Grunsamlegar mannaferðir við skólann

Skólastarf varð ekki fyrir mikilli röskun vegna eldsins.
Skólastarf varð ekki fyrir mikilli röskun vegna eldsins. mbl.is/Árni Sæberg

Rannsókn á eldsvoða í Laugalækjarskóla í nótt miðar ágætlega. Lögreglan hefur undir höndum myndefni úr öryggismyndavélum þar sem sést til grunsamlegra mannaferða og er því næstum hægt að fullyrða að um íkveikju hafi verið að ræða.

Þetta staðfestir Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Enginn hefur stöðu grunaðs eins og er en það er í vinnslu.

Allt til­tækt slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins var kallað út um hálft­vö í nótt vegna elds í Lauga­lækj­ar­skóla. Þrjár klukkustundir tók að slökkva eldinn, en hann komst undir klæðningu hússins og upp í þak, sem torveldaði slökkvistörf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert