Geir H. Haarde í stjórn Alþjóðabankans

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, tekur sæti í stjórn Alþjóðabankans …
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, tekur sæti í stjórn Alþjóðabankans á næsta ári. mbl.is/Golli

Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Íslands, hætt­ir störf­um sem sendi­herra Íslands í Washingt­on í Banda­ríkj­un­um 1. júlí á næsta ári og tek­ur þess í stað sæti í stjórn Alþjóðabank­ans fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Bergdís Ellertsdóttir tekur við stöðu sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, en hún hefur verið fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum.

Geir hef­ur verið sendi­herra Íslands í Washingt­on frá 2015. Alþjóðabank­inn er staðsett­ur í Washingt­on og er hlut­verk hans að stuðla að efna­hags­legri og fé­lags­legri upp­bygg­ingu þró­un­ar­landa, að því er seg­ir á vef Stjórn­ar­ráðsins. Norður­lönd­in og Eystra­salts­rík­in mynda eitt kjör­dæmi bank­ans og skipt­ast á að eiga full­trúa í stjórn hans. 

Starfsfólki utanríkisráðuneytisins var tilkynnt um þessar breytingar og aðrar í morgun, gerðar verða breytingar á sjö sendiskrifstofum Íslands.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert