalaga hefðu forsvarsmenn og blaðamenn fjölmiðlanna verið að segja að heimildarmaður þeirra hefði farið fram á að njóta nafnleyndar.

Vísaði hún þeirri kenningu Ólafs að heimildarmaðurinn væri Jon Henley, blaðamaður breska dagblaðsins Guardian, á bug. Um hafi verið að ræða samstarf fjölmiðla um að vinna úr umræddum gögnum. Ólafur væri varla að halda því fram að Henley væri hakkari.

Sigríður sagði Glitni HoldCo vilja lögbann á notkun ákveðinna gagna án þess að fyrir liggi hvað sé í þeim. Fjölmiðlarnir tveir hefðu engin áform um að fjalla um annað en gögn sem ættu erindi við almenning. Sagði hún að almennir borgarar þyrftu ekki að hafa áhyggjur.

Krafan um bann við umfjöllun fyrir fram væri alvarlegasta brotið gegn tjáningarfrelsinu. Lögbannið gegn umfjöllun um gögnin sneri ekki að öðrum fjölmiðlum. Einungis umræddum tveimur fjölmiðlum. Sigríður minnti á í þessu sambandi að lögbannið hefði staðið í ár. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Úttektin tók 210 klukkustundir

Í gær, 23:37 Það tók innri endurskoðun Reykjavíkurborgar 210 klukkustundir að gera úttekt á verkefni Félagsbústaða við Írabakka, eða tæplega einn og hálfan mánuð. Þetta sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Hyggst láta af störfum formanns

Í gær, 22:22 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, hyggst láta af störfum að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Þetta upplýsir hann í ljósi þess að honum og félögum hans í verkalýðsfélaginu hafi verið lýst sem „samansúrruðum valdagráðugum smákóngum“, sem geri allt til að halda völdum, og að ólíklegt hafi verið talið að hann myndi láta af formennsku „þegjandi og hljóðalaust“. Meira »

Alltof hægt gengið að friðlýsa

Í gær, 22:17 Umhverfis- og auðlindaráðherra er ánægður með umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um friðlýsingar í kvöld og segir að alltof hægt hafi gengið að friðlýsa á undanförnum árum. Þrjú svæði hafi verið send út til kynningar vegna friðlýsingar og fleiri munu fara út á næstu dögum. Meira »

Að lifa og byggja í sátt við náttúru

Í gær, 21:49 Að skera torf í þrjár vikur segir hún hafa verið eins og hugleiðslu fyrir sig. Hún hefur í tvígang komið til Íslands í pílagrímsferð til að læra íslenska torfhúsagerð. Maria Jesus May vill að við lítum til baka og lærum af fortíðinni. Meira »

Hækkunartaktur ekki lægri í 7 ár

Í gær, 21:39 Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,6% á milli mánaða og hægir því enn á 12 mánaða hækkunartakti vísitölunnar, sem er nú 3,9% og hefur ekki verið lægri síðan í maí 2011. Meira »

Tækninotendur aldrei alveg öruggir

Í gær, 21:09 „Það er ástæða fyrir því að fólki er ráðlagt að vera með mismunandi lykilorð og mismunandi aðganga. Það er ekkert öruggt þegar kemur að þessari tækni þó eitthvað sé betur tryggt en annað,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Meira »

Tillaga um lækkun fasteignaskatta felld

Í gær, 21:09 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,60% var felld á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Löng bið í París vegna vélarbilunar

Í gær, 19:59 Farþegar WOW air hafa þurft að bíða í um þrjár og hálfa klukkustund á Charles de Gaulle-flugvellinum í París eftir að vélarbilun kom upp í vél flugfélagsins. Meira »

„Nú fer ég að kippa hlutunum í lag“

Í gær, 19:27 Eigandi City Park Hótel segir að ekki hafi verið búið að skila inn öllum gögnum til byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar til þess að fá byggingarleyfi og viðurkennir að ekki hafi verið rétt staðið að framkvæmdum við stækkun hótelsins við Ármúla 5. Meira »

Leitin að höfundum Íslendingasagnanna

Í gær, 19:22 Dr. Haukur Þorgeirsson málfræðingur mun í kvöld kl. 20:30 halda fyrirlestur í Snorrastofu í Reykholti og ræða meðal annars um leitina að höfundum Íslendingasagnanna. Meira »

Fagnar því að bæjarstjórn vandi sig

Í gær, 19:14 Félagið Stakkberg ehf. fagnar því að bæjarstjórn Reykjanesbæjar vandi skoðun sína á erindi Verkís fyrir hönd félagsins um að skipulags- og matlýsing vegna umbóta á verksmiðju félagsins í Helguvík, verði tekin til meðferðar samkvæmt 43. grein skipulagslaga. Meira »

Innleiðing þjónustustefnu samþykkt

Í gær, 18:57 Rafvædd, bætt og einfölduð þjónusta er markmið nýrrar þjónustustefnu sem borgarstjórn samþykkti að innleiða á fundi sínum í dag. Meira »

Velferðarráðuneytinu verði skipt upp

Í gær, 18:47 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að velferðarráðuneytinu verði skipt upp í heilbrigðisráðuneyti annars vegar og félagsmálaráðuneyti hins vegar. Meira »

Sigli aftur út á sundin árið 2020

Í gær, 18:18 „Það gekk brösuglega í fyrstu,“ segir Guðmundur Hallvarðsson, formaður Hollvinasamtaka Óðins, sem tekinn var í slipp í Reykjavíkurhöfn í gær. Það gekk ekki vandræðalaust, eins og Guðmundur segir frá. Meira »

Dóra Björt: „Tölvan segir nei“

Í gær, 17:22 Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórar og oddviti Pírata, brá á leik á borgarstjórnarfundi í dag og lék þýtt og staðfært atriði úr bresku gamanþáttunum vinsælu Little Britain. Meira »

Birkir Blær hlaut barnabókaverðlaunin

Í gær, 17:01 Birkir Blær Ingólfsson hlaut í dag Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bók sína Stormsker. Í umsögn dómnefndar um verðlaunahandritið segir: „Stormsker – Fólkið sem fangaði vindinn er spennandi frásögn af hugrökkum krökkum í heimi sem er bæði óþægilega kunnuglegur og furðulega framandi.“ Meira »

Tillagan okkar eða tillagan ykkar?

Í gær, 16:46 Tvær keimlíkar tillögur voru á dagskrá borgarstjórnar í dag, um að bæta stöðu barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfi borgarinnar. Olli það nokkru argaþrasi á meðal borgarfulltrúa. Sjálfstæðismenn sögðu að meirihlutinn vildi eigna sér málið. Meira »

Fjórum milljörðum dýrari leið

Í gær, 16:29 Hin svokallaða R-leið um Reykjanes og utanverðan Þorskafjörð er töluvert dýrari en Þ-H-leiðin sem Vegagerðin mælir með. Þetta er niðurstaða skýrslu Vegagerðarinnar. Meira »

Tilkynnt um mun færri kynferðisbrot

Í gær, 16:15 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust sjö tilkynningar um kynferðisbrot í september og hafa þær ekki verið færri á einum mánuði síðan í febrúar 2014. Tilkynningarnar voru einnig 70% færri en meðaltalið síðustu 12 mánuði. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
byggingu og endurnýjun verk
Ég mun gera allar minniháttar byggingar og endurbætur. Skrifaðu tölvupóstfang r....