Þurfti ekki mikið til að illa færi

Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur.
Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur. mbl.is/Hanna

Sebastian Kunz rétt­ar­meina­fræðing­ur sagði að það væri ólíklegt að æsingsóráð eitt og sér gæti valdið dauða. Hann sagði við aðalmeðferð í máli gegn Sveini Gesti Tryggvasyni í Landsrétti í dag að æsingsóráðið væri hluti af heildarmyndinni. Arnar Jónsson Aspar lést eftir átök við heimili hans í júní í fyrra. Kunz sagði málið flókið og erfitt að benda á eitt atriði sem hafi valdið dauða Arnars.

Áður hafði komið fram í krufningarskýrslu réttarmeinafræðings að æsingsóráðsheilkenni sé hluti ástæðu þess að Arnar lést. Einnig segir að rekja megi and­látið til nokk­urra sam­verk­andi þátta, en þvinguð fram­beygð staða og hálstak sem hinn grunaði hafi haldið brotaþola í, er tal­in hafa leitt til mik­ill­ar minnk­un­ar á önd­un­ar­getu sem leiddi til köfn­un­ar.

Sveinn var dæmd­ur í sex ára fang­elsi í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í tengsl­um við dauða Arn­ars Jóns­son­ar Asp­ar sem lést eft­ir lík­ams­árás sem hann varð fyr­ir í Mos­fells­dal í júní í fyrra. Dómnum var áfrýjað til Landsréttar.

Viðkomandi berst um á hæl og hnakka

Kunz sagði að hinn látni hafi verið mjög ölvaður þegar hann lést og hafi verið með lyf í blóðinu sem geti valdið æsingsóráði. Hann sagði að greiningin á æsingsóráði sé fyrst og fremst byggð á lögregluskýrslu og blóðgreiningu. Sýni hafi verið tekin á sjúkrahúsi eftir að viðkomandi lést.

„Þetta er talið í dag vera eins kon­ar sjúk­dóms­ástand sem kem­ur fram und­ir þeim kring­um­stæðum að viðkom­andi aðili er að veita viðnám eða mót­spyrnu, streit­ast á móti, er í mjög æstu hug­ar­ástandi og berst um á hæl og hnakka,“ var haft eft­ir Sig­urði Erni Hektors­syni, yf­ir­lækni á fíkni­deild Land­spít­al­ans, í fyrra um æsingsóráð.

„Þegar reynt er að leggja höml­ur á viðkom­andi með bönd­um eða hand­járn­um þá magn­ast ástandið og viðkom­andi er gjarn­an með hita og óráð og í rug­lástandi. Síðan get­ur þetta magn­ast upp og þá veld­ur þetta á end­an­um önd­un­ar­stoppi, hjarta­stoppi og get­ur dregið fólk til dauða, en það ger­ir það ekki alltaf,“ sagði Sig­urður enn ­frem­ur.

Fórnarlambið var örþreytt

Kunz fór yfir málið en ljóst er að átök áttu sér stað áður en Arnar lést. Hann sagði að krufning hefði leitt það í ljóst að áverkar voru á hálsi hins látna. Að hans mati hafi æsingsóráð, þrýstingur og kyrkingartak leitt til andláts.

Réttarmeinafræðingurinn lýsti því að blettablæðingar í andliti og augum séu lýsandi fyrir það þegar maður kyrki einhvern með þeim afleiðingum að ekki verði aftur snúið. Hann sagði að engar blettablæðingar hefðu fundist í krufningu.

Kunz sagði að við upphaf átakanna hafi fórnarlambið verið örþreytt. Það gefi til kynna að ekki hafi þurft mikið til að illa færi; að fórnarlambið kafnaði eða yrði fyrir banvænum öndunarerfiðleikum.

Réttarmeinafræðingurinn sagði að það að vera með mann frambeygðan eða sitja á baki hans, án þess að vera með hann í kverkataki, eitt og sér sé ekki líklegt til að valda dauða. Sveinn segist hafa tekið við Arnari af Jóni Trausta, sest ofan á rasskinnar hans og haldið höndum hans fyrir aftan bak. Það hafi hann gert án þess að leggja þunga ofan á Arnar.

Kunz sagði að frambeygða staðan sé þekkt aðferð lögreglu. Fjöldi rannsókna hafi verið framkvæmdur á hvaða áhrif þessi aðferð við að halda fólki getur haft á öndun og í hvaða mæli hún valdi öndunarerfiðleikum.

Vísindaleg niðurstaða sé að slík handtök séu ekki nóg til að valda afgerandi öndunarerfiðleikum. Kunz vildi þó taka fram að þær rannsóknir hafi beinst að tækni lögreglu við slík handtök en ekki verið á grundvelli aðgerða ákærða.

mbl.is

Innlent »

Fangaði eldinguna á myndband

Í gær, 23:28 Gísla Reynissyni, ritstjóra Aflafretta.is, tókst að fanga á myndband eina af eldingunum sem laust niður á suðvesturhorninu í kvöld er hann var staddur í Grafarvogi. Myndbandið var ekki nema tveggja sekúndna langt í rauntíma en Gísli klippti það til og hægði á myndinni þannig að eldingin sæist betur. Meira »

Frumvarp um barnalífeyri samþykkt

Í gær, 22:39 Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á lögum um almannatryggingar og snýr að barnalífeyri var samþykkt á Alþingi í dag með 55 samhljóða atkvæðum. Meira »

Hljóðupptakan feli í sér refsivert brot

Í gær, 22:32 Hljóðupptakan sem varð gerð á barnum Klaustri 20. nóvember var „njósnaaðgerð“ sem fól í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í beiðni Reimars Péturssonar fyrir hönd fjögurra þingmanna Miðflokksins þar sem farið er fram á vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna vegna upptökunnar. Meira »

Býðst til að safna fyrir Báru

Í gær, 22:31 Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, segist vera tilbúinn til að efna til söfnunar fyrir Báru Halldórsdóttur ef „svo ólíklega vildi til“ að hún yrði dæmt til að „borga eitthvað. Meira »

Vann 30 milljónir í Happdrætti HÍ

Í gær, 22:16 Einn heppinn miðaeigandi fékk þrefaldan vinning í milljónveltu Happdrættis Háskóla Íslands og fær 30 milljónir króna í sinn hlut, en dregið var í kvöld. Meira »

Enn er beðið eftir hvalveiðaskýrslu

Í gær, 21:26 Ný skýrsla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, sem sjávarútvegsráðherra óskaði eftir og átti að liggja fyrir í október, hefur ekki skilað sér. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Þórir Hrafnsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Ísland aðili að samþykkt SÞ um farendur

Í gær, 20:51 Ísland var eitt þeirra um 160 ríkja sem tóku þátt í afgreiðslu samþykktar Sameinuðu þjóðanna um örugga, skipulagða og reglubundna fólksflutninga (e. Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration) á sérstakri ríkjaráðstefnu í Marakes í Marokkó. Meira »

Twitter í ljósum logum eftir eldingar

Í gær, 19:27 Þrumur og eldingar eru tiltölulega sjaldgæfar á Íslandi, hvað þá í desember, en Twitter-notendur láta ekki sitt eftir liggja í að tjá sig um veðrið nú gengur yfir Suðvesturland. Flestir sjá á þessu spaugilegar hliðar á meðan öðrum er minna skemmt. Meira »

Svefnlyf sem mótvægi við metýlfenídati

Í gær, 19:20 Íslendingar nota fimmfalt meira af amfetamínskylda efninu metylfenídati en Danir og Norðmenn. Gríðarleg aukning hefur verið í notkun svona efna. Meira »

Frumvarp um tjáningarfrelsi lagt fram

Í gær, 18:56 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp forsætisráðherra um breytingu á stjórnsýslulögum um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Meira »

Þrumur og eldingar á Suðvesturlandi

Í gær, 18:40 Vart hefur orðið við þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins nú síðdegis og samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands mælast eldingarnar nokkuð tíðar. Meira »

Fundi vegna Klaustursmáls frestað

Í gær, 18:37 Opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem átti að halda á morgun vegna ummæla þingmanna Miðflokksins um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson hefur verið frestað. Meira »

Bruni í bílskúr á Hvammstanga

Í gær, 18:22 Bruni varð í bílskúr við heimahús á Hvammstanga síðdegis í dag. Eldur kviknaði við þurrkara í bílskúrnum og er talið að það hafi gerst út frá rafmagni. Slökkvilið réði niðurlögum eldsins, sem náði ekki að breiða úr sér. Meira »

Bára fer fyrir héraðsdóm á mánudag

Í gær, 18:01 Bára Halldórsdóttir hefur verið boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna beiðni frá Reimari Péturssyni lögmanni fyrir hönd fjögurra einstaklinga um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna. Meira »

„Fullkomlega óboðleg vinnubrögð“

Í gær, 17:41 Félag íslenskra bifreiðaeigenda leggst gegn öllum hugmyndum þingmanna um auknar álögur á bíla og umferð. Félagið mótmælir „yfirstandandi hraðferð vegtolla í gegnum Alþingi.“ Meira »

Dæmdur fyrir nauðgun á Hressó

Í gær, 17:29 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hemn Rasul Hamd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Einnig var hann dæmdur til að greiða 1,5 milljónir króna í miskabætur með vöxtum. Meira »

Fáeinir metrar skildu á milli skipa

Í gær, 17:23 Litlu munaði að togari og hvalaskoðunarskip skyllu saman í Reykjavíkurhöfn í nóvember í fyrra. Þegar styst var á milli skipanna tveggja voru ekki nema 3-4 metrar sem skildu á milli. Meira »

Segja afkomutengd veiðigjöld lækkun

Í gær, 17:22 Fulltrúar allra ef ekki flestra flokka hafa talað fyrir því að gjöld endurspegla afkomu og færa álagningu nær tíma, sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Hér er verið að gera einmitt þetta að færa álagningu nær í tíma og miða hana af afkomu.“ Meira »

Veggjöld verða að vera sanngjörn

Í gær, 17:00 „Það eru skiptar skoðanir um vegtolla. Maður heyrir það að fólk vill ekki borga meiri skatta, en auðvitað vill fólk að vegakerfið sé í lagi,“ segir Kolbrún Jóna Pétursdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Meira »