Vilja stöðva fréttir fyrir fram

Lögbannsmál Glitnis HoldCo ehf. snýst um það að stöðva fréttaflutning fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media fyrir fram, áður en fyrir liggur hver hann verður. Ekki um þær fréttir sem þegar hafi verið fluttar byggðar á gögnum um viðskiptavini Glitnis banka.

Þetta sagði Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Útgáfufélagsins Stundarinnar ehf. og Reykjavík Media ehf., í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn fjölmiðlunum tveimur í Landsrétti í morgun. Þannig snerist málið um ritskoðun. Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur hafa áður dæmt að fjölmiðlunum beri ekki skylda til að afhenda gögnin og að lögbann á umfjöllun um það skuli fellt úr gildi. Fór Sigríður fram á staðfestingu dóms héraðsdóms.

Sigríður benti á að komið hefði fram að Stundin og Reykjavík Media hefðu ekki í hyggju að fjalla um annað en ætti erindi við almenning. Sagði hún Glitni HoldCo ekki hafa sýnt fram á að gögnin sem um væri að ræða væru í eigu félagsins og yrði að bera hallann af því.

mbl.is/Hjörtur

Benti Sigríður enn fremur á að Glitnir HoldCo hefði ekki lagt fram eigin gögn í málinu á sama tíma og félagið gerði kröfu um að fjölmiðlarnir tveir legðu fram þau gögn sem þeir hefðu undir höndum. Minnti hún sömuleiðis á að Landsréttur hefði þegar fjallað um málið.

Neitunin til marks um ósk um nafnleynd

Sigríður sagði blaðamönnum beinlínis óheimilt að veita upplýsingar um heimildarmenn sína samkvæmt lögum. Vísun forsvarsmanna og blaðamanna Stundarinnar og Reykjavík Media í 25. grein fjölmiðlalaga fæli í sér að heimildarmaður hefði óskað nafnleyndar.

Lögmaður Glitnis HoldCo, Ólafur Eiríksson, sagði fyrr í morgun að skilyrði þess að byggja á 25. grein fjölmiðlalaga væru ekki uppfyllt þar sem forsvarsmenn og blaðamenn fjölmiðlanna tveggja hefðu neitað að svara því hvort heimildamaður þeirra hefði óskað nafnleyndar.

Sigríður benti á að dómstólar hefðu þegar fallist á að með því að neita að svara spurningum með vísan í 25. grein fjölmiðlalaga hefðu forsvarsmenn og blaðamenn fjölmiðlanna verið að segja að heimildarmaður þeirra hefði farið fram á að njóta nafnleyndar.

Vísaði hún þeirri kenningu Ólafs að heimildarmaðurinn væri Jon Henley, blaðamaður breska dagblaðsins Guardian, á bug. Um hafi verið að ræða samstarf fjölmiðla um að vinna úr umræddum gögnum. Ólafur væri varla að halda því fram að Henley væri hakkari.

Sigríður sagði Glitni HoldCo vilja lögbann á notkun ákveðinna gagna án þess að fyrir liggi hvað sé í þeim. Fjölmiðlarnir tveir hefðu engin áform um að fjalla um annað en gögn sem ættu erindi við almenning. Sagði hún að almennir borgarar þyrftu ekki að hafa áhyggjur.

Krafan um bann við umfjöllun fyrir fram væri alvarlegasta brotið gegn tjáningarfrelsinu. Lögbannið gegn umfjöllun um gögnin sneri ekki að öðrum fjölmiðlum. Einungis umræddum tveimur fjölmiðlum. Sigríður minnti á í þessu sambandi að lögbannið hefði staðið í ár. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Slökkvistarfi lokið við Sléttuveg

14:11 Vettvangur eldsins sem braust út í bílakjallara við Sléttuveg 7 á tíunda tímanum í morgun var afhentur lögreglu rétt fyrir hádegi í dag. Meira »

Atli Heimir Sveinsson látinn

14:06 Atli Heimir Sveinsson er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu tónskáldsins.  Meira »

Íslendingar í Sri Lanka láti vita af sér

14:00 Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að Íslendingar í Sri Lanka láti aðstandendur vita af sér eftir hryðjuverkaárásirnar í morgun. Þá er þeim sem þurfa á aðstoð að halda bent á að hafa samband við neyðarsíma borgaraþjónustunnar +354-545-0-112. Meira »

„Verðum að breyta um lífsstíl“

12:05 Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist á eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París og þau David Attenborough og Gretu Thunberg í páskapredikun sinn í Dómkirkjunni þar sem vandamál tengd loftslagsmálum voru henni hugleikin. Meira »

Tæknideild rannsakar vettvanginn

11:42 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar í dag vettvanginn þar sem eldsvoðinn varð í Dalshrauni í Hafnarfirði í gær. Meira »

„Hún flýgur aldrei aftur“

11:25 „Það væsir ekkert um hana hjá mér, hún virðist hafa það mjög gott,“ segir Halldór Jónsson um brandugluna sem hann bjargaði úr girðingu skammt frá Þórshöfn ásamt félaga sínum á dögunum. Meira »

„Það var mikill reykur“

11:06 „Hér kom upp eldur í bílageymslu, í einhverju dóti sem var geymt í bílageymslunni,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. „Það var mikill reykur og þá hlýtur að vera töluverður eldur í þessu líka.“ Meira »

Allt tiltækt slökkvilið við Sléttuveg

10:13 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli við Sléttuveg í Reykjavík vegna mikils reyks í bílakjallara húsnæðisins. Útkallið barst kl. 9:56 samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni. Meira »

Logn í skíðabrekkum á páskadag

09:47 Landsmenn ættu að geta unað sér vel í skíðabrekkum víða um land í dag, en það stefnir í fínasta færi í brekkum víðast hvar og logn. Meira »

Messað við sólarupprás

09:17 „Kristur er sannarlega upprisinn,“ sagði séra Kristján Valur Ingólfsson, prestur við guðsþjónustu í Þingvallakirkju nú í morgun, páskadag. Eins og hefð er fyrir var upprisumessa sungin á Þingvöllum á þessum degi, og hófst hún kl. 5:50 eða nærri sólarupprás. Meira »

Eldvakt til miðnættis í Dalshrauni

08:51 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var með svokallaða eldvakt til miðnættis í Dalshrauni í Hafnarfirði vegna eldsvoðans sem varð þar í gær. Að lokinni eldvaktinni fóru síðustu menn heim og vettvangurinn var afhentur lögreglunni, sem fer nú með rannsókn málsins. Meira »

Útköll í heimahús vegna hávaða

08:10 Nokkuð var um útköll í heimahús vegna hávaða úr samkvæmum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Meira »

Hægviðri víða með morgninum

07:09 Víða verður hægviðri með morgninum og skýjað að mestu. Hiti verður á bilinu 3 til 9 stig að deginum.  Meira »

Töluvert tjón í verslun Húsasmiðjunnar

Í gær, 21:35 Við slökkvistarf í eldsvoðanum í Dalshrauni í dag lak mikið vatn niður í verslun Húsasmiðjunnar, sem er á neðri hæð hússins sem brann. Óvíst er um hvort hægt verði að opna verslunina á þriðjudaginn. Meira »

Stefnir í hlýtt en vætusamt sumar

Í gær, 21:13 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem heldur úti veðurvefnum blika.is, rýndi sér til gamans í þriggja mánaða veðurspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar. Gögnin gefa ágæta innsýn í hvernig sumarið gæti litið út hérlendis. Einar segir að líkur séu á því að meðalhiti hafni í efsta þriðjungi miðað við síðustu 30 árin á undan. Meira »

Sýnin breytti lífi mínu

Í gær, 20:30 Hrafnhildur Sigurðardóttir, stofnandi og annar eigandi Hugarfrelsis, hefur orðið fyrir andlegum upplifunum sem hafa breytt viðhorfum hennar til lífsins. Þessi fimm barna móðir úr Garðabænum segir tilgang lífsins vera að hjálpa öðrum, þroska sálina og breiða út ljósið og kærleikann. Meira »

Enginn liggur undir grun vegna bruna

Í gær, 20:25 Eldsupptökin í brunanum í fjölbýli í Dalshrauni í dag virðast hafa verið í herbergi erlends pars á þrítugsaldri. Enginn liggur undir gruni og enginn er í haldi lögreglu. Meira »

Brosir og hlær sig í gegnum allt

Í gær, 20:19 Hún segir það vanvirðing við lífið að láta sér leiðast. Þuríður Sigurðardóttir var aðeins 16 ára og feimin þegar hún söng fyrst opinberlega, en tilviljanir réðu því að söngurinn varð aðalstarf hennar í áratugi. Meira »

Vann tvær milljónir

Í gær, 19:39 Fyrsti vinningur gekk ekki út í lottoútdrætti kvöldsins og því verður potturinn tvöfaldur næst. Tveir skipta með sér bónusvinningnum og hljóta rúmlega 160 þúsund krónur í vinning. Meira »