Skólastarfið fer aðeins úr skorðum

Eldsvoðinn í Laugarlækjarskóla í nótt olli talsverðum skemmdum á klæðningu í nýlegri byggingu. Mikil lykt er inni í skólanum og bókasafn og tölvuver skólans þurfa að loka tímabundið af þeim sökum sem setur ýmis verkefni í biðstöðu að sögn Sólveigar Hrafnsdóttur aðstoðarskólastjóra.

mbl.is var í Laugalækjarskóla í morgun þar sem náðist að halda skólastarfi gangandi þrátt fyrir atburði næturinnar. Talið er að um íkveikju hafi verið að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert