Byssuskot endurkastaðist í starfsmann

Kísilver PCC Bakka við Húsavík.
Kísilver PCC Bakka við Húsavík. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Karlmaður sem slasaðist við vinnu í kís­il­verk­smiðju PCC á Bakka á Húsa­vík á fjórða tím­an­um í gær varð fyrir skoti úr byssu sem notuð er til að opna bræðsluofn. Maðurinn gekkst undir aðgerð á Akureyri í gærkvöldi.

Skotið endurkastaðist í upphandlegg mannsins. Greint er frá þessu á Facebook-síðu PCC Bakka. Þar kemur enn fremur fram að maðurinn hafi ekki hlotið alvarlegan skaða og gert er ráð fyrir því að hann nái fullum bata.

Málið er litið alvarlegum augum en byssan hefur verið tekin úr notkun á meðan rannsókn fer fram. Farið verður yfir alla verkferla og í framhaldinu ráðist í þær breytingar sem skoðun verkferlanna kann að leiða í ljós að þurfi að lagfæra til að auka öryggi enn frekar.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert