Fylgi Framsóknar minnkar

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fylgi Framsóknarflokksins minnkar um tæplega tvö prósentustig milli mánaða, en tæplega 7% segjast myndu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag.

Þetta kemur fram í niðurstöðum nýs þjóðarpúls Gallup.

Breytingar á fylgi annarra framboða eru á bilinu 0,1-1,9 prósentustig og eru ekki tölfræðilega marktækar.

Tæplega fjórðungur myndi kjósa Sjálfstæðisflokkinn, rösklega 19% Samfylkinguna, tæplega 12% Pírata og næstum 11% Viðreisn.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/​Hari

Ríflega 10% myndu kjósa Vinstri græn, nær 10% Miðflokkinn, um 6% Flokk fólksins og um 1% segist myndu kjósa aðra flokka en þá sem sæti eiga á Alþingi í dag.

Nær tíundi hver svarandi myndi skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag og liðlega 8% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp.

Fylgi við ríkisstjórnina minnkar um prósentustig milli mánaða. Tæplega 49% þeirra sem taka afstöðu segjast styðja hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert