Í fyrsta sæti í öllum aldursflokkum

Íslensku stelpurnar sigruðu í öllum aldursflokkum í einstaklingskeppni og hópdansinum ...
Íslensku stelpurnar sigruðu í öllum aldursflokkum í einstaklingskeppni og hópdansinum í danskeppninni í Dublin á Írlandi. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Átta íslenskar stúlkur fóru sigri hrósandi frá WLDF-danskeppninni sem haldin var í Dublin í Írlandi um miðjan síðasta mánuð. Um hundrað dansarar voru skráðir til leiks.

Stúlkurnar eru allar í afrekshópi breska danshöfundarins Chantelle Carey sem hlaut Grímuverðlaunin 2017 og 2018 fyrir dans- og sviðshreyfingar í sýningunum Bláa hnettinum og Slá í gegn. Markið er sett á að komast á heimsmeistaramót í ágúst á næsta ári.

Stúlkurnar kepptu í einstaklingskeppni og sem hópur. Sigríður Ragnarsdóttir keppti í flokki undir 14 ára þar sem hún hafnaði í fyrsta sæti. Í flokki undir 16 ára kepptu fjórar íslensku stelpnanna og skipuðu þær allar efstu fjögur sætin. Ísabella Tara Antonsdóttir varð í fyrsta sæti, Rut Rebekka Hjartardóttir önnur, Sandra Kristjánsdóttir í þriðja og Eydís Gauja Eiríksdóttir fjórða. Þá varð Hildur Kaldalóns Björnsdóttir í fyrsta sæti í flokki eldri en 18 ára.

Kepptu sem víkingar í liðakeppninni

Þá kepptu stúlkurnar átta, ofantaldar auk þeirra Sóleyjar Agnarsdóttur og Helgu Harðardóttur, sem „víkingar“ í hópdansi eldri en 14 ára og unnu flokkinn með glæsibrag.

Þá kepptu stúlkurnar allar í frjálsri aðferð þar sem Rut Rebekka endaði í fyrsta sæti.

„Við náðum fyrsta sætinu í öllum flokkum, og í þeim flokkum þar sem fjórar stelpnanna kepptu náðum við efstu fjórum sætunum,“ segir Chantelle, augljóslega mjög hreykin af íslensku stelpunum. Hún kom fyrst hingað til lands árið 2014 sem aðstoðarkóreógraf og dansþjálfari í Billy Elliot-sýningunni í Borgarleikhúsinu. Þar þjálfaði hún m.a. tvær stúlknanna sem tóku þátt í keppninni í Dublin.

Chantelle Carey er tvöfaldur Grímuverðlaunahafi fyrir dans- og sviðshreyfingar.
Chantelle Carey er tvöfaldur Grímuverðlaunahafi fyrir dans- og sviðshreyfingar. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Chantelle hefur verið með annan fótinn á Íslandi eftir að hún starfaði í kringum Billy Elliot en er búsett í Lundúnum. Hefur hún komið fram í fjölda söngleikja á West End og víða um heim, og starfað við listræna stjórnun í söngleikjum. Auk Chantelle kom breski ballettkennarinn Dilly Greasley, sem starfaði með Chantelle að dansþjálfun fyrir Billy Elliot, að þjálfuninni.

Stelpurnar kepptu í ljóðrænum dansi (e. Lyrical Dance), sem er eins konar blanda af ballett, djassi og listrænni tjáningu með söguþræði. „Þetta er fyrsta keppnin sem þessi hópur tekur þátt í og við kepptum í einni tegund af dansi til að sjá hvernig þær stæðu sig undir álagi,“ segir Chantelle. „Þær kepptu í flokki nýliða en með sigrinum fara þær upp um flokk og keppa næst við fleiri keppendur í þeirra aldursflokki,“ segir hún. Chantelle segir það hafa verið frábært að sjá hversu mikinn stuðning stelpurnar fengu líka heima fyrir. „Þetta hefði aldrei gengið upp án foreldra stelpnanna. Foreldrar þeirra alla fylgdu þeim út og hvöttu þær áfram, það var ótrúlegt að sjá það,“ segir hún. „Þau hjálpuðu til við að sauma búningana, sjá um hárið á þeim og studdu þær alla leið,“ segir hún. Chantelle segir að undirbúningur sé hafinn fyrir næstu keppni í Bretlandi, þar sem þær geta unnið sér inn þátttökurétt á heimsmeistaramóti.

