Fátt sem kemur á óvart í bréfi SA

Ragnar Þór Ingólfsson.
Ragnar Þór Ingólfsson. mbl.is/Valgarður Gíslason

Samtök atvinnulífsins (SA) sendu seint í fyrrakvöld bréf til allra viðsemjenda sinna í komandi kjaraviðræðum, eins og greint var frá á forsíðu Morgunblaðsins í gær.

Í bréfinu bentu SA á versnandi samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja, meðal annars vegna mikils launakostnaðar. Á síðustu árum hefði launakostnaður á Íslandi hækkað um 55% umfram erlenda keppinauta og innlent verðlag um 31% umfram verðlag í viðskiptalöndum Íslands, allt mælt í sömu mynt, samkvæmt bréfi SA.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var í gær spurður hvort bréf SA gæti verið innlegg í þá veru að viðræðuaðilar mættust á miðri leið, settust niður og hæfu formlegar viðræður: „Ef miðjuleiðin felur ekkert í sér, þá er ég ekki bjartsýnn. Hvað varðar málflutning Samtaka atvinnulífsins í þessu bréfi, þá er þar fátt sem kemur á óvart. Hann hefur verið með þessum hætti undanfarið,“ sagði Ragnar Þór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert