Þurfti ekki mikið til að illa færi

Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur.
Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur. mbl.is/Hanna

Sebastian Kunz rétt­ar­meina­fræðing­ur sagði að það væri ólíklegt að æsingsóráð eitt og sér gæti valdið dauða. Hann sagði við aðalmeðferð í máli gegn Sveini Gesti Tryggvasyni í Landsrétti í dag að æsingsóráðið væri hluti af heildarmyndinni. Arnar Jónsson Aspar lést eftir átök við heimili hans í júní í fyrra. Kunz sagði málið flókið og erfitt að benda á eitt atriði sem hafi valdið dauða Arnars.

Áður hafði komið fram í krufningarskýrslu réttarmeinafræðings að æsingsóráðsheilkenni sé hluti ástæðu þess að Arnar lést. Einnig segir að rekja megi and­látið til nokk­urra sam­verk­andi þátta, en þvinguð fram­beygð staða og hálstak sem hinn grunaði hafi haldið brotaþola í, er tal­in hafa leitt til mik­ill­ar minnk­un­ar á önd­un­ar­getu sem leiddi til köfn­un­ar.

Sveinn var dæmd­ur í sex ára fang­elsi í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í tengsl­um við dauða Arn­ars Jóns­son­ar Asp­ar sem lést eft­ir lík­ams­árás sem hann varð fyr­ir í Mos­fells­dal í júní í fyrra. Dómnum var áfrýjað til Landsréttar.

Viðkomandi berst um á hæl og hnakka

Kunz sagði að hinn látni hafi verið mjög ölvaður þegar hann lést og hafi verið með lyf í blóðinu sem geti valdið æsingsóráði. Hann sagði að greiningin á æsingsóráði sé fyrst og fremst byggð á lögregluskýrslu og blóðgreiningu. Sýni hafi verið tekin á sjúkrahúsi eftir að viðkomandi lést.

„Þetta er talið í dag vera eins kon­ar sjúk­dóms­ástand sem kem­ur fram und­ir þeim kring­um­stæðum að viðkom­andi aðili er að veita viðnám eða mót­spyrnu, streit­ast á móti, er í mjög æstu hug­ar­ástandi og berst um á hæl og hnakka,“ var haft eft­ir Sig­urði Erni Hektors­syni, yf­ir­lækni á fíkni­deild Land­spít­al­ans, í fyrra um æsingsóráð.

„Þegar reynt er að leggja höml­ur á viðkom­andi með bönd­um eða hand­járn­um þá magn­ast ástandið og viðkom­andi er gjarn­an með hita og óráð og í rug­lástandi. Síðan get­ur þetta magn­ast upp og þá veld­ur þetta á end­an­um önd­un­ar­stoppi, hjarta­stoppi og get­ur dregið fólk til dauða, en það ger­ir það ekki alltaf,“ sagði Sig­urður enn ­frem­ur.

Fórnarlambið var örþreytt

Kunz fór yfir málið en ljóst er að átök áttu sér stað áður en Arnar lést. Hann sagði að krufning hefði leitt það í ljóst að áverkar voru á hálsi hins látna. Að hans mati hafi æsingsóráð, þrýstingur og kyrkingartak leitt til andláts.

Réttarmeinafræðingurinn lýsti því að blettablæðingar í andliti og augum séu lýsandi fyrir það þegar maður kyrki einhvern með þeim afleiðingum að ekki verði aftur snúið. Hann sagði að engar blettablæðingar hefðu fundist í krufningu.

Kunz sagði að við upphaf átakanna hafi fórnarlambið verið örþreytt. Það gefi til kynna að ekki hafi þurft mikið til að illa færi; að fórnarlambið kafnaði eða yrði fyrir banvænum öndunarerfiðleikum.

Réttarmeinafræðingurinn sagði að það að vera með mann frambeygðan eða sitja á baki hans, án þess að vera með hann í kverkataki, eitt og sér sé ekki líklegt til að valda dauða. Sveinn segist hafa tekið við Arnari af Jóni Trausta, sest ofan á rasskinnar hans og haldið höndum hans fyrir aftan bak. Það hafi hann gert án þess að leggja þunga ofan á Arnar.

Kunz sagði að frambeygða staðan sé þekkt aðferð lögreglu. Fjöldi rannsókna hafi verið framkvæmdur á hvaða áhrif þessi aðferð við að halda fólki getur haft á öndun og í hvaða mæli hún valdi öndunarerfiðleikum.

Vísindaleg niðurstaða sé að slík handtök séu ekki nóg til að valda afgerandi öndunarerfiðleikum. Kunz vildi þó taka fram að þær rannsóknir hafi beinst að tækni lögreglu við slík handtök en ekki verið á grundvelli aðgerða ákærða.

mbl.is

Innlent »

Dæmd fyrir brot gegn dætrum sínum

14:00 Hjón á Suðurnesjum voru í dag sakfelld fyrir gróf kynferðisbrot gegn dóttur konunnar og dóttur sinni í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn var dæmdur í 6 ára fangelsi og konan var dæmd í 5 ára fangelsi, samkvæmt Kolbrúnu Benediktsdóttur saksóknara. Meira »

SA samþykkti með 98% atkvæða

13:31 Félagsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa samþykkt kjarasamninga við verkafólk og verslunarmenn fyrir tímabilið 2019 - 2022 sem skrifað var undir 3. apríl. Meira »

Hitinn mældist 18,7 gráður í Öræfum

12:59 Hiti hefur ekki farið niður fyrir frostmark neins staðar á landinu í dag, en það sem vekur athygli er að 18,4 gráðu munur er á mesta og minnsta hita sem mælst hefur á landinu í dag. Meira »

Breyttar matarvenjur og fleiri á lyfjum

12:18 „Listeríusýkingar eru tiltölulega sjaldgæfar sýkingar. Eins og gjarnan er með sjaldgæfar sýkingar þá sér maður ekki neitt í nokkur ár og svo einhvers konar hrinu næstu árin,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir spurður hvers vegna listeríusýkingum virðist fjölga á síðustu áratugum hér á landi. Meira »

Vinnan við samningana rétt að byrja

11:58 „Ég er náttúrulega mjög sáttur við þessa niðurstöðu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is um samþykkt kjarasamninga félagsins við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda en þeir voru samþykktir með tæplega 90% atkvæða. Meira »

Óvissustigi aflétt

11:52 Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra, hefur ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu í Öxarfirði. Þessi ákvörðun er byggð á mati Veðurstofunnar um að þessari hrinu sé lokið. Meira »

Munaði einu atkvæði hjá Öldunni

11:36 Þrátt fyrir að lífskjarasamningurinn svonefndur hafi verið samþykktur með afgerandi hætti af flestum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins er ein undantekning frá því. Meira »

Kjarasamningar VR samþykktir

11:12 Kjarasamningur VR við Samtök atvinnulífsins var samþyktkur með 88,35% atkvæða í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Kjarasamningur VR við Félag atvinnurekenda var að sama skapi samþykktur með 88,47% atkvæða. Meira »

Þakklát fyrir afgerandi samþykkt samninga

10:44 „Ég er mjög þakklát þeim félagsmönnum sem greiddu atkvæði og auðvitað mjög ánægð með það að samningarnir hafi verið samþykktir með svona afgerandi hætti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við mbl.is. Meira »

„Þeir sem kusu voru alla vega sáttir“

10:37 „Það er ánægjulegt að öll félögin samþykktu samninginn. Flest öll með miklum meirihluta,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Hann bendir á að 17 af 19 félögum hafi um 70% þeirra samþykkt samninginn. Meira »

Lífskjarasamningurinn samþykktur

10:05 Mikill meirihluti þeirra félagsmanna Starfsgreinasambandsins sem greiddi atkvæði um lífskjarasamninginn svonefnda, kjarasamninginn sem aðildarfélög SGS, VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna sömdu um á dögunum við Samtök atvinnulífsins, samþykkti samninginn. Meira »

Banaslys í Langadal

09:47 Karlmaður með erlent ríkisfang en búsettur hér á landi lést í umferðarslysi í Langadal seint í gærkvöldi. Ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu. Meira »

Breytti framburði og játaði kynferðisbrot

09:39 Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri stúlku. Þá var hann dæmdur til þess að greiða henni 200 þúsund krónur í miskabætur. Meira »

Afburðanemendur verðlaunaðir

09:35 Vinafélag Árnastofnunar mun á aðalfundi sínum í dag veita tveimur afburðanemendum í íslenskum fræðum viðurkenningu fyrir árangur í námi. Meira »

Hafa sent fleiri mál til saksóknara

09:07 Skiptastjóri þrotabús United Silicon hefur á síðustu mánuðum tilkynnt nokkur ný mál sem tengjast þrotabúinu til embættis héraðssaksóknara. Ólíklegt er að aðrir en Arion banki fái nokkuð upp í kröfur sínar í þrotabúið. Meira »

Vilja rifta 550 milljóna greiðslu

08:55 Skiptastjórar þrotabús WOW air skoða nú hvort tilefni sé til þess að rifta samkomulagi sem Arion banki og WOW gerðu með sér í fyrra þar sem ákveðið var að breyta fimm milljóna dollara yfirdráttarláni í skuldabréf að sömu fjárhæð í flugfélaginu. Meira »

Verið að vinna úr athugasemdum

08:18 „Ég vona að þessir ferlar virki en ég finn líka vaxandi stuðning inni í þinghúsinu við að menn verði tilbúnir að bregðast við ef þess þarf,“ segir Haraldur Benediktsson, fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um að þingið heimili lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg. Meira »

Fyrsta skipið kom að nýjum hafnarbakka

07:57 Tímamót urðu í sögu Faxaflóahafna að morgni annars í páskum. Þá lagðist fyrsta skipið að nýjum hafnarbakka utan Klepps í Sundahöfn, en framkvæmdir við hann hafa staðið yfir undanfarin þrjú ár. Meira »

Aðeins 10 hjúkrunarrými af 40 í nýtingu

07:37 Hægt og illa gengur að finna hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til starfa á Seltjörn, nýju hjúkrunarheimili við Safnatröð á Seltjarnarnesi. Vegna þessa eru einungis nýtt 10 hjúkrunarrými af 40. Meira »
Skurðarskífur
Eigum til góðar skurðarskífur 125mm*1mm, gott verð 120 kr stk með vsk. Uppl 77...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...
Vetur í Tungunum, Eyjasól ehf.
Nú er að skella sér í sumarbústað um helgina og eða næstu... Rúm fyrir 5-6. Tak...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...