Innlent »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

11:58 Erlendur karlmaður var á föstudaginn staðinn að því að stela fjórtán kartonum af sígarettum úr fríhafnarverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann hafði keypt sér flugmiða til London en fór aldrei út úr flugstöðinni heldur lét greipar sópa í fríhöfninni og ætlaði síðan að yfirgefa hana. Meira »

Segir vellíðan ekki nást með valdboði

11:52 Fjölskylduábyrgð hefur tekið miklum breytingum síðustu ár og áratugi. Staðan er breytt frá því þegar karlmenn voru fyrirvinnur, sá tími er sem betur fer liðinn, en nú leitar fólk að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Meira »

Leggja til friðlýsingu tveggja vatnasviða

11:41 Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögur að friðlýsingu vatnasviða Jökulsár á Fjöllum í Þingeyjarsýslu og Markarfljóts í Rangárvallasýslu á grundvelli flokkunar svæðanna í verndarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Meira »

Vara við svikastarfsemi á Seltjarnarnesi

11:41 Lögreglan varar íbúa á Seltjarnarnesi við því að kaupa þjónustu manna sem hafa farið á milli húsa þar, og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, og boðist til að spúla innkeyrslur, glugga eða þök gegn gjaldi. Meira »

Stærri skjálftinn reyndist 4,6 stig

10:58 Stærri skjálftinn sem varð í Bárðarbungu í nótt reyndist 4,6 stig að stærð en ekki 3,3 stig eins og áður hafði komið fram. Hinn skjálftinn sem var yfir þremur stigum og mældist 3,5 stig var hins vegar rétt mældur. Meira »

Slökkviliðið æfir í reykfylltu húsi

10:56 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið við æfingar í húsi sem stendur til að rífa við Lækjarfit í Garðabæ.  Meira »

17 ára á 161 km hraða

10:12 Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum kært ellefu ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var sautján ára piltur og mældist bifreið hans á 161 km/klst. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Meira »

Íslendingar alltaf að hugsa um vinnuna

09:16 Það skiptir miklu máli að við sköpum samfélag með jafnvægi milli heimilis og vinnustaðar, þar sem fólk getur lifað af launum sínum, sinnt fjölskyldu sinni og haft sín áhugamál. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á ráðstefnu um vellíðan á vinnustað á vegum Hagvangs í dag. Meira »

Á að byggja á mati fjölmiðlamanna

08:22 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að almennt sé afstaða félagsins sú að það eigi að vera mat fjölmiðlamanna hvað varði almenning. Meira »

Þrýstingur á vegabætur

08:18 Það dró úr meðalfjölda ferða fólks út fyrir búsetusvæði á liðnu sumri, miðað við fyrri kannanir. Þetta átti sérstaklega við um höfuðborgarsvæðið og er spurning hvort rigningin hafði þessi áhrif. Meira »

Banaslysum barna hefur fjölgað

07:57 Tíu einstaklingar á aldrinum 0-16 ára létust í umferðinni á tímabilinu 2013-2017, samanborið við aðeins tvo á árunum 2008-2011. Meira »

Góða veðrið nýtt til hins ýtrasta í malbikuninni

07:37 Malbikunarhópur greip tækifærið sem gafst með þurra veðrinu í gær og malbikaði þennan vegspotta í Breiðholtinu.   Meira »

Malbikað á Vesturlandsvegi

07:32 Stefnt er að því að malbika hægri akrein á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, á milli hringtorga við Álafossveg og Reykjaveg.  Meira »

Kveikt í strætóskýli

06:55 Kveikt var í strætóskýli við Ártúnsbrekku í gærkvöldi en greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mjög mikið hefur verið um sjúkraflutninga. Meira »

Vélarvana norður af Húnaflóa

06:44 Björgunarbátur er á leiðinni til þess að aðstoða áhöfn vélarvana báts norður af Húnaflóa. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er engin hætta á ferðum. Meira »

Hangir þurr víða

06:28 Útlit er fyrir hægan vind á landinu í dag. Það ætti að verða þurrt nokkuð víða en þó ber að nefna að úrkomusvæði lónar yfir syðsta hluta landsins og gefur einhverja rigningu eða slyddu með köflum á þeim slóðum. Meira »

Stórir skjálftar við Bárðarbungu

05:50 Rétt eftir miðnætti mældust tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu af stærð 3,3 og 3,5. Engin merki eru um gosóróa að sögn sérfræðings á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

53% aukning í ráðgjöf um síldarafla

05:30 Gert er ráð fyrir tæplega 53% aukningu afla úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári í ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES. Meira »

Vertíðinni lauk í gærkvöldi

05:30 Síðasta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík snemma í gærmorgun. Er um að ræða skipið Ocean Dream, sem er 35.265 brúttótonn, og lagðist það að Skarfabakka, en skipið lét úr höfn í gærkvöldi. Skemmtiferðaskip þetta tekur nokkuð yfir 1.000 farþega og eru í áhöfn rúmlega 500 manns. Meira »
Einn sá öflugasti
JAKINN Einn sá öflugasti og verklegasti Ford 7,3 Power Stroke, Skráður frá framl...
Rafstöðvar-Varaafl
Útvegum allar stærðir af rafstöðum, frá Isuzu/stamford Cummins Volvo Yanmar ...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Infrarauður Saunaklefi -Tilboð 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í okt ( kemur eftir cirka 4 vikur ) annars 329.000
Er á leiðinni færð á Tilboði 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept( kemur eft...