Í fyrsta sæti í öllum aldursflokkum

Íslensku stelpurnar sigruðu í öllum aldursflokkum í einstaklingskeppni og hópdansinum ...
Íslensku stelpurnar sigruðu í öllum aldursflokkum í einstaklingskeppni og hópdansinum í danskeppninni í Dublin á Írlandi. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Átta íslenskar stúlkur fóru sigri hrósandi frá WLDF-danskeppninni sem haldin var í Dublin í Írlandi um miðjan síðasta mánuð. Um hundrað dansarar voru skráðir til leiks.

Stúlkurnar eru allar í afrekshópi breska danshöfundarins Chantelle Carey sem hlaut Grímuverðlaunin 2017 og 2018 fyrir dans- og sviðshreyfingar í sýningunum Bláa hnettinum og Slá í gegn. Markið er sett á að komast á heimsmeistaramót í ágúst á næsta ári.

Stúlkurnar kepptu í einstaklingskeppni og sem hópur. Sigríður Ragnarsdóttir keppti í flokki undir 14 ára þar sem hún hafnaði í fyrsta sæti. Í flokki undir 16 ára kepptu fjórar íslensku stelpnanna og skipuðu þær allar efstu fjögur sætin. Ísabella Tara Antonsdóttir varð í fyrsta sæti, Rut Rebekka Hjartardóttir önnur, Sandra Kristjánsdóttir í þriðja og Eydís Gauja Eiríksdóttir fjórða. Þá varð Hildur Kaldalóns Björnsdóttir í fyrsta sæti í flokki eldri en 18 ára.

Kepptu sem víkingar í liðakeppninni

Þá kepptu stúlkurnar átta, ofantaldar auk þeirra Sóleyjar Agnarsdóttur og Helgu Harðardóttur, sem „víkingar“ í hópdansi eldri en 14 ára og unnu flokkinn með glæsibrag.

Þá kepptu stúlkurnar allar í frjálsri aðferð þar sem Rut Rebekka endaði í fyrsta sæti.

„Við náðum fyrsta sætinu í öllum flokkum, og í þeim flokkum þar sem fjórar stelpnanna kepptu náðum við efstu fjórum sætunum,“ segir Chantelle, augljóslega mjög hreykin af íslensku stelpunum. Hún kom fyrst hingað til lands árið 2014 sem aðstoðarkóreógraf og dansþjálfari í Billy Elliot-sýningunni í Borgarleikhúsinu. Þar þjálfaði hún m.a. tvær stúlknanna sem tóku þátt í keppninni í Dublin.

Chantelle Carey er tvöfaldur Grímuverðlaunahafi fyrir dans- og sviðshreyfingar.
Chantelle Carey er tvöfaldur Grímuverðlaunahafi fyrir dans- og sviðshreyfingar. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Chantelle hefur verið með annan fótinn á Íslandi eftir að hún starfaði í kringum Billy Elliot en er búsett í Lundúnum. Hefur hún komið fram í fjölda söngleikja á West End og víða um heim, og starfað við listræna stjórnun í söngleikjum. Auk Chantelle kom breski ballettkennarinn Dilly Greasley, sem starfaði með Chantelle að dansþjálfun fyrir Billy Elliot, að þjálfuninni.

Stelpurnar kepptu í ljóðrænum dansi (e. Lyrical Dance), sem er eins konar blanda af ballett, djassi og listrænni tjáningu með söguþræði. „Þetta er fyrsta keppnin sem þessi hópur tekur þátt í og við kepptum í einni tegund af dansi til að sjá hvernig þær stæðu sig undir álagi,“ segir Chantelle. „Þær kepptu í flokki nýliða en með sigrinum fara þær upp um flokk og keppa næst við fleiri keppendur í þeirra aldursflokki,“ segir hún. Chantelle segir það hafa verið frábært að sjá hversu mikinn stuðning stelpurnar fengu líka heima fyrir. „Þetta hefði aldrei gengið upp án foreldra stelpnanna. Foreldrar þeirra alla fylgdu þeim út og hvöttu þær áfram, það var ótrúlegt að sjá það,“ segir hún. „Þau hjálpuðu til við að sauma búningana, sjá um hárið á þeim og studdu þær alla leið,“ segir hún. Chantelle segir að undirbúningur sé hafinn fyrir næstu keppni í Bretlandi, þar sem þær geta unnið sér inn þátttökurétt á heimsmeistaramóti.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Töluvert tjón í verslun Húsasmiðjunnar

21:35 Við slökkvistarf í eldsvoðanum í Dalshrauni í dag lak mikið vatn niður í verslun Húsasmiðjunnar, sem er á neðri hæð hússins sem brann. Óvíst er um hvort hægt verði að opna verslunina á þriðjudaginn. Meira »

Stefnir í hlýtt en vætusamt sumar

21:13 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem heldur úti veðurvefnum blika.is, rýndi sér til gamans í þriggja mánaða veðurspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar. Gögnin gefa ágæta innsýn í hvernig sumarið gæti litið út hérlendis. Einar segir að líkur séu á því að meðalhiti hafni í efsta þriðjungi miðað við síðustu 30 árin á undan. Meira »

Sýnin breytti lífi mínu

20:30 Hrafnhildur Sigurðardóttir, stofnandi og annar eigandi Hugarfrelsis, hefur orðið fyrir andlegum upplifunum sem hafa breytt viðhorfum hennar til lífsins. Þessi fimm barna móðir úr Garðabænum segir tilgang lífsins vera að hjálpa öðrum, þroska sálina og breiða út ljósið og kærleikann. Meira »

Enginn liggur undir grun vegna bruna

20:25 Eldsupptökin í brunanum í fjölbýli í Dalshrauni í dag virðast hafa verið í herbergi erlends pars á þrítugsaldri. Enginn liggur undir gruni og enginn er í haldi lögreglu. Meira »

Brosir og hlær sig í gegnum allt

20:19 Hún segir það vanvirðing við lífið að láta sér leiðast. Þuríður Sigurðardóttir var aðeins 16 ára og feimin þegar hún söng fyrst opinberlega, en tilviljanir réðu því að söngurinn varð aðalstarf hennar í áratugi. Meira »

Vann tvær milljónir

19:39 Fyrsti vinningur gekk ekki út í lottoútdrætti kvöldsins og því verður potturinn tvöfaldur næst. Tveir skipta með sér bónusvinningnum og hljóta rúmlega 160 þúsund krónur í vinning. Meira »

Slökkviliðið að ljúka störfum

19:20 Slökkviliðið er nú að ljúka störfum á vettvangi eldsvoðans í Dalshrauni í Hafnarfirði sem varð fyrr í dag. Fjórum var þar bjargað af þaki logandi húss. Meira »

Láðist að kynna sér reglur um fiskveiðar

18:39 Um kl. 23 í gærkvöldi urðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þess varir að norska línuskipið Fiskenes var búið að leggja línu inn fyrir mörk hryggningastoppsvæðisins sem er í gildi um þessar mundir samkvæmt reglugerð Samkvæmt henni eru allar veiðar bannaðar frá 12. apríl til og með 21. apríl. Meira »

Bjóða heimilislausum í páskamat

18:20 „Sonur minn, sem bjó á götunni, lést 15. október síðastliðinn. Ég hafði hitt hann tíu dögum áður og þá töluðum við að ég ætlaði að fara að snúa mér að því að vinna fyrir fólkið á götunni og nú er ég að því,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schram, móðir Þorbjörns Hauks Liljarssonar. Meira »

Spá versnandi færð fyrir austan

18:03 Það gengur í norðanátt með talsverðri rigningu á Austfjörðum annað kvöld, en snjóar á fjallvegum og því versnandi færð þar, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Búið að slökkva eldinn

17:50 Tekist hefur að ráða niðurlögum eldsins í Dalshrauni, sem kviknaði í íbúðarhúsnæði á efri hæð fyrr í dag. Fjórum var komið til bjargar á staðnum. Meira »

Eldsvoði í Dalshrauni

16:10 Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem logar í íbúð í Dalshrauni í Hafnarfirði. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðsins var töluverður eldur þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn. Meira »

Klofningur innan SA „fjarstæðukenndur“

15:16 „Þetta er algerlega fjarstæðukennd túlkun. Björn er grandvar maður og ef rétt er haft eftir honum þá þykja mér þessi ummæli einkennileg,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um ummæli Björns Snæbjörnssonar, formanns Starfsgreinasambandsins. Meira »

Gæðabakstur hækkar verð um 6,2%

15:04 Verð á öllum vörum Gæðabaksturs, Ömmubaksturs og Kristjánsbakarís hækka um 6,2% frá og með 1. maí. Í tilkynningu frá framleiðendunum kemur fram að hækkunin sé meðal annars til komin vegna verðhækkunar á hráefnum, svo sem um 30% á hveiti vegna uppskerubrests. Meira »

Stjórnsýslan þurfi að vera fljótari

13:15 Skilvirkara ferli þarf fyrir leyfisveitingar til fiskeldis á Íslandi. Þetta segir Gunnar Davíðsson, sjávarútvegsfræðingur og deildarstjóri atvinnuþróunardeildar Troms-fylkis í Noregi. Löngu ferli fylgi mikill kostnaður, fyrir fyrirtæki en einnig fyrir stjórnsýsluna. Meira »

Framsetning verðhækkana „ósmekkleg“

13:15 „Mér finnst ósmekklegt að setja þetta fram með þessum hætti. Þegar ríki og sveitarfélög setja inn í samninga að þau ætli að halda aftur af sér í verðhækkunum er skrýtið að fyrirtæki á almenna markaðnum ætli að vaða á undan,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Segja heimildir og fordæmi til staðar

12:31 Isavia telur sig hafa fullnægjandi lagaheimildir til kyrrsetningar á flugvél Air Lease Corporation vegna skuldar umráðaaðilans WOW air og segir dómafordæmi í málinu. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa Isavia við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Opnað að Dettifossi

10:39 Búið er að opna á ný fyrir umferð að Dettifossi, en svæðinu var upphaflega lokað seinniparinn á mánudaginn vegna asahláku.  Meira »

Vorfæri á skíðasvæðum landsins í dag

09:32 Vel viðrar til skíðaiðkunar víða um land á þessum laugardegi fyrir páskadag. Veður og færð eru ágæt víðast hvar, en höfuðborgarbúar sitja þó eftir þar sem skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli hefur verið lokað þennan veturinn. Meira »
Einstakt vortilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 375.900,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Klettar - Heilsárshús - 80fm + 49fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
Volvo V-70 Tilboðsverð
Volvo V-70 station til sölu Árg.2013 Ekinn 113 þús Beinskiptur Skoðaður Brúnn ...