„Í sömu gildru og hundruð annarra“

Sandrius Ungurys segir flesta Litháa telja sig hafa verið svikna ...
Sandrius Ungurys segir flesta Litháa telja sig hafa verið svikna við komuna til landsins. Skjáskot/Kveikur

Fyrirtækið Iceland Dogsledding veltir 100 milljónum króna árlega, en launakostnaður er í engu samræmi við hagnað þar sem fyrirtækið virðist mikið til nýta sér sjálfboðaliða sem vinna 12 stunda vinnudaga og eru látnir gista í gámum og tjöldum.

Brattahlíð Travel réð Carolina Brione, spænskan háskólanema, til að aka rútu til og frá Landmannalaugum. Er til landsins kom fór hún hins vegar aldrei í Landmannalaugar, heldur var gert að greiða sjálf fyrir þjálfun fyrirtækisins og látin þrífa, taka til og elda. Hún fékk svo greiddar 40.000 krónur fyrir 20 tólf stunda vinnudaga.

Þá hefur Pakistaninn Sana Shah sætt hótunum af hálfu fyrirtækisins sem réð hann til starfa í Ólafsvík, gerði honum að greiða 7.500 evrur fyrir atvinnuleyfi og lét hann vinna 16 stunda vinnudaga þrátt fyrir að honum væri gert að stimpla sig út eftir átta stundir.

Þetta er meðal þess sem kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik í kvöld, en umfjöllunarefni þáttarins að þessu sinni var erlent vinnuafl.

Gerir það sem manni er sagt

„Ég er í sömu gildru og hundruð annarra,“ sagði litháíski verkfræðingurinn Sandrius Ungurys sem bjó með 30 löndum sínum í atvinnuhúsnæði á vegum Verkleigunnar. Hann segir flesta landa sína hafa talið sig svikna við komuna til Íslands. „Maður kemur hingað og áttar sig á að þetta er býsna ömurlegt,“ segir hann. „Hvað getur maður gert? Hvað bíður manns? Eiginkonan? Hvar eru peningarnir? Og börnin sem þarfnast hins og þessa. Svo maður flýr ekki, heldur gerir það sem manni er sagt. Norpar kaldur í heilan dag og svo drekkur maður smá vodka á kvöldin. Þannig kemst maður af.“

Sögðust útvega allt

Fyrsta reynsla Brione af íslenskum vinnumarkaði var heldur ekki góð. „Þeir sögðust útvega allt; húsnæði, mat. Ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af neinu,“ sagði Brione. Fyrirtækið myndi líka greiða fyrir flugmiða hennar og svo fengi hún 2.500 evrur ( 323 þúsund kr.) í laun.

Starfið átti að felast í því að keyra ferðamenn milli Landmannalauga og Reykjavíkur. Þegar til kom hafi annað verið upp á teningnum og henni gert að greiða fyrir þjálfun og verið sagt að hún þyrfti ekki atvinnuleyfi á Íslandi. „Þá fór þetta að verða ruglingslegt. Ég ók aldrei í Landmannalaugar, en sinnti öðrum störfum eins og þrifum, tiltektum og eldamennsku.“ Fyrirtækið sótti heldur aldrei um íslenska kennitölu fyrir hana og það tók hana langan tíma að fá laun greidd, sem aukinheldur voru í engu samræmi við íslenska kjarasamninga.

Gert að greiða 7.500 evrur fyrir atvinnuleyfi

Pakistaninn Sana Shah kom til Íslands 2017 eftir að hafa starfað sem rútubílstjóri í Dúbaí. Atvinnutilboðið frá North Star-hótelinu í Ólafsvík hljómaði vel, en hótelið er meðal á annars tugs hótela og gististaða sem rekið er af feðgunum Aðalsteini Gíslasyni og Stefáni Hafliða Aðalsteinssyni.

Shah var sagt að atvinnuleyfið kostaði 7.500 evrur og var boðið að greiða 500 evrur sem yrðu dregnar af launum hans mánaðarlega fyrir þeirri upphæð. „Síðan sagðist hún [eiginkona Aðalsteins] vilja fá þrjá til viðbótar í vinnu til sín. Ég lagði fram gögn fyrir bróður minn og tvo aðra,“ sagði hann. Fyrir atvinnu- og dvalarleyfin fyrir þá fjóra var honum gert að greiða 1,5 milljónir kr.

Fyrirtækið hætti síðan við að fá hina starfsmennina þrjá til landsins, en féllst ekki á að endurgreiða þann kostnað.

Hann segir sér hafa orðið snemma ljóst að upplýsingar um vinnutíma og kjör stóðust ekki. Þannig var hann oft og iðulega látinn aka milli landshluta með vistir án þess að fá greitt fyrir. „Stundum fékk ég engan tíma til að sofa. Bara vinna og vinna og drekka orkudrykki,“ segir Shah. „Því ég var einn um að þrífa þrjá staði fyrir þau og sömuleiðis að þrífa heima hjá þeim, taka til í bílskúrnum, þrífa bílinn þeirra, taka til í garðinum hjá þeim og sinna jarðvinnslu fyrir þau.“

Þá hafi starfsfólki verið gert að stimpla sig út eftir átta tíma vinnu, en halda engu að síður  áfram að vinna. „Yfirleitt vann ég meira en 16 tíma,“ sagði hann.

Sex í einu herbergi

Rúmenarnir Cosmir Dragomir og Dan Cosma, sem eru á vegum starfsmannaleigunnar Menn í vinnu hafa verið við byggingarvinnu á höfuðborgarsvæðinu á mun lægri launum en íslenskir samstarfsmenn þeirra. „Þetta er einfalt, vinna, fá laun og senda peninga heim til barnanna,“ segir Cosma. Starfsmannaleigan heldur hins vegar eftir allt að helmingi launa þeirra og segjast þeir hafa látið plata sig hingað til lands. „Starfsmannaleigan hugsar bara um peningana,“ sagði Dragomir.

Þeir vinni 10-11 stunda vinnudaga að sögn Cosma, sem kvaðst vera að leita að annarri vinnu. Eins og væri hefðu þeir ekki efni á að fara frá Íslandi. „Enga peninga, ekki húsnæði, ekki neitt,“ sagði hann.

Þeir búa ásamt 45 öðrum í húsnæði starfsmannaleigunnar í Kópavogi, þar sem allt að sex deili einu herbergi og fyrir það þurfi þeir að greiða 80.000 krónur í húsaleigu. Þá leigi starfsmannaleigan þeim bíl, sem þeir deili allt að níu saman og fyrir það borgi þeir 10.000 kr. á mánuði hver. Öllum er svo gert að greiða 7.000 kr. fyrir líkamsræktarkort hvort sem þeir noti það eða ekki. Þá eru starfsmenn sektaðir um allt að 15.000 kr. leiki grunur á að þeir hafi reykt í bílunum. Eins telji þeir Menn í vinnu ofrukka fyrir flugfar þeirra til landsins og þá vanti oft vinnustundir í launauppgjörið, en taxti þeirra er lægstu mögulegu mánaðarlaun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kalda vatnið ódýrast á Íslandi

17:59 Kalda vatnið er ódýrast á Íslandi sé verð þess á Norðurlöndunum skoðað. Þannig bera heimili í Danmörku rúmlega þrefalt meiri kostnað af notkun á kalda vatninu á ársgrunni, en íslensk heimili. Meira »

Smíði nýju skipanna á áætlun

17:59 Smíði nýrrar Vestmannaeyjar og Bergeyjar fyrir útgerðarfélagið Berg-Hugin gengur samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að skipin verði afhent útgerðinni í maí og júní á næsta ári, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar, móðurfélags Bergs-Hugins. Meira »

„Ég myndi aldrei sætta mig við þetta“

17:57 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, starfandi borgarstjóri og formaður borgarráðs, segir það algjörlega óbjóðandi að framkvæmdirnar við braggann í Nauthólsvík hafi ekki komið upp á yfirborðið í pólitískri umræðu eða samþykktarferli eins og venja er með mál af þessu tagi. Meira »

Þriggja og hálfs árs dómur staðfestur

17:13 Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs dóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot hans gegn dóttur sinni. Er hann fund­inn sek­ur um að hafa látið dótt­ur sína snerta kyn­færi sín auk þess að hafa snert kyn­færi henn­ar og fróað sér í návist henn­ar. Meira »

Strætó tilkynnt um gjaldþrotið í gær

17:10 Strætó hefur þegar gert ráðstafanir sem miðast við að fyrirtækið Prime Tours, sem tilkynnt hefur verið um gjaldþrot á, muni hætta akstri samkvæmt rammasamningnum í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um framhaldið. Meira »

Japanar sjá tækifæri á norðurskautinu

17:00 Taro Kono, utanríkisráðherra Japans, segir japönsk stjórnvöld greina tækifæri á norðurskautinu vegna opnunar siglingaleiða. Um leið feli loftslagsbreytingar í sér mikla áskorun. Kono var meðal ræðumanna á Hringborði norðursins í Hörpu í dag. Meira »

Í farbanni fyrir kortasvik við farmiðakaup

16:48 Erlendur karlmaður hefur verið úrskurðaður í farbann til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. Meira »

Kattafló fannst á hundi hér á landi

15:52 Kattafló fannst á innfluttum hundi í einangrunarstöð fyrir gæludýr í vikunni og var greiningin staðfest af sníkjudýrafræðingum á tilraunastöð HÍ í meinafræði á Keldum. Gripið verður til nauðsynlegra ráðstafana til að hefta útbreiðslu smitsins. Meira »

Gríðarlegt álag á bráðamóttöku

15:45 Sjúklingar sem leita á bráðamóttöku Landspítala er forgangsraðað eftir bráðleika vegna gríðarlegs álags sem er nú á spítalanum. Meira »

Samræmist hennar hjartans málum

15:40 Fyrstu skref nýs formanns BSRB verða að fylgja styttingu vinnuvikunnar eftir af krafti, auk þess sem hún ætlar að beita sér fyrir bættu starfsumhverfi starfsmanna í almannaþjónustu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir var kjörin formaður á 45. þingi bandalagsins með 158 atkvæðum í dag. Meira »

Endaði á hlið eftir að vegkantur gaf sig

15:17 Óhapp varð á þjóðvegi 508 í Skorradal eftir hádegi þegar vegkantur gaf sig þar sem vöruflutningabíll mætti fólksbíl. Flutningabíllinn endaði á hlið utan vegar. Meira »

Verði aldrei vettvangur átaka

14:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerði umhverfismál á norðurslóðum einkum að umtalsefni sínu í ræðu sem hún flutti í morgun á ráðstefnunni Arctic Circle í Hörpu í Reykjavík en einnig lagði hún áherslu á mikilvægi þess að tryggt yrði að svæðið yrði herlaust í framtíðinni. Meira »

Sonja Ýr nýr formaður BSRB

14:29 Sonja Ýr Þorbergsdóttir var kjörin formaður BSRB á þingi sambandsins rétt í þessu, með 158 atkvæðum.   Meira »

Þorbjörn kaupir Sisimiut

14:13 „Það er spennandi að fá þetta skip í flotann okkar,“ segir Eiríkur Óli Dagbjartsson útgerðarstjóri hjá Þorbirninum hf. í Grindavík. Á mánudag var undirritaður kaupsamningur um kaup útgerðarinnar á frystitogaranum Sisimiut sem er í eigu Royal Greenland í Grænlandi. Meira »

Landsréttur staðfestir 6 ára dóm

14:13 Landsréttur staðfesti í dag sex ára dóm yfir Sveini Gesti Tryggvasyni í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, sem lést eftir lík­ams­árás sem hann varð fyr­ir í Mos­fells­dal í júní. Meira »

Átta hjólbarðar sprungu

14:05 Skemmdir urðu á að minnsta kosti fimm bifreiðum í gærkvöld eftir að þeim hafði verið ekið ofan í stóra holu á Grindavíkurvegi. Meira »

Óku farþegum á ótryggðum bílum

13:52 Fjórtán verktakar í akstursþjónustu fatlaðra hjá Strætó lögðu niður störf í morgun til að mótmæla áframhaldandi viðskiptum fyrirtækisins við verktakafyrirtækið Prime Tours, en Héraðsdómur Reykjavíkur tók fyrir gjaldþrotabeiðni vegna vangreiddra opinberra gjalda fyrirtækisins fyrr í mánuðinum. Meira »

„Þetta er búið í bili“

13:23 Sameiningarviðræðum fimm sjómannafélaga, sem 200 mílur greindu frá fyrr í mánuðinum, hefur verið slitið. Þetta staðfestir Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur. Meira »

Með óhlaðin vopn í Þjórsárdal

11:59 „Hermenn þessir verða klæddir í hermannafatnað og bera vopn, óhlaðin, en engin skotfæri eru leyfð á þessari æfingu,“ segir lögreglan á Suðurlandi vegna heræfinga bandarískra hermanna í Þjórsárdal í dag og á morgun. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
ÞVOTTAVÉL
TIL SÖLU GÓÐ AEG ÞVOTTAVÉL. NÝ KOL. VERÐ 45Þ.Þ. UPPL. Í 822-4850....
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...