Sakar borgarstjóra um „hrútskýringar“

Hildur segir hrútskýringar borgarstjóra hafa verið ósmekklegar og óþarfar.
Hildur segir hrútskýringar borgarstjóra hafa verið ósmekklegar og óþarfar. mbl.is/Eggert

Tillögu Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um jöfn fjárframlög með börnum í leik- og grunnskólum, óháð rekstrarformi, var vísað til borgarráðs á fundi borgarstjórnar í dag. Í færslu á Facebook þar sem Hildur greinir frá málinu segir hún Dag B. Eggertsson borgarstjóra hafa gerst sekan um „hrútskýringar“.

Í færslunni segir Hildur jafnframt að tillögunni hafi verið ætlað að koma í veg fyrir innheimtu skólagjalda og tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að sækja ólíka skóla borgarinnar. Borgarstjórn hafi hins vegar vikið sér undan því að taka afstöðu til tillagnanna með því að vísa þeim til borgarráðs.

„Sérstaka athygli vakti að Viðreisn treysti sér ekki til að styðja tillöguna, þrátt fyrir fögur fyrirheit í kosningabaráttu. Ég fæ ekki lengur séð hver munurinn er á Samfylkingu og Viðreisn?“ spyr Hildur á Facebook.

Tillaga unnin í nánu samstarfi við skólastjórnendur

Benti hún á að meirihlutaflokkarnir hefðu lýst sérstökum áhyggjum af kostnaði. „Þeim virðist þykja rétt að mismuna börnum í sparnaðarskyni. Það væri óskandi að borgarstjóri horfði með sama hætti í hverja krónu þegar hver framkvæmdin á fætur annarri fer margfalt fram úr áætlunum á hans vakt. Það mætti eflaust fjármagna tillöguna með einum Bragga. Til dæmis,“ segir hún og vísar þar til framkvæmda við endurbætur á gömlum bragga í Nauthólsvík sem hefur farið 257 milljónir fram úr kostnaðaráætlun.

„Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, taldi svo ástæðu til að hrútskýra fyrir mér í löngu máli hvernig fjárframlög til grunnskóla og leikskóla í borginni eru reiknuð. Hann sagði tillöguna vanhugsaða og byggða á þekkingarleysi. Er þetta ekki dæmigert?“

Segir Hildur tillöguna raunar hafa verið óvenjuítarlega og vel ígrundaða. Hún hafi verið unnin í nánu samstarfi við skólastjórnendur sjálfstæðra grunn- og leikskóla og hagsmunasamtök sjálfstæðra skóla.

„Að baki þessum skólum og samtökum standa vel menntaðar, hæfileikaríkar og eldklárar konur sem hafa mikla innsýn í starf og rekstur sjálfstæðra skóla. Hrútskýringar borgarstjóra voru því ekki eingöngu ósmekklegar, heldur fullkomlega óþarfar.“

Ekki um tvær tölur að ræða

Dagur sagði umræðuna bera þess merki að hún væri á ákveðnu byrjunarstigi og tæki ekki mið af veruleikanum. Hver fjárframlög væru til mismunandi skólastiga, hvernig umræðan hefði verið síðastliðinn ár, hverju væri vilji til að breyta og hvers vegna. „Hér er talað eins og aðalbreytan sem eigi að horfa á sé rekstrarform skólanna,“ sagði Dagur í umræðu um tillöguna á fundi borgarstjórnar í dag.

Borgarstjóri segir umræðuna bera þess merki að hún sé á ...
Borgarstjóri segir umræðuna bera þess merki að hún sé á byrjunarstigi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það mætti ætla miðað við tillöguna og umræðuna að það væru fyrst og fremst til tvær tölur, borgarrekna talan sem fer með hverjum nemanda og sjálfstætt rekna talan sem fer með hverjum nemanda. Þetta er fjarri lagi. Og allir sem hafa innsýn inn í það hvernig fjármagni er úthlutað vita að þetta er miklu flóknara heldur en það.“ Sagði Dagur fjárframlög til að mynda fara eftir stærðum bekkjardeilda, skólastigi, þörf á stuðningi fyrir hvern nemanda og fleiru.

„Það að byrja umræðuna út frá einhverjum upphafsreit að rekstrarformið ráði úrslitum um hvað hver og einn skóli fær í framlag hér er mjög villandi svo ekki sé meira sagt.“

Dagur sagðist þó ekki líta svo á að núverandi úthlutunarlíkan væri fullkomið, enda væri verið að skoða önnur líkön og aðrar fyrirmyndir, til dæmis í Kanada.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Syngur rokklög í blóðugu prestagervi 

16:46 Stefán Jakobsson eða Stebba Jak þarf varla að kynna fyrir þjóðinni en hann er einn aðalflytjenda á Halloween Horror Show í Háskólabíói 26. og 27.október og 3.nóvember í Hofi. Meira »

Tveir gefa kost á sér til formanns BSRB

16:05 Tveir hafa lýst yfir framboði til embættis formanns BSRB, en kosið verður til embættisins á þingi BSRB morgun. Elín Björg Jónsdóttir, fráfarandi formaður BSRB, tilkynnti í byrjun sumars að hún muni ekki gefa kost á sér áfram. Meira »

Beðið svara ráðuneyta um ný leyfi

16:04 Laxeldisfyrirtækin hafa sótt um bráðabirgðaleyfi til viðkomandi ráðuneyta til að stunda áfram laxeldi í Patreksfirði og Tálknafirði, þrátt fyrir ógildingu úrskurðarnefndar á leyfunum. Meira »

Tók veski af manni í hjólastól

16:00 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi sl. föstudag karlmann í hálfsárs fangelsi fyrir ítrekuð brot sem m.a. voru framin er hann var enn á skilorði. Var manninum þá dæmt til refsiþyngingar að hafa stolið veski af manni í hjólastól. Meira »

Reyndi að bera út systur sína

15:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann og konu í 30 daga fangelsi fyrir húsbrot, fyrir að hafa í júlí 2016 ruðst inn í húsnæði systur konunnar í heimildaleysi með því að kalla eftir aðstoð Neyðarþjónustunnar sem boraði upp lás á dyrum fasteignarinnar. Meira »

Hæstiréttur staðfestir lögbönnin

15:22 Hæstiréttur staðfesti í dag lögbönn sem STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, fóru fram á að lögð yrðu við því að tvö netveitufyrirtæki veittu viðskiptamönnum sínum aðgang að vefsíðum, svokölluðum torrent-síðum, þar sem hægt er að nálgast höfundarréttarvarið efni án endurgjalds. Meira »

Framsalsmálið tekið upp á ný

15:07 Landsréttur staðfesti í gær farbannsúrskurð yfir meintum höfuðpaur í svo nefndu Euromarket máli eftir að dómsmálaráðuneytið upplýsti ríkissaksóknara um að það ætli að taka upp að nýju framsalsmál mannsins. Meira »

Dæmdur fyrir að falsa hæfnipróf

15:07 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals, en manninum var gefið að sök að hafa falsað afrit af hæfniprófi við umsókn sína um endurútgáfu flugliðaskírteinis hjá Samgöngustofu. Meira »

Ætlar að skála eftir 19 milljóna vinning

14:44 Báðir vinningshafar sem skiptu með sér fjórföldum lottópotti um helgina hafa gefið sig fram við Íslenska getspá. Fékk hvor vinningshafi um 19,3 milljónir í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í Olís við Ánanaust í Reykjavík en hinn er í áskrift. Meira »

Blekkti starfsmann Arion banka

14:44 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 12 mánaða fangelsi og svipt hann ökuréttindum ævilangt fyrir að hafa framið fjögur mismunandi brot á árunum 2016 til 2018. Meira »

57 stöðvaðir með fölsk skilríki

14:42 57 manns voru stöðvaðir í Leifsstöð fyrstu níu mánuði þessa árs fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum. Afskiptum lögreglu í flugstöðinni af einstaklingum án skilríkja fer þá fjölgandi og eru þeir orðnir 70 á tímabilinu. Meira »

Ólafur dregur framboð til baka

14:32 Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, hefur dregið framboð sitt til stjórnar Neytendasamtakanna til baka. Ólafur starfaði sem formaður samtakanna 2016-2017 en sagði af sér eftir harðar deilur við stjórn samtakanna vegna fjár­hags­legra skuld­bind­inga sem Ólafur kom fé­lag­inu í. Meira »

Verðum að ná áttum með greinina

14:10 Þegar launakostnaður hjá hótelum er orðinn um og yfir 50% af tekjum þeirra er ljóst að sá rekstur er ekki sjálfbær til lengri tíma, segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við mbl.is. Ný skýrsla KPMG sýnir fram á versnandi afkomu í ferðaþjónustu. Meira »

Fimm burðarstólpar hættu í fyrra

13:37 Reiknað er með því að ákvarðanir verði teknar á næstu vikum af hálfu stjórnvalda vegna stöðunnar sem er uppi hjá loðdýrabændum. Fimm burðarstólpar hættu í loðdýrarækt í fyrra. Þetta kom fram í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar. Meira »

„Ómetanlegt og óbætanlegt tjón“

13:27 „Mestu sárindin eru minjarnar okkar, það er ómetanlegt og óbætanlegt tjón,“ segir Lárus Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals, tölvubúnaður og rafmagn varð fyrir einnig illa úti á Hlíðarenda þegar kaldavatnsinntak gaf sig í nótt. Mögulega þarf að fá rafstöð til að fá rafmagn aftur á húsið. Meira »

Jákvætt að tilkynningum hafi fjölgað

12:35 Áhrif heimilisofbeldis á börn eru þau sömu og ef börnin yrðu sjálf fyrir ofbeldi. Þetta sagði Halldóra Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, á ráðstefnunni „Gerum betur“ um vinnu í tengslum við heimilisofbeldismál. Meira »

Hugnast ekki heræfingar

12:18 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði forsætisráðherra út í mengun og mat á umhverfisáhrifum vegna heræfinga NATO hér á landi í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

„Bullandi tap“ í landsbyggðunum

11:44 Afkoma hótela og gistiheimila í landsbyggðunum fer versnandi og mörg þeirra eru rekin með tapi. Þá hefur hagnaður bílaleiga og hópbílafyrirtækja svo gott sem þurrkast út á allra síðustu árum, samkvæmt nýrri könnun KPMG á afkomu í ferðaþjónustu. Meira »

Komumst ekki úr hjólförum með krónuna

11:29 „Krónan fellur hratt þessa dagana og við vitum hvað það þýðir. Það þýðir versnandi kjör í landinu,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
Til leigu í Vesturbænum
Lítil falleg íbúð, hentar einstaklingi eða pari.Leigist aðeins reglusömum engin ...
GRUNDIG túbusjónvarp
Grundig TB 800. Til sölu kr. 4500.- Br:80cm.. Hæð:57cm. uppl: 8691204...