Víða vetrarfærð á Vestfjörðum

Svona var umhorfs í Hveradölum á Hellisheiði í morgun.
Svona var umhorfs í Hveradölum á Hellisheiði í morgun. Skjáskot/Vegagerðin

Vetrarfærð er nú á sumum fjallvegum og hálkublettir víða á heiðum að því er fram kemur í yfirliti Vegagerðarinnar um færð.

Á Suðvestur- og Vesturlandi eru hálkublettir á Holtavörðuheiði en krapi er á Fróðárheiði, Nesjavallaleið og á Bláfjallavegi.

Á Vestfjörðum er víða vetrarfærð á fjallvegum og óveður á fjallvegum austan til. Krapi er í Súgandafirði og í Önundarfirði. Þungfært er á Hrafnseyrarheiði. 

Á Norðurlandi eru hálkublettir á Þverárfjalli og Vatnsskarði. Krapi er í Öxnadal og snjóþekja í Víkurskarði sem og í Ljósavatnsskarði. Þæfingur er á Öxnadalsheiði. 

Á Norðausturlandi eru hálkublettir á Hólasandi og á Dettifossvegi sem og á Mývatnsöræfum. Hálka og snjóþekja eru á Möðrudalsöræfum og á Vopnafjarðarleið. 

Á Austurlandi eru hálkublettir á Fjarðarheiði. Þungfært er á Mjóafjarðarheiði og snjóþekja er upp að Kárahnjúkum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert