Dúkkuþjófurinn enn ófundinn

Brotist var inn í hjálpartækjaverslunina Adam og Evu við Kleppsveg …
Brotist var inn í hjálpartækjaverslunina Adam og Evu við Kleppsveg aðfaranótt 21. september. mbl.is/Eggert

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki tekist að hafa hendur í hári þess sem grunaður er um innbrot í verslunina Adam og Evu í september. Kennsl voru borin á annan innbrotsþjófinn í síðustu viku og lýsti lögreglan eftir honum. Sá hefur hins vegar ekki fundist.

Þetta staðfestir Guðmundur Páll Jónsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki hefur verið lýst eftir öðrum einstaklingi í tengslum við málið, en á myndskeiði úr öryggiskerfi verslunarinnar sást glöggt að um tvo þjófa var að ræða.

Brotist var inn í hjálpartækjaverslunina Adam og Evu við Kleppsveg aðfaranótt föstudagsins 21. september. Innbrotsþjófarnir tveir óku bifreið á inngang verslunarinnar og komust þannig inn og stálu kynlífsdúkkunni Kittý, sem kostar um 350.000 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert