Höfnuðu óháðri rannsókn

Svo virðist sem þónokkur vinna sé enn eftir í svokölluðu …
Svo virðist sem þónokkur vinna sé enn eftir í svokölluðu náðhúsi við braggann í Nauthólsvík, líkt og vel sést á meðfylgjandi ljósmynd sem tekin var í gær. Verkið í heild hefur kostað yfir 400 milljónir og er tveimur árum á eftir áætlun. Kostnaður vegna náðhúss er í 46 milljónum. mbl.is/Árni Sæberg

Tillaga Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um óháða rannsókn á rúmlega 400 milljóna króna bragganum í Nauthólsvík var hafnað án atkvæðagreiðslu á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi.

Lagði meirihlutinn til málsmeðferðartillögu um að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar skoðaði málið og var það samþykkt með 12 atkvæðum gegn 10.

Á borgarstjórnarfundinum lagði Vigdís til að óháðir aðilar myndu rannsaka hverjir hefðu haft umsjón með verkinu, hverjir skrifuðu upp á reikninga og hverjir veittu heimildir fyrir því að framkvæmdir á bragganum fóru svo langt fram úr kostnaðaráætlun. Í samtali um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Vigdís að með því að vísa málinu til innri endurskoðunar borgarinnar sé verið að setja það undir pilsfaldinn. Að sögn Vígdísar situr innri endurskoðandi fundi borgarráðs og hefði því verið í lófa lagið að hefja rannsókn þegar viðvörunarbjöllur voru farnar að klingja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